Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa og Suðausturlandi.
Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, 1. febrúar kl. 22:00 og gildir til 2. feb. kl. 06:00.
Talsverð eða mikil rigning og ört hækkandi hitastig. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám.
Suðvestan 8-15 m/s seint í dag en 15-23 á suðvestanverðu landinu. Él víða um land en léttskýjað austanlands. Frost 0 til 8 stig, mildast við suðvesturströndina. Dregur úr vindi og éljum í kvöld.
Fer að hlýna seint í nótt, fyrst vestanlands.
Suðvestan 10-18 m/s á morgun, hvassast norðantil. Stöku skúrir eða él, en lengst af þurrt fyrir austan. Hiti 0 til 5 stig.
Um kvöldið snýst í austlæga átt með rigningu og snjókomu og hlýnar enn frekar. Mikil hálka getur myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám
Aðfaranótt föstudags verður suðlæg átt 13-20 og rigning, jafnvel talsverð eða mikil úrkoma sunnanlands. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Hiti 3 til 8 stig.
Svo snýst í suðvestan hvassviðri eða storm á föstudag með éljagangi og kólnandi veðri, frost 0 til 6 stig um kvöldið.
Spá gerð: 31.01.2024 15:37. Gildir til: 01.02.2024 00:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst