Byrjað er að fljúga til eyja

Klukkan 09:30 lendi fyrsta vél dagsins hjá Flugfélagi Íslands í eyjum og eru 10 véla á áætlun fram á kvöld reiknar Flugfélagið með að flytja um 500 þjóðhátíðargesti til eyja í dag. HerjólfurKom að bryggju í eyjum í nótt 05:45 með um 500 farþega og fór hann aftur frá bryggju klukkan 08:15 í morgun. Reiknað […]

Mikill erill hjá lögreglunni í Eyjum í nótt

Landsmenn eru farnir að streyma á útihátíðir og aðra viðburði sem haldnir verða um verslunarmannahelgina. Mikil ölvun var á bryggjunni í Þorlákshöfn í nótt en þrátt fyrir það gekk allt vel fyrir sig að sögn lögreglu á Selfossi. Herjólfur fór í sína fyrstu ferð klukkan tvö í nótt og var ferjan full af fólki á […]

Sagan öll, eins og hún er.

Í þjóðhátíðarblaði Vestmannaeyja 2007 ræðir Árni Johnsen um brotthvarf sitt úr starfi kynnis á Þjóðhátíð á vægast sagt dapurlegan hátt.  Það er ekki óskaverkefni Þjóðhátíðarnefndar rétt fyrir hátíðina að þurfa að svara leirburði af þessu tagi, en hjá því verður ekki komist. Ummælin eru bæði ósönn og ærumeiðandi. Árni reynir líka að afla sér samúðar […]

Guðmundur vinalausi Kristjánsson eftirlýstur

Bræðrafélagið Vinir Ketils Bónda (VKB) eru í dag sá þjóðhátíðar hópur sem er með hvað mesta umfangið í tengslum við þjóðhátíðina í eyjum. Bræðrafélagið dreifði í gær í öll hús í Vestmannaeyjum þriðja árgangi af Þroskahefti sem er þjóðhátíðarblað þeirra bræðra. Einnig sjá þeir bræður um Vitann í dalnum sem verður vígður við formlega athöfn […]

Rjóminn á Þjóðhátíðina

Þjóðhátíðarblað Vestmannaeyja 2007 er komið út. Ágætlega hefur tekist til með efni í blaðið í ár og að vanda skreyta blaðið fjölmargar skemmtilegar myndir sem gleðja munu margan, ritstjóri hefur þó fengið nokkur símtöl útaf blaðinu og hafa nokkrir séð ástæðu til að hringja og kvarta undan því að engar myndir séu af þeim í […]

Tjöldun bönnuð í Herjólfsdal í kvöld vegna veðurs

Þjóðhátíðarnefnd hefur ákveðið að banna alla tjöldun í Herjólfsdal í kvöld vegna veðurs, síðasta klukkutímann hefur bætt í vind og er gert ráð fyrir því að veðrið gangi niður um hádegi á morgun föstudag.Íþróttamiðstöðin verður opið í nótt til að taka á móti þeim sem vilja gista þar á meðan veðrið gengur yfir. (meira…)

Flugfélag Íslands bættir við einni vél á mánudaginn.

Vegna mikillar eftirspurnar eftir sætum hjá Flugfélagi Íslands þá hefur Flugfélagið ákveðið að bæta við einni Fokker 50 sæta vél á mánudag. Brottför héðan með þessari aukavél er klukkan 08:15 frá eyjum.Hægt er að bóka sæti í vélina á www.flugfelag.is og í síma 570-3030   (meira…)

Hústjaldborgin að rísa í Herjólfsdal

Hústjaldborgin hvíta er nú að rísa í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Til stóð að leyfa heimamönnum að byrja að tjalda í dalnum klukkan 13 í dag en margir voru mættir í gærkvöldi með bönd og hæla til að merka sér stæði. Þjóðhátíðin verður sett formlega á morgun en í kvöld verður svonefnt húkkaraball í Eyjum sem […]

Hún nálgast…

Jæja krakkar, það er Þjóðhátíð í vændum og það er ekki laust fyrir að maður sé að verða svolítið spenntur! Þetta er búið að vera fljótt að koma, sérstaklega í ljósi þess að maður hefur haft nóg að gera fyrir þessa hátíðina, eins og vanalega. Við bræðurnir í VKB erum að gefa út okkar þriðja […]

Vilja nýjan Herjólf

Vinstri grænir á Suðurlandi vilja að fenginn verði nýr Herjólfur til að leysa núverandi skip af hólmi á leiðinni Vestmannaeyjar – Þorlákshöfn. Skipið skuli fullnægja flutningsþörfinni og fara 3 ferðir á sólarhring. Þá ítreka Vinstri græn að ákvörðun um gjaldskrá skipsins taki mið af því að leiðin sé þjóðvegur. Vinstri grænir segja að ákvörðun um […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.