Stórskipakantur í Vestmannaeyjahöfn

vestmanaeyjahofn_24_hbh_fb

Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var tekin fyrir skýrsla sem Vegagerðin hefur unnið fyrir ráðið um hvar mögulegt er að byggja upp stórskipakant í Vestmannaeyjahöfn með tilliti til frátafa og kostnaðar, segir í grein frá Dóru Björk Gunnarsdóttur, hafnarstjóra á vefsíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar fer hún yfir mat á frátöfum og kostnaði við stórskipakant í […]

Fengu á þriðja hundrað fyrirspurna í fyrra

vestmannaeyjab_pappir

Fjallað var um fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar á síðasta fundi bæjarráðs. Í fundargerð ráðsins segir að fjöldi formlegra fyrirspurna á grundvelli upplýsingalaga til Vestmannaeyjabæjar, er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félaga í eigu þess, hafi verið 221 á árinu 2024. Þá er þess getið að allar fyrirspurnirnar að tveimur undanskildum hafi borist frá einum og […]

Ekki eining um hækkanir og breytingar á gjaldskrá

Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs og á móttökustöð var til umfjöllunar á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs. Fyrir fundinum lá tillaga að gjaldskrá frá Terra sem byggir á einingarverðum frá síðasta sorpútboði. Fram kemur í fundargerð að meirihluti ráðsins leggi áherslu á góða kynningu til íbúa og fyrirtækja um breytingu á gjöldum varðandi úrgang til losunar […]

Felldu tillögu um íbúakönnun

Eldfell Tms Lagf

Á síðasta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja var tekist á um gerð minnisvarða eða listaverks sem til stendur að setja við og upp á Eldfell. Þar var talsvert bókað um málið og ljóst að ekki eru allir á einu máli um málið. Minnihlutinn lagði til að vísa málinu til íbúakosningar/könnunar. Í bókun frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins segir „Áfram […]

Fleiri nýta sér frístundastyrki

Á fundi Fjölskyldu- og tómstundaráðs í síðasta mánuði fór Eyrún Haraldsdóttir verkefnastjóri æskulýðs- og tómstundamála  yfir nýtingu frístundastyrkjarins fyrir árið 2024. Alls eru 946 börn á aldrinum 2 til 18 ára sem eiga rétt á frístundastyrk. Alls voru greiddir út 1034 frístundastyrkir árið 2024 sem skiptust niður á 706 einstaklinga eða 74,6% barna. Það voru […]

Bar upp tillöguna til fá fram afstöðu allra bæjarfulltrúa

Hasteinsvollur 20250127 114329 (1)

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku kom fram tillaga frá Margréti Rós Ingólfsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins á þá leið að bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykki að veita ÍBV-íþróttafélagi styrk að upphæð 20 milljón króna til kaupa á hitalögnum til að leggja undir Hásteinsvöll. Bæjarstjóra yrði falið að gera verk- og samstarfssamning um verkið þar sem ábyrgð Vestmannaeyjabæjar […]

Hætta starfsemi gæsluvallar

Barn_leikskoli_IMG_1970_minni

Fræðsluráð Vestmannaeyja tók fyrir starfsemi gæsluvallarins. Fram kemur í fundargerð að málið hafi áður verið til umræðu vegna dræmar nýtingar. Síðustu ár hefur meðtaltal barna sem sótt hafa úrræðið fækkað verulega, eða frá 22 börnum að meðaltali árið 2018 í 7,5 börn að meðaltali síðasta sumar. Tilurð gæsluvalla sem sumarúrræði er barns síns tíma og […]

4,5 milljónum úthlutað til 14 verkefna

Img 3860

Síðastliðinn mánudag undirrituðu Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs og Hildur Rún Róbertsdóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs samninga við styrkþega um fjárstyrk vegna verkefna sem hlutu styrk í tengslum við „Viltu hafa áhrif?“ fyrir fyrri hluta næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar. Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í […]

Yfirfara stefnu í málefnum fjölmenningar

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja ræddi fjölmenningu í Vestmannaeyjum á fundi í síðustu viku. Fram kemur í fundargerð að framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og fjömenningarfulltrúi hafi farið yfir starfsemi fjölmenningarfulltrúa og stefnu Vestmannaeyjabæjar í málefnum fjölmenningar. Í afgreiðslu ráðsins segir að leiðarljós í stefnu Vestmannaeyjabæjar varðandi fjölmenningu hafi verið að íbúar sveitarfélagsins að erlendum uppruna verði […]

Bæjarstjórnarfundur í beinni

fundur_baejarstj_22

1611. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag, miðvikudag og hefst hann kl. 14:00. Meðal erinda sem á dagskrá eru er síðari umræða um fjárhagsáætlun næsta árs, umræða um samgöngumál. Þá á að ræða tjón á neysluvatnslögn. Horfa má á beint streymi frá fundinum hér að neðan. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202403122 – […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.