Vantaði fisk til vinnslu

Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu á sunnudaginn í heimahöfn að aflokinni stuttri veiðiferð. Þeir héldu til veiða seint á fimmtudagskvöld þannig að einungis var verið um tvo sólarhringa að veiðum. Ástæða þess að skipin voru kölluð inn til löndunar var sú að fisk vantaði til vinnslu. Afli Vestmannaeyjar var 30 tonn og afli […]
Ný gjaldskrá mun endurspegla raunkostnað

Fyrir helgi fjallaði Eyjar.net um nýja gjaldskrá Vestmannaeyjabæjar í sorpförgun. https://eyjar.net/ny-gjaldskra-gnaefir-yfir-adra/ Fram kemur í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum vegna málsins að gjaldskráin sem sé á heimsíðu Vestmannaeyjabæjar gildi eingöngu fyrir fyrirtæki ekki íbúa. Framsetningin hefði mátt vera skýrari „Vestmannaeyjabær hefur ekki verið með sérstaka íbúagjaldskrá enda hafa íbúar ekki greitt fyrir að henda sorpi á móttökustöð […]
Vilja að hluti Vestmannaeyja verði þjóðlenda

“Með lögum nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta hófust svokölluð þjóðlendumál og óbyggðanefnd var sett á stofn. Með lögunum þá var eignarland skilgreint og um leið í 1. gr. laganna þá kom fram að allt land sem væri ekki beinum eignarrétti háð teldist “Þjóðlenda” og væri þar með eign íslenska […]
Áfram siglt til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar 14-15.febrúar skv. eftirfarandi áætlun á háflóði. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 18:00 (Áður 17:00) , 20:30(Áður 19:30). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 19:15 (Áður 18:15), 21:45 (Áður 20:45). Staða dýpis má sjá á myndinni hérna fyrir neðan og er gott útlit til dýpkunar næstu daga, segir í tilkynningu Herjólfs. […]
ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. áfram í samstarfi

ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. undirrituðu, síðasta föstudag, samning um áframhaldandi samstarf. Samningur þessi gildir út árið 2026. Um áraraðir hefur Ísfélagið stutt ötullega við bakið á ÍBV og á næstu árum verður engin breyting þar á. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ÍBV-íþróttafélag að einn af máttarstólpum atvinnulífs Vestmannaeyja styrki félagið af slíkum myndarskap. Ísfélagið leggur […]
Sjóhreinsivél tekin í gagnið

Sjóhreinsivél Vinnslustöðvarinnar var tengd og tekin í gagnið fyrir helgi. Samskonar græja verður ræst hjá Ísfélaginu núna eftir helgina. Willum Andersen, tæknilegur framkvæmdastjóri VSV, og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV, skáluðu í fyrstu sopunum og mæltu mjög með þessum hreinsaða sjó til drykkjar, segir í umfjöllun á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Frábærlega gott vatn Framkvæmdastjóri VSV, Sigurgeir B. […]
Bikarslagur í Eyjum

8-liða úrslit bikarkeppni karla hefjast í dag með tveimur leikjum. Í Vestmannaeyjum taka heimamenn á móti Aftureldingu. Ef gengi þessara liða í deildinni er skoðað má búast við hörku leik því liðin eru hlið við hlið í töflunni. Afturelding í þriðja sæti og Eyjamenn í því fjórða. Flautað verður til leiks klukkan 13.30 í Eyjum […]
Ferðum fjölgar eftir helgi

Herjólfur hóf á ný siglingar til Landeyajahafnar í vikunni. Í dag og á morgun eru sigldar þrjár ferðir á dag bundið við flóðatöflu. Í nýrri tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ferjan sigli á háflóði til Landeyjahafnar, mánudag og þriðjudag samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09.30, 17:00 og 19:30. Brottför frá Landeyjahöfn […]
Löður opnar í Eyjum

Sextánda Löður stöðin var að opna, en sú er í Vestmannaeyjum. Stöðin er snertilaus og tekur einungis 7-8 mínútur að fara þar í gegn með bílinn. Að sögn Harðar Inga Þórbjörnssonar – sem unnið hefur að opnun stöðvarinnar – er mikil ánægja innan fyrirtækisins með að vera búin að opna stöðina í Eyjum. ,,Við erum […]
Sextíu saman komin að blóta þorra

„Það var hörkumæting á blótið í ár. Við vorum um sextíu saman komin, mættum klukkan sex og vorum að fram yfir klukkan níu. Mjög vel heppnað og afar þakklátir gestir sem kvöddust að teitinu loknu,“ segir Þór Vilhjálmsson um þorrablót Vinnslustöðvarinnar til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum sínum og mökum þeirra að kvöldi fimmtudagsins 8. febrúar. Borðin […]