Eldgosið sést vel frá Eyjum

Eldgos hófst upp úr klukkan 6 í morgun milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells á Reykjanesi. Eldgosið sést vel frá Vestmannaeyjum líkt og meðfylgjandi myndir bera með sér. Í tilkynningu Veðurstofunnar frá því snemma í morgun segir að klukkan 5:30 í morgun hafi hafist áköf smáskjálftavirkni norðaustan við Sýlingarfell. Um 30 mínútum síðar hófst eldgos á sömu […]
Framlengja farsælt samstarf

ÍBV-íþróttafélag og Íslandsbanki skrifuðu í dag undir samning um áframhaldandi samstarf. Nýr samningur er til þriggja ára eða til 2026. Í tilkynningu á vef ÍBV segir að Íslandsbanki hafi um árabil stutt myndarlega við bakið á ÍBV og á því verður engin breyting. Samstarf ÍBV og Íslandsbanka hefur verið farsælt og ánægjulegt um langt skeið […]
Um Heimaey á 200 sekúndum

Einmuna blíða og kuldi einkennir daginn í dag. Þá er upplagt að fara í ferðalag um Heimaey með Halldóri B. Halldórssyni. Meðal þess sem hann sýnir okkur nú er uppbygging bæði í botni Friðarhafnar sem og í Viðlagafjöru þar sem Laxey reisir laxeldi. En Halldór sýnir okkur fleira og er því sjón sögu ríkari. (meira…)
Fært fyrir Herjólf á háflóði

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á háflóði fimmtudag og föstudag skv. eftirfarandi áætlun. Fimmtudagur 8.febrúar 2024 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 14:30, 17:00(Áður ferð kl. 16:00). Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15 (Áður ferð kl. 10:45), 15:45, 20:15 (Áður ferð kl. 19:45). Föstudagur 9.febrúar 2024 Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 17:00 (Áður ferð kl.16:00), 19:30. Brottför frá […]
Leigflugið ehf. stækkar

Leigflugið ehf, Air Broker Iceland á ensku, hóf starfsemi í upphaf árs og ætlaði að taka fyrstu mánuðina í að koma sér á framfæri og kynna þjónustuna fyrir markaðnum. Það er óhætt að segja að startið sé framar björtustu vonum og hefur fyrirspurnum ringt inn, segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum félagsins. Félagið hefur nú þegar […]
Að vera kristin manneskja, hvað þýðir það?

Aglowfundur verður í kvöld, miðvikudagskvöldið 7. febrúar kl. 19.30 í safnaðarheimili Landakirkju. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir mun tala til viðstaddra og ætlar hún að fjalla um efnið hvað þýðir það að vera kristin manneskja. Í Postulasögunni 11.26 stendur ,,..Í Antíokkíu voru lærisveinarnir fyrst kallaðir kristnir.“ Sigrún Inga er trúföst Aglowkona og er í Aglow bænahópnum sem hittist vikulega. Sjöviknafastan hefst með öskudegi. Margir nota […]
ÍBV tekur á móti Gróttu

15. umferð Olís deildar karla hófst í gær með sigri Vals á Fram. Umferðin heldur áfram í kvöld er leiknir verða þrír leikir. Í Eyjum taka heimamenn á móti Gróttu. ÍBV fór illa að ráði sínu í síðustu umferð, þegar liðið tapaði gegn Haukum, en það sama gilti með Gróttu sem töpuðu á heimavelli gegn […]
Arnór íþróttamaður Vestmannaeyja

Arnór Viðarsson, handknattleiksmaður var í kvöld útnefndur íþróttamaður Vestmannaeyja árið 2023. Arnór, stóð sig frábærlega á árinu, var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði ÍBV. Hann sýndi ótrúlegan þroska í háspennu einvígi í úrslitum Íslandsmótsins. Arnór lék einnig stórt hlutverk með U-21 árs landsliði Íslands á HM en þeir enduðu í 3. sæti mótsins. Arnór er mögnuð fyrirmynd […]
Sjómenn og SFS semja

Skrifað var undir nýjan kjarasamning á milli Sjómannasambands Íslands (SSÍ) og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) í dag. Binditími samningsins er styttur úr 10 árum í 5 ár, en hægt verður að segja upp samningi með kosningu eftir 5 ár. Uppsagnarfrestur hans er 12 mánuðir. Ef samningi er ekki sagt upp eftir 5 ár er […]
Gamla myndin: Snorri Páll

Snorri Páll Snorrason er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1984, hann ólst upp á ósköp venjulegu heimili, Snorri faðir hans er vélstjóri og sjómaður og Helga móðir hans var verkakona og er núna húsmóðir. Snorri Páll óx upp eins og hver annar eyjapeyji, fór að vinna í fiski með skólanum en hann var mikið í tölvum sem […]