Bókað um ársreikning bæjarins

Fyrri umræða um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið í fyrra fór fram í liðinni viku. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri gerði þá grein fyrir ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 í framsögu. Jafnframt gerði hún grein fyrir helstu niðurstöðum reikningsins. Fjárfestingar fjármagnaðar af eigið fé Í bókun frá bæjarfulltrúum E og H lista segir að rekstrarniðurstaða Vestmannaeyjabæjar á árinu […]

Áfram siglt á flóði

20230429_173832

Búið er að gefa út áætlun Herjólfs á morgun og á þriðjudag. Fram kemur í tilkynningu að  siglt verði til Landeyjahafnar samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 14:30, 17:00, 19:30. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 09:30 (Áður ferð 10:45), 15:45 18:15, 20:45. Hvað varðar siglingar fyrir miðvikudag, verður gefin út tilkynning fyrir kl. 06:00 […]

Starfslaun bæjarlistamanns

yfir_bæ_opf_g

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamann Vestmannaeyja fyrir árið 2024. Starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja má veita einstaklingi, hópi listamanna eða félagasamtökum. Bæjarlistamaðurinn skuldbindur sig til að skila af sér menningarstarfi í formi listsköpunar, sem unnin er á starfsárinu. Umsóknarfrestur er til og með 8. apríl 2024. Bæjarráð velur úr framkomnum umsóknum og tillögum og […]

Dýpkun hafin og góð spá

20240318_Álfsnes_thor_AH_min

Sanddæluskipið Álfsnes hóf dýpkun á rifinu fyrir utan Landeyjahöfn snemma í morgun. Þar hafa verið grynningar undanfarnar vikur sem gert hafa það að verkum að ekki er hægt að halda uppi fullri áætlun Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar. Ölduspáin er góð næstu daga. Gert er ráð fyrir 1.3 metrum upp í 1,7 metra fram á […]

Skemmtilegur vorboði í Dallas

DSC_5491

Í fyrrinótt fæddust tveir lambhrútar í Dallas. Þeir hafa fengið nöfnin Þór og Týr. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari gerði sér ferð í Dallas. „Í dag fóru þeir Sigurmundur Gísli Einarsson, fjárbóndi og Óskar Magnús Gíslason upp í Dallas að gefa rollunum og skoða Dimmu, mömmu Þórs og Týs. Unnur eiginkona Simma var með í för […]

Lítið af loðnu í þorskmögum

brekafolk_vb

Árlegu togararalli Hafrannsóknastofnunar í marsmánuði er lokið. Fjögur skip mældu á 580 fyrirfram gefnum rannsóknastöðvum hringinn í landið, þar af voru 154 stöðvar á könnu Breka VE suður af og suðaustur af landinu. Á vef Vinnslustöðvarinnar er farið yfir rallið. Kastað var og veitt á öllum stöðum allt niður á 500 metra dýpi, fiskurinn kannaður, […]

670 milljónir í Ráðhúsið 

radhus_vestm_2022

Á fimmtudaginn var birtur ársreikningur Vestmannaeyjabæjar. Eyjar.net hefur rýnt í tölurnar í reikningnum og mun fylgja því eftir næstu daga. Í dag skoðum við kostnaðinn við endurbætur á Ráðhúsi Vestmannaeyja, sem vígt var í fyrra. Eignfærður kostnaður vegna Ráðhússins nemur á tímabilinu 2020-2023, 673 milljónum króna, þar af 47 milljónir í innanstokksmuni. Á síðasta ári […]

Einar verður skólastjóri Barnaskólans

Einar_gunn_barnask (1000 x 667 px) (3)

Vestmannaeyjabær hefur valið Einar Gunnarsson í stöðu skólastjóra Barnaskóla Vestmannaeyja. Tveir umsækjendur voru um stöðuna en annar dró umsókn sína til baka. Einar lauk B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum með áherslu á stærðfræði og landafræði árið 2002 frá Kennaraháskóla Íslands og þar með leyfisbréfi sem grunnskólakennari. Hann hefur auk þess lokið námskeiðum á framhaldsstigi við Háskóla […]

Óbreytt stjórn Herjólfs

pall_sc_2023

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í vikunni skipaði bæjarstjórn í aðal- og varastjórn Herjólfs ohf. Fram kemur í fundargerð að bæjarstjórn hafi ákveðið að skipa neðangreinda einstaklinga í stjórn Herjólfs ohf. Aðalmenn: Páll Scheving, formaður, Guðlaugur Friðþórsson, Agnes Einarsdóttir, Helga Kristín Kolbeins og Sigurbergur Ármannsson. Varamenn: Rannveig Ísfjörð og Sæunn Magnúsdóttir. Var ofangreint samþykkt með níu […]

Vonbrigði hvernig íbúum þessa lands er mismunað

vatn_dropar_krani_erl

Mikið hefur verið fjallað um hækkun á húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum undanfarna mánuði enda hækkuðu HS Veitur hann um 33% á fjórum mánuðum. Fyrst var hækkun á gjaldskrá og lækkun á hitastigi vatns í september sl. sem samsvaraði 15% hækkun á húshitunarkostnaði og svo í annað sinn um áramótin þar sem 18% gjaldskrárhækkun kom til. Orkustofnun […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.