Gáfu bókina “Orð eru ævintýri”

Menntamálastofnun hefur gefið öllum börnum sem eru fædd 2018-2020 bókina “Orð eru ævintýri”. Í síðustu viku fengu börn í Vestmannaeyjum bókina að gjöf. Um er að ræða myndabók sem býður upp á tækifæri til að spjalla um orð daglegs lífs og efla orðaforða. Aftast í bókinni eru stuttar leiðbeiningar um notkun og hugmyndir að umræðuefnum. […]
Gul viðvörun: Talsverð eða mikil rigning

Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 1. febrúar kl. 22:00 og gildir til 2. feb. kl. 06:00. Talsverð eða mikil rigning og ört hækkandi hitastig. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka […]
Gera verulegar athugasemdir við efni bréfsins

Tjón á neysluvatnslögn var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í dag, en í gærkvöldi barst bæjaryfirvöldum bréf frá forstjóra HS Veitna þar sem fram kemur að HS Veitur óski eftir því að segja sig frá eignarhaldi og rekstri vatnsveitunnar í Eyjum. Bæjarráð ræddi bréfið og fól bæjarstjóra að senda forstjóra HS Veitna svar við […]
Seinni ferð Herjólfs aflýst

Ákveðið hefur verið að fella niður siglingar seinni part dagsins, 31. Janúar vegna veðurs, þ.e. frá Vestmannaeyjum kl 16:00 og frá Þorlákshöfn kl 19:45. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. með vonum við að farþegar sýni því skilning. Farþegar sem áttu bókað […]
Segir orkumálin í ólestri

Þingmaður okkar Eyjamanna, Framsóknarmaðurinn Jóhann Friðrik Friðriksson stendur í stafni orkufyrirtækisins HS Veitna, sem ítrekað hefur hækkað gjaldskránna á Vestmannaeyinga. Þar er Jóhann stjórnarformaður. Eigið fé HS Veitna var samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2022 rúmir 15 milljarðar. Ritstjóri Eyjar.net ræddi við Jóhann Friðrik um fyrirtækið og þær hækkanir á verðskrá fyrirtækisns á íbúa í Eyjum. […]
„Stór og góður þorskur“

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE lönduðu báðir fullfermi í Eyjum í gær. Rætt er við skipstjórana á vef Síldarvinnslunnar og voru þeir spurðir frétta af aflabrögðum og veðri. Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey, segir að túrinn hafi verið fínn fiskilega. „Það er hins vegar annað mál hvað veðrið varðar. Það var kolvitlaust veður […]
112 sjúkraflug á milli lands og Eyja í fyrra

Alls voru 902 sjúkraflug hjá Mýflugi í fyrra. Af þessum 902 sjúkarflugferðum voru farnar 95 á milli lands og Eyja. Að auki fór Landhelgisgæslan í 17 sjúkraflug frá Eyjum. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn Eyjar.net. Fram kemur í svarinu að Mýflug hafi farið 66 ferðir frá Vestmannaeyjum í fyrra og 29 […]
Breytt áætlun í Þorlákshöfn

Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að tekin hafi verið ákvörðun um að breyta siglingaáætlun Herjólfs þegar sigla þarf til Þorlákshafnar. Breytingin er til reynslu, hún tekur gildi 31.01.2024 og gildir til 01.04.2024. Áætlun er sem hér segir: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 16:00 (áður ferð kl. 17:00). Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og […]
Óska eftir að bærinn leysi til sín vatnsveituna

Líkt og greint var frá í morgun hafa HS Veitur óskað eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum. Í tilkynningu frá HS Veitum segir að mikilvægt sé að ráðist verði í viðgerð á vatnslögninni sem verði kostnaðarsöm en tekjur vatnsveitunnar munu ekki standa undir þeim kostnaði. Ekki liggur fyrir hvort bætur fáist […]
Vilja að bærinn borgi

HS Veitur hafa óskað eftir því að Vestmannaeyjabær leysi til sín vatnsveituna í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umfjöllun mbl.is í dag. Þar segir jafnframt í svari HS Veitna til Morgunblaðsins að Vestmannaeyjabær beri ábyrgð á lögninni og sé skylt að koma að greiðslu kostnaðar við viðgerðirnar. Þá ábyrgð hafi bærinn ekki axlað og vísað […]