Skemmtilegur vorboði í Dallas
23. mars, 2024
DSC_5491
Í kindakofanum. Eyjar.net/Óskar P. Friðriksson

Í fyrrinótt fæddust tveir lambhrútar í Dallas. Þeir hafa fengið nöfnin Þór og Týr. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari gerði sér ferð í Dallas.

„Í dag fóru þeir Sigurmundur Gísli Einarsson, fjárbóndi og Óskar Magnús Gíslason upp í Dallas að gefa rollunum og skoða Dimmu, mömmu Þórs og Týs. Unnur eiginkona Simma var með í för og með mér komu þær Alma Dís Ævarsdóttir, Sigrún Anna Valsdóttir og Elísabet Erla Grétarsdóttir. Þar sem lömbin voru aðeins tvö gátu Sigrún og Elísabet haldið á sitthvoru lambinu en Simmi og Alma stilltu sér upp með þeim á myndinni. Dimma fór út í blíðuna með lömbin Þór og Týr þegar hinar kindurnar komu inn til þess að éta sinn mat.“ segir Óskar Pétur.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst