Lokadagur Goslokahátiðar í dag
Í dag er lokadagur Goslokahátíðar. Dagskráin hefst á göngumessu. Því næst er barnaefni og erindi í Sagnheimum. Lokahnykkurinn er svo í kvöld þegar Mugison heldur tónleika. Þá ber að nefna að flestar þær sýningar sem opnuðu á fimmtudag eru einnig opnar í dag. Dagskrá dagsins lítur svona út: Sunnudagur 7. júlí Kl. 11:00-13:00 Göngumessa frá Landakirkju […]
Eyjahjartað slær enn
Fátt hefur gert betur að efla tengsl okkar sem hér búum og brottfluttra Eyjamanna en Eyjahjartað. Þar er spilað á allan tilfinningaskalann og oft mikið hlegið. Og nú er haldið áfram og verður hist í Einarsstofu í dag, laugardag. Allt hófst þetta með Götunni minni, þar sem fólk úr gamla austurbænum kom saman á Goslokahátíð […]
Goslokahátíðin sett í blíðskaparveðri
Í gær var Goslokahátíðin formlega sett í blíðskaparveðri á Skansinum. Dagskráin hófst með sýningu fyrir yngstu kynslóðina og í framhaldi af henni hófst afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- sveitastjórnarráðherra, Eliza Reid forsetafrú, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Arnar Sigurmundsson f.h. afmælisnefndar og Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur, ávörpuðu viðstadda. Þá léku Lúðrasveit […]
Laufey kynnir bókina sína í Sagnheimum
Milli klukkan 15:00 og 16:00 í dag, laugardag kynnir Laufey Jörgensdóttir bók sína, Undurfagra ævintýr, þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja 1933-2019 í þjóðhátíðartjaldinu í Sagnheimum. Það eru Sögur útgáfa sem gefa bókina út og mun fulltrúi frá þeim vera með Laufeyju á staðnum og bjóða þau upp á þjóðhátíðarstemningu og léttar veitingar. Bókin kemur út fyrir næstu Þjóðhátíð. Dýrmæt […]
Myndir, músík og mosaík hjá Helgu og Arnóri

Sæmdarhjónin og listafólkið Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson slá upp menningarhátíð heima hjá sér að Vestmannabraut 69 í dag, laugardag frá klukkan 13.00 til 18.00. Litlu listahátíðina kalla þau Myndir, músík og mosaík sem haldin verður í garðinum hjá Helgu og Arnóri. Þar sýna þrír myndlistamenn, Arnór, Helga og Hermann Ingi Hermannsson. Tónlistarfólkið sem kemur […]
Gakktí Bæinn – Arkitektúr og byggingarsagan fyrir gos
Gakktí Bæinn er grafísk sögusýning sem fjallar um uppbyggingu og arkitektúr í Vestmannaeyjum fyrir Heimaeyjargosið 1973. Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli sveitarfélagsins verður sýning á einföldum húsateikningum í grafískum stíl í Fiskiðjuhúsinu að Ægisgötu 2, laugardag og sunnudag sjötta til sjöunda júlí frá 13.00 til 17.00. Sýningin er jafnframt hugsuð sem umræðuvettvangur „Sýningin verður […]
Goslokahátíð: Dagskrá laugardags

Áfram heldur dagskrá Goslokahátíðar í dag, laugardag. Meðal efnis á dagskránni í dag er ferð á Heimaklett, sögusýning, Eyjahjartað, sundlaugardiskó með Ingó Veðurguði, Eyjalög og sing-along í krónum í Skvísusundi, svo fátt eitt sé nefnt. Dagskrá dagsins lítur annars svona út: Laugardagur 6. júlí Kl. 08:30- Golfvöllurinn – Volcano open (fyrri ráshópur kl. 08:30, seinni kl. 13:30). Kl. 11:00-13:00 […]
Fjörugur föstudagur í Eyjum

Fjör dagsins hófst á golfvellinum klukkan 10.00 í morgun þegar ræst var út í Volcano Open golfmótinu. Milli klukkan klukkan 16.30 til 17.15 verður 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar á Skanssvæðinu með stuttum ávörpum og tónlist. Frá klukkan 13.00 til 15.00 verður opið hús í Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð. Handverk og kerti til […]
Glæsilegir afmælistónleikar í Íþróttamiðstöðinni
Það er ekkert til sparað á stórtónleikunum í Íþróttamiðstöðinni klukkan 18.00 og 21.00 í kvöld, föstudagskvöld. Þeir eru haldnir í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannabæjar og verða hinir glæsilegustu. Ekki eru til miðar á seinni tónleikana, klukkan 21.00 en nokkrir miðar eru til á þá fyrri sem byrjar klukkan 18.00. Hægt er að nálgast […]
Veituhúsið á Skansinum – Listasýning og gjörningur við opnun
„Ég er svo heppin að hafa „farið í sveit“ á sumrin til Þóru og Júlla frænda á Heiðaveginum og síðar Þóru systir og Óla til Vestmannaeyja sem krakki og unglingur,“ segir Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir. Hún ásamt Sung Beag opnar listasýninguna Náttúru hamfarir /náttúrulegar hamfarir í Veituhúsinu á Skansinum kl. 17.15 í dag, föstudag. Um leið verður […]