Jóna Heiða sýnir í Einarsstofu

„Ljósmyndun er eitt af því sem ég nota í myndlistinni. Ég er að skrá það sem ég er að skoða og rannsaka úti í náttúrunni. Flóruna okkar, dýralífið og svo alla þessa heillandi náttúru sem umlykur okkur hér í Vestmannaeyjum,“ segir Jóna Heiða Sigurlásdóttir, myndlistarkona og kennari sem sýnir ljósmyndir sínar í Einarsstofu klukkan 13.00 […]

Guðmundur Gísla og Pétur Steingríms sýna í Einarsstofu

Nú er komið að sjöundu sýningunni í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt og nú geysast fram á völlinn þeir Pétur Steingrímsson og Guðmundur Gíslason. Báðir hafa þeir tekið myndir lengi og fáum við að sjá árangurinn í Einarsstofu klukkan 13.00 á laugardaginn. Pétur man fyrst eftir sér með myndavél í Douglas Dakota flugvél, Þristi […]

Þarf stundum að hafa fyrir hlutunum í ljósmyndun

Hann lét ekki mikið fara fyrir sér á Hásteinsvelli þegar hann byrjaði að taka myndir af meistaraflokki kvenna ÍBV í leik. En engan skal vanmeta. Okkar maður var vel tækjum búinn og einbeittur í því sem hann var að gera.  Seinna þegar myndir hans komu fyrir augu almennings á fésbókinni sást að þar var enginn […]

Bjarni og feðgarnir Hörður og Friðrik sýna í Einarsstofu

Það var vel mætt á sýningu Sifjar Sigtryggsdóttur og Adda í London í Einarsstofu á laugardaginn sem var sú fimmta í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt.  Og áfram er haldið og á morgun sýna Bjarni Sigurðsson, sem stýrir eldhúsinu á Sjúkrahúsinu og Friðrik Harðarson með eigin myndir og myndir sem faðir hans, Hörður Sigurgeirsson, […]

Kokkurinn á bak við myndavélina

Bjarni Sigurðsson sýnir ljósmyndir á sjöttu sýningunni í sýningarröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt í Einarsstofu á laugardaginn kl. 13.00.  Bjarni byrjaði snemma að taka myndir og þegar leiðin lá til Eyja heillaðist hann af þeirri veislu sem Vestmannaeyjar eru fyrir auga og ljósop. Hann tók því fagnandi og hefur verið duglegur að munda myndavélina […]

Ég mótmæli

Í ágætri grein eftir Sæþór Vídó í Eyjafréttum um flug í 100 ár kemur fyrir atriði sem ég er ekki sammála og vil nota tækifærið og koma því á framfæri. Þú segir að með aukinni ferðatíðni Herjólfs hafi flugfélagið Ernir þurft að fækka áætlunarferðum. Þér dettur ekki í hug að benda á það að undanfarna […]

Addi í London og Sif í Geisla sýna í Einarsstofu á morgun

Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt heldur áfram. Á morgun, laugardag, 5. október kl. 13.00 mæta Addi í London og Sif í Geisla í Einarsstofu. Addi í London hefur lengi verið með myndavélina á lofti og myndað viðburði, það sem er að gerast í atvinnulífinu, íþróttum og þjóðhátíð. Þá á hann einstakar fuglamyndir þar sem lundinn er […]

Góð mynd fær mann til að gleyma kulda og streði

Ísleifur Arnar Vignisson, Addi í London er ekki maður einhamur, hvort sem er í vinnunni eða þegar hann mætir með myndavélina, á einstaka viðburði eða til að fanga það fallega í náttúrunni og fuglalífinu þar sem lundinn er í sérstöku uppáhaldi.  Hann byrjaði ungur að vinna í fiski og það  hefur hann gert alla tíð, […]

Vestmannaeyjar í öllum sínum margbreytileika

Þriðja dagskráin af fyrirhuguðum þrettán undir heitinu Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt heldur áfram þriðja laugardaginn í röð. Að þessu sinni sýna þrjár konur sem allar eru þekktar sem ljósmyndarar til margra ára eða fremur áratuga, þær Laufey Konný Guðjónsdóttir, Ruth Zohlen og Sigríður Högnadóttir. Myndefnið er Vestmannaeyjar í öllum sínum margbreytileika og það er […]

Lundasumarið 2019

Lundaballið er um helgina og því rétt að gera upp lundasumarið 2019. Þegar þetta er skrifað er pysjufjöldinn hjá Pysjueftirlitinu að detta í 8000, sem þýðir að miðað við alla þá sem ég hef séð fara með Herjólfi að morgni til með fulla kassa af pysjum án þess að fara með í vigtun, að heildartalan […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.