Framlengt við Fab Lab

24052103_fablabundirrit_stjr

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hafa ákveðið að framlengja samninga ráðuneytanna við Fab Lab-smiðjurnar á Íslandi um þrjú ár. Samhliða verða framlögin hækkuð um samtals 91 m.kr. á samningstímabilinu, eða úr 324 m.kr. í 415 m.kr. á næstu þremur árum, segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. […]

Bergur með góðan túr

Bergur VE

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Rætt er við Ragnar Waage Pálmason skipstjóra á heimasíðu Síldarvinnslunnar. Þar er hann fyrst spurður um samsetningu aflans. „Í þessum túr var aflinn mest ýsa og síðan töluvert af kola og steinbít. Það var hins vegar lítið af þorski í aflanum og staðreyndin er sú að […]

Fleiri á net Eyglóar

linuborun_0423

Neðangreind hús hafa nú verið tengd við ljósleiðaranet Eyglóar og geta íbúar þeirra haft samband við sína þjónustuveitu og pantað ljósleiðaratengingu. Fyrirkomulagið er þannig að Eygló ehf. mun reka ljósleiðarann sjálfann sem er grunnstoð kerfisins en fjarskiptafélögin koma með þann búnað sem til þarf. Sala inn á kerfið er í höndum þeirra þjónustuveitna sem selja […]

Uppsjávarfyrirtæki styrkja rannsóknir

sjómenn_not_opf

Fyrirtæki í uppsjávariðnaðinum hafa ákveðið að styrkja síldarverkefni, sem Hafrannsóknastofnun tekur þátt í, um rúmlega 4,3 milljónir. Í tilkynningu frá SFS segir að verkefnið sé framhald á samnorrænu rannsóknaverkefni á stofnerfðafræði síldar í Noregshafi og hafsvæðunum í kring og aðgreiningu þeirra með erfðafræðilegum aðferðum. Afli síldar fyrir austan Ísland og í Noregshafi er gjarnan blanda […]

Forsölu til félagsmanna ÍBV að ljúka

DSC_7628

Sölu svokallaðra félagsmannamiða á Þjóðhátíð líkur næstkomandi föstudag, 5. júlí. Þar geta þeir sem eru skráðir félagsmenn í ÍBV-íþróttafélagi fengið miðann á 21.990,- Um helgina var tilkynnt um að FM95BLÖ mæti í Dalinn á Þjóðhátíð…með afa. Þetta er í áttunda skipti sem þeir félagar mæta og gera allt vitlaust á Brekkusviðinu. Þá segir að Helgi […]

„Alltaf góð hugmynd“

Það er kominn júlí og allt að gerast í Eyjum. Framundan er Goslokahátíð. Atvinnulífið á fleygiferð. Skemmtiferðaskip í heimsókn og svo mætti lengi telja. Ferð til Eyja er alltaf góð hugmynd. Það sést vel í myndbandi Halldórs B. Halldórssonar hér að neðan. https://www.youtube.com/watch?v=N0hR6odVbHo (meira…)

Lokað í Safnahúsi vegna útfarar

safnah_2022_tre

Jóna Björg Guðmundsdóttir fyrrv. héraðsskjalavörður verður jarðsungin í dag, þriðjudaginn 2. júlí kl. 13 í Landakirkju. Safnahús Vestmannaeyja verður lokað kl. 12 – 15 í dag af þeim sökum, segir í tilkynningu. (meira…)

„Eyjar – Gos – Tónlist & Sögur“

helgi_p

„Eyjar – Gos – Tónlist & Sögur“ í Eldheimum á fimmtudagskvöld hefur mælst svo vel fyrir að jafnvel verður dagskráin endurtekin síðdegis á föstudeginum.“ Þetta segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. Jafnframt segir að á dagskránni verði tónlist frá eldfjallaeyjum, frásagnir Helga P. frá fjáröflunarferðum erlendis 1973 og þekktustu lög Ríó tríós. Tónleikar þar sem í […]

Seiglusigur á HK

Eyja_sgg_kven_fagn_fotb_23

ÍBV sigraði í kvöld lið HK í Lengjudeild kvenna. Með sigrinum hafði liðið sætaskipti við Selfoss sem tapaði gegn Grindavík og lyfti ÍBV sér úr fallsæti. Viktorija Zaicikova kom ÍBV yfir á fjórðu mínútu en HK jafnaði sex mínútum fyrir leikhlé. 1-1 í leikhléi. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Brookelynn Paige Entz öðru sinni fyrir […]

Stæðið strax orðið skemmt

20240701_102806

Fyrir helgi voru tekin í gagnið ný bílastæði Vestmannaeyjahafnar við Veiðafæragerðina. Búið er að setja upp skilti með upplýsingum um fyrir hverja þessi bílastæði eru og hvernig skipulagið er á svæðinu, sagði í tilkynningu frá höfninni fyrir helgi. Um er að ræða bílastæði fyrir þá sem eiga bókað í Herjólf. Notaðar voru grindur sem undirlag […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.