Í gærkvöldi var fjölmenni mætt við vígslu Myllunnar og Vitans í Herjólfsdal. Þessi tvö mannvirki eru sögð bera af í glæsileika og er mikil keppni milli þeirra um hvort mannvirkið er fallegra.
Myllumenn
Jóhann Pétursson fór yfir framkvæmdasögu Myllunnar í ár og þakkaði öllum þeim fjölda sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóg. Taldi Jóhann Mylluna bera af í glæsileika enda eina mannvirkið sem hreyfðist í dalnum. Hápunktur vígslunnar var þegar Myllumenn sungu fyrir gesti hinn fallega Myllusöng og komst blaðamaður eyjar.net að því við þetta tækifæri að myllumenn eru betri framkvæmdamenn en söngvarar.
Vitinn
Vígsla vitans byrjaði með ávarpi séra Kristjáns Björnssonar sem að lagði blessun sína yfir mannvirkið og mannfjöldann sem þar stóð en talið er að um 100 einstaklingar hafi verið á staðnum. Því næst koma forstjóri Icelandair og sagði nokkur orð til heiðurs Vitanum.
Það var svo fyrrverandi hálfviti Ævar Þórisson sem tendraði ljós vitans sem mun lýsa þjóðhátíðargestum yfir hátíðina.
Helgi Ólafsson forseti Vinir Ketils Bónda sagði því næst nokkur orð og að endingu afhjúpaði Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum skjöld og útnefndi Vitann fallegasta mannvirkið í Herjólfsdal.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst