Bergur með góðan túr

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Rætt er við Ragnar Waage Pálmason skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann fyrst spurður um samsetningu aflans. „Í þessum túr var aflinn mest ýsa og síðan töluvert af kola og steinbít. Það var hins vegar lítið af þorski í aflanum og staðreyndin er sú að […]
Fleiri á net Eyglóar

Neðangreind hús hafa nú verið tengd við ljósleiðaranet Eyglóar og geta íbúar þeirra haft samband við sína þjónustuveitu og pantað ljósleiðaratengingu. Fyrirkomulagið er þannig að Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja […]
Uppsjávarfyrirtæki styrkja rannsóknir

Fyrirtæki í uppsjávariðnaðinum hafa ákveðið að styrkja síldarverkefni, sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í, um rúmlega 4,3 milljónir. Í tilkynningu frá SFS segir að verkefnið sé framhald á samnorrænu rannsóknaverkefni á stofnerfðafræði síldar í Noregshafi og hafsvæðunum í kring og aðgreiningu þeirra með erfðafræðilegum aðferðum. Afli síldar fyrir austan Ísland og í Noregshafi er gjarnan blanda […]
Forsölu til félagsmanna ÍBV að ljúka

Sölu svokallaðra félagsmannamiða á Þjóðhátíð líkur næstkomandi föstudag, 5. júlí. Þar geta þeir sem eru skráðir félagsmenn í ÍBV-íþróttafélagi fengið miðann á 21.990,- Um helgina var tilkynnt um að FM95BLÖ mæti í Dalinn á Þjóðhátíð…með afa. Þetta er í áttunda skipti sem þeir félagar mæta og gera allt vitlaust á Brekkusviðinu. Þá segir að Helgi […]
„Alltaf góð hugmynd“

Það er kominn júlí og allt að gerast í Eyjum. Framundan er Goslokahátíð. Atvinnulífið á fleygiferð. Skemmtiferðaskip í heimsókn og svo mætti lengi telja. Ferð til Eyja er alltaf góð hugmynd. Það sést vel í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar hér að neðan. https://www.youtube.com/watch?v=N0hR6odVbHo (meira…)
Lokað í Safnahúsi vegna útfarar

Jóna Björg Guðmundsdóttir fyrrv. héraðsskjalavörður verður jarðsungin í dag, þriðjudaginn 2. júlí kl. 13 í Landakirkju. Safnahús Vestmannaeyja verður lokað kl. 12 – 15 í dag af þeim sökum, segir í tilkynningu. (meira…)
„Eyjar – Gos – Tónlist & Sögur“

„Eyjar – Gos – Tónlist & Sögur“ í Eldheimum á fimmtudagskvöld hefur mælst svo vel fyrir að jafnvel verður dagskráin endurtekin síðdegis á föstudeginum.“ Þetta segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Jafnframt segir að á dagskránni verði tónlist frá eldfjallaeyjum, frásagnir Helga P. frá fjáröflunarferðum erlendis 1973 og þekktustu lög Ríó tríós. Tónleikar þar sem í […]
Seiglusigur á HK

ÍBV sigraði í kvöld lið HK í Lengjudeild kvenna. Með sigrinum hafði liðið sætaskipti við Selfoss sem tapaði gegn Grindavík og lyfti ÍBV sér úr fallsæti. Viktorija Zaicikova kom ÍBV yfir á fjórðu mínútu en HK jafnaði sex mínútum fyrir leikhlé. 1-1 í leikhléi. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Brookelynn Paige Entz öðru sinni fyrir […]
Stæðið strax orðið skemmt

Fyrir helgi voru tekin í gagnið ný bílastæði Vestmannaeyjahafnar við Veiðafæragerðina. Búið er að setja upp skilti með upplýsingum um fyrir hverja þessi bílastæði eru og hvernig skipulagið er á svæðinu, sagði í tilkynningu frá höfninni fyrir helgi. Um er að ræða bílastæði fyrir þá sem eiga bókað í Herjólf. Notaðar voru grindur sem undirlag […]
Heimir hættur hjá Jamaíka

Heimir Hallgrímsson hefur látið af störfum sem landsliðsþjálfari Jamaíka í knattspyrnu. Jamaíka féll úr keppni í Ameríkubikarnum, stigalaust eftir þrjá leiki í riðlinum. Greint er frá þessu á fréttavef Morgunblaðsins. Síðasti leikur Jamaíka fór fram í nótt en liðið tapaði 3:0 fyrir Venesúela í Austin í Texas. Heimir var ráðinn fyrir tveimur árum síðan en […]