Glimmerjólakúlujól

Það getur verið flókið að vera 41 árs stelpukona, jólabarn, pakkasjúk og með vott af Pétur Pan ,,tendensum”. Ég elska jólin vandræðalega, eins og hefur komið fram, og finnst í rauninni að þau ættu að vera annað hvort lengri eða allavega tvisvar á ári.  Þegar ég viðra þessa skoðun mína segir mér eldra og fróðara(ok […]

Til hamingju með daginn Færeyingar

Færeyingar vígja nýju glæsilegu neðarsjávargöngin sín, Austureyjar- og Sandeyjagöngin í dag.  Í tilefni þess er kannski ástæða til þess að fara nokkrum orðum um munin á okkar og þeirra þjóðfélagi og jafnframt hvernig við höfum í gegnum tíðina getað leitað ráða hjá þessari úrræðagóðu þjóð sem allt virðist leika í höndunum á. Sá hlær best […]

Á að loka framtíðina inni?

Náttúruvernd er samofin þjóðarsálinni. Hún á sér uppsprettu og talsmenn í öllu litrófi stjórnmálanna. Sama má segja um loftslagsmálin. Stærsta framlag okkar til þeirra er orkuframleiðsla með endurnýjanlegum orkugjöfum.  Atvinnuvegir og atvinnutækifæri komandi kynslóða munu byggja á þeim möguleikum sem felast í nýtingu orkunnar í landinu;  til að skapa hér fjölbreytt og vel launuð störf […]

Vöndum okkur í viðspyrnunni

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti í síðustu viku tillögu bæjarráðs um að setja á laggirnar viðspyrnusjóð fyrir fyrirtæki í Vestmannaeyjum vegna Covid 19. Sjóðurinn nýtur framlaga frá Vestmannaeyjabæ að upphæð allt að 5.000.000 kr. á árinu 2020, og er stofnaður til að bregðast við þeim óvæntu og sérstöku aðstæðum sem skapast hafa vegna heimsfaraldurs Covid-19 veirunnar. Hver rekstraraðili getur að […]

Covid19

Covid19 tröllríður öllum fjölmiðlum alla daga og sumum finnst kannski nóg um, en hér frá mér kemur smá reynslusaga, tillaga og skoðun. Í fyrstu bylgjunni sl. vetur vildi þannig til að mjög nánir ættingjar mínir, eldri borgarar, voru staddir á sólarströnd þegar allt fór á fleygi ferð. Ákveðið var að stytta ferðina og koma heim […]

Kjánahrollur

Líklega er leitun að meira taktleysi í tillöguflutningi í þinginu en finna má í þingsályktunartillögu 18 þingmanna um bjóða konum frá Evrópulöndum að ferðast til Íslands í fóstureyðingar.  Framsögumaður málsins er þingmaðurinn Rósa Björk Brynjólfsdóttir en með henni á þingsályktuninni eru allir þingmenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Flóttamaður raunveruleikans Rósa Björk Brynjólfsdóttir gat valið sér […]

Minning: Kristinn Guðni Ragnarsson

Æviágrip.  Kristinn Guðni Ragnarsson pípulagningameistari fæddist í Vestmannaeyjum 08. desember 1962. Hann lést á heimili sínu 25. október 2020. Foreldrar hans voru Ragnar Guðnason sjómaður frá Steini f. 07. janúar 1942 í Vestmannaeyjum og Ásta Kristinsdóttir f. 08. ágúst 1942 frá Skjaldbreið í Vestmannaeyjum. Kristinn Guðni átti eina systir, Guðrún Bjarný f. 06. október 1959 […]

Ég lifi ekki á þakklætinu einu saman

Ég er verulega hugsi og búin að vera lengi. Ég er hluti af svokallaðri framvarðarsveit, er í framlínustarfi sem leikskólakennari, kenni yngstu nemendunum í skólakerfinu.  Ég elska að vera leikskólakennari, hef elskað það frá fyrsta degi og er bara nokkuð góð í því…..þó ég segi sjálf frá. Nú erum við í þriðju bylgju Covid, afar […]

Eigum við gott skilið?

Ég á það til að stinga niður penna og láta hugleiðingar mínar í ljós. Oftast eru það hugleiðingar sem tengjast samgöngumálum okkar í eyjum og snerta veskið mitt, enda starfa ég við ferðaþjónustu. Nýr kafli var skrifaður í samgöngumálum okkar eyjamanna í síðustu viku þegar bæjarstjórn Vestmannaeyja skrifaði undir samning þess efnis að Icelandair hefði […]

Sjósund

Ég sé á fésbókinni hjá mér að hópur Eyjamanna er farinn að stunda sjósund suður í Klauf og ég sé að á minnsta kosti einum stað er minnst á að gott væri að hafa heitann pott á svæðinu. En einmitt þetta er umræða sem ég tók upp á fundi Umhverfis og skipulagsráðs á síðasta kjörtímabili, […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.