Lokadagur Goslokahátiðar í dag

Í dag er lokadagur Goslokahátíðar. Dagskráin hefst á göngumessu. Því næst er barnaefni og erindi í Sagnheimum. Lokahnykkurinn er svo í kvöld þegar Mugison heldur tónleika. Þá ber að nefna að flestar þær sýningar sem opnuðu á fimmtudag eru einnig opnar í dag. Dagskrá dagsins lítur svona út: Sunnudagur 7. júlí Kl. 11:00-13:00         Göngumessa frá Landakirkju […]

Eyjahjartað slær enn

Fátt hefur gert betur að efla tengsl okkar sem hér búum og brottfluttra Eyjamanna en Eyjahjartað. Þar er spilað á allan tilfinningaskalann og oft mikið hlegið. Og nú er haldið áfram og verður hist í Einarsstofu í dag, laugardag. Allt hófst þetta með Götunni minni, þar sem fólk úr gamla austurbænum kom saman á Goslokahátíð […]

Goslokahátíðin sett í blíðskaparveðri

Í gær var Goslokahátíðin formlega sett í blíðskaparveðri á Skansinum. Dagskráin hófst með sýningu fyrir yngstu kynslóðina og í framhaldi af henni hófst afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsáðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- sveitastjórnarráðherra, Eliza Reid forsetafrú, Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, Arnar Sigurmundsson f.h. afmælisnefndar og Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur, ávörpuðu viðstadda. Þá léku Lúðrasveit […]

Laufey kynnir bókina sína í Sagnheimum

Milli klukkan 15:00 og 16:00 í dag, laugardag kynnir Laufey Jörgensdóttir bók sína, Undurfagra ævintýr, þjóðhátíðarlög Vestmannaeyja 1933-2019 í þjóðhátíðartjaldinu í Sagnheimum.  Það eru Sögur útgáfa sem gefa bókina út og mun fulltrúi frá þeim vera með Laufeyju á staðnum og bjóða þau upp á þjóðhátíðarstemningu og léttar veitingar. Bókin kemur út fyrir næstu Þjóðhátíð. Dýrmæt […]

Myndir, músík og mosaík hjá Helgu og Arnóri

Sæmdarhjónin og listafólkið Helga Jónsdóttir og Arnór Hermannsson slá upp menningarhátíð heima hjá sér að Vestmannabraut 69 í dag, laugardag frá klukkan 13.00 til 18.00. Litlu listahátíðina kalla þau Myndir, músík og mosaík sem haldin verður í garðinum hjá Helgu og Arnóri. Þar sýna þrír myndlistamenn, Arnór, Helga og Hermann Ingi Hermannsson. Tónlistarfólkið sem kemur […]

Gakktí Bæinn – Arkitektúr og byggingarsagan fyrir gos

Gakktí Bæinn er grafísk sögusýning sem fjallar um uppbyggingu og arkitektúr í Vestmannaeyjum fyrir Heimaeyjargosið 1973.  Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli sveitarfélagsins verður sýning á einföldum húsateikningum í grafískum stíl í Fiskiðjuhúsinu að Ægisgötu 2, laugardag og sunnudag sjötta til sjöunda júlí frá 13.00 til 17.00. Sýningin er jafnframt hugsuð sem umræðuvettvangur „Sýningin verður […]

Goslokahátíð: Dagskrá laugardags

Áfram heldur dagskrá Goslokahátíðar í dag, laugardag. Meðal efnis á dagskránni í dag er ferð á Heimaklett, sögusýning, Eyjahjartað, sundlaugardiskó með Ingó Veðurguði, Eyjalög og sing-along í krónum í Skvísusundi, svo fátt eitt sé nefnt. Dagskrá dagsins lítur annars svona út: Laugardagur 6. júlí Kl. 08:30-                  Golfvöllurinn – Volcano open (fyrri ráshópur kl. 08:30, seinni kl. 13:30). Kl. 11:00-13:00         […]

Fjörugur föstudagur í Eyjum

Fjör dagsins hófst á golfvellinum klukkan 10.00 í morgun þegar ræst var út í Volcano Open golfmótinu. Milli klukkan klukkan 16.30 til 17.15 verður 100 ára afmælishátíð Vestmannaeyjabæjar og setning Goslokahátíðar á Skanssvæðinu með stuttum ávörpum og tónlist. Frá klukkan 13.00 til 15.00 verður opið hús í Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð. Handverk og kerti til […]

Glæsilegir afmælistónleikar í Íþróttamiðstöðinni

Það er ekkert til sparað á stórtónleikunum í Íþróttamiðstöðinni klukkan 18.00 og 21.00 í kvöld, föstudagskvöld. Þeir eru haldnir í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannabæjar og verða hinir glæsilegustu.  Ekki eru til miðar á seinni tónleikana, klukkan 21.00 en nokkrir miðar eru til á þá fyrri sem byrjar klukkan 18.00. Hægt er að nálgast […]

Veituhúsið á Skansinum – Listasýning og gjörningur við opnun

„Ég er svo heppin að hafa „farið í sveit“ á sumrin til Þóru og Júlla frænda á Heiðaveginum og síðar Þóru systir og Óla til Vestmannaeyja sem krakki og unglingur,“ segir Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir. Hún ásamt Sung Beag opnar listasýninguna Náttúru hamfarir /náttúrulegar hamfarir í Veituhúsinu á Skansinum kl. 17.15 í dag, föstudag. Um leið verður […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.