Glimmerjólakúlujól

Það getur verið flókið að vera 41 árs stelpukona, jólabarn, pakkasjúk og með vott af Pétur Pan ,,tendensum”. Ég elska jólin vandræðalega, eins og hefur komið fram, og finnst í rauninni að þau ættu að vera annað hvort lengri eða allavega tvisvar á ári.  Þegar ég viðra þessa skoðun mína segir mér eldra og fróðara(ok […]

Til hamingju með daginn Færeyingar

Færeyingar vígja nýju glæsilegu neðarsjávargöngin sín, Austureyjar- og Sandeyjagöngin í dag.  Í tilefni þess er kannski ástæða til þess að fara nokkrum orðum um munin á okkar og þeirra þjóðfélagi og jafnframt hvernig við höfum í gegnum tíðina getað leitað ráða hjá þessari úrræðagóðu þjóð sem allt virðist leika í höndunum á. Sá hlær best […]

Á að loka framtíðina inni?

Náttúruvernd er samofin þjóðarsálinni. Hún á sér uppsprettu og talsmenn í öllu litrófi stjórnmálanna. Sama má segja um loftslagsmálin. Stærsta framlag okkar til þeirra er orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum.  Atvinnuvegir og atvinnutækifæri komandi kynslóða munu byggja á þeim möguleikum sem felast í nýtingu orkunnar í landinu;  til að skapa hér fjölbreytt og vel launuð störf […]

Vöndum okkur í viðspyrnunni

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti í síðustu viku tillögu bæjarráðs um að setja á laggirnar viðspyrnusjóð fyrir fyrirtæki í Vestmannaeyjum vegna Covid 19. Sjóðurinn nýtur framlaga frá Vestmannaeyjabæ að upphæð allt að 5.000.000 kr. á árinu 2020, og er stofnaður til að bregðast við þeim óvæntu og sérstöku aðstæðum sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar. Hver rekstraraðili getur að […]

Covid19

Covid19 tröllríður öllum fjölmiðlum alla daga og sumum finnst kannski nóg um, en hér frá mér kemur smá reynslusaga, tillaga og skoðun. Í fyrstu bylgjunni sl. vetur vildi þannig til að mjög nánir ættingjar mínir, eldri borgarar, voru staddir á sólarströnd þegar allt fór á fleygi ferð. Ákveðið var að stytta ferðina og koma heim […]

Kjánahrollur

Líklega er leitun að meira taktleysi í tillöguflutningi í þinginu en finna má í þingsályktunartillögu 18 þingmanna um bjóða konum frá Evrópulöndum að ferðast til Íslands í fóstureyðingar.  Framsögumaður málsins er þingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir en með henni á þingsályktuninni eru allir þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Flóttamaður raunveruleikans Rósa Björk Brynjólfsdóttir gat valið sér […]

Minning: Kristinn Guðni Ragnarsson

Æviágrip.  Kristinn Guðni Ragnarsson pípulagningameistari fæddist í Vestmannaeyjum 08. desember 1962. Hann lést á heimili sínu 25. október 2020. Foreldrar hans voru Ragnar Guðnason sjómaður frá Steini f. 07. janúar 1942 í Vestmannaeyjum og Ásta Kristinsdóttir f. 08. ágúst 1942 frá Skjaldbreið í Vestmannaeyjum. Kristinn Guðni átti eina systir, Guðrún Bjarný f. 06. október 1959 […]

Ég lifi ekki á þakklætinu einu saman

Ég er verulega hugsi og búin að vera lengi. Ég er hluti af svokallaðri framvarðarsveit, er í framlínustarfi sem leikskólakennari, kenni yngstu nemendunum í skólakerfinu.  Ég elska að vera leikskólakennari, hef elskað það frá fyrsta degi og er bara nokkuð góð í því…..þó ég segi sjálf frá. Nú erum við í þriðju bylgju Covid, afar […]

Eigum við gott skilið?

Ég á það til að stinga niður penna og láta hugleiðingar mínar í ljós. Oftast eru það hugleiðingar sem tengjast samgöngumálum okkar í eyjum og snerta veskið mitt, enda starfa ég við ferðaþjónustu. Nýr kafli var skrifaður í samgöngumálum okkar eyjamanna í síðustu viku þegar bæjarstjórn Vestmannaeyja skrifaði undir samning þess efnis að Icelandair hefði […]

Sjósund

Ég sé á fésbókinni hjá mér að hópur Eyjamanna er farinn að stunda sjósund suður í Klauf og ég sé að á minnsta kosti einum stað er minnst á að gott væri að hafa heitann pott á svæðinu. En einmitt þetta er umræða sem ég tók upp á fundi Umhverfis og skipulagsráðs á síðasta kjörtímabili, […]