Finnur með 75 verk á 75 ára afmælinu

Sigurfinnur Sigurfinnsson, myndlistarmaður og kennari verður með sýningu á verkum sínum í Akóges um Goslokahelgina. Hann fagnaði nýlega 75 ára afmæli og ákvað með góðum fyrirvara að fagna tímamótunum með 75 verka sýningu.  Það gengur eftir en ekki leit vel út um tíma, hann fékk alvarlegt hjartaáfall en það frekar hvatti hann en latti til […]

Tolli sýnir í flugstöðinni

Á morgun, fimmtudag verður opnuð sýning á nýjum olíumálverkum eftir Tolla á Vestmannaeyjaflugvelli. Sýningin er samvinnuverkefni Isavia, rekstraraðila flugvallarins, og Tolla.  Sýningin hefur ferðast um landið síðan fyrsta sýningin var opnuð í flugstöðinni á Egilsstöðum í september í fyrra. Auk Egilsstaða og nú Vestmannaeyja hefur Tolli boðið upp á samskonar sýningar í flugstöðvunum á Akureyri og Ísafirði. […]

Umbrotatímar með Svabba Steingríms í Svölukoti

Svavar Steingrímsson, pípulagningameistari, lífskúnstner með meiru verður með athyglisverða sýningu í Svölukoti við Strandveg um goslokahelgina. Sýningin verður opnuð klukkan 18.00 á fimmtudaginn og kallast Umbrotatímar með Svabba Steingríms sem eru ljósmyndir sem Svavar tók í gosinu 1973. Sindri Ólafsson, dóttursonur Svavars valdi myndirnar í samráði við afa sinn og vann þær undir prentun. „Í […]

Einlæg stund með GÓSS í Alþýðuhúsinu

Hljómsveitin GÓSS sem þau Sigurður Guðmundsson, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar skipa heldur tónleika í Alþýðuhúsinu, á morgun, fimmtudaginn 4. júlí.  „GÓSS hefur hlotið einróma lof fyrir tónleika sína um land allt undanfarin ár og heldur núna sína fyrstu tónleika í Vestmannaeyjum,“ segir á vef Alþýðuhússins. Þar kemur fram að tónleikadagskráin verður samansett af ýmsum […]

Goslokaútvarpið í loftið á morgun

Útsendingar hefjast hjá Goslokaútvarpinu á morgun, fimmtudag. Þú getur hlustað  hér í spilaranum hér fyrir neðan á síðunni eða í gegnum “Spilarinn”.  Hægt er að hlusta á “Spilarann” í nánast hvaða snjalltæki sem er. Á spilarinn.is eða sótt smáforritið “Spilarinn” í annað hvort “App Store” eða “Play Store”. Einnig er útsendingin aðgengileg í Eyjum á FM 104,7. Nánari upplýsingar […]

Stórtónleikar undirbúnir

Á föstudaginn næstkomandi verða haldnir sannkallaðir stórtónleikar í Íþróttamiðstöðinni. En tónleikarnir eru liður í dagskrá Goslokahátíðar sem og 100 ára afmælis Vestmannaeyjakaupstaðar. Fram koma á tónleikunum Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Úrvals hljóðfæraleikarar undir stjórn Jóns Ólafssonar. Fjölbreyttur lagalisti […]

Blátindur snurfusaður fyrir Goslokahátíðina

Í dag var unnið að því að rétta af M/B Blátind úti á Skansi, en báturinn fór af stað úr sætinu sem steypt var undir hann síðastliðinn vetur. Þá er búið að mála Blátind og lagfæra.  Setning Goslokahátíðar verður haldin á Skansinum á föstudaginn, auk þess sem hluti af barnadagskránni verður á svæðinu. Ljósmyndari Eyjar.net smellti nokkrum […]

Viðbótarmiðar á seinni tónleikana

Áhugi á stórtónleikunum í boði Vestmannaeyjabæjar á föstudagskvöldið hefur farið fram úr björtustu vonum. Sérstaklega á tónleikana kl. 21.00 og er svo komið að allir miðar sem farnir voru í dreifingu eru búnir þrátt fyrir að bætt hafi verið við miðum.  Vegna ásóknar hefur afmælisnefndin ákveðið að setja alla miðana á seinni tónleikana í dreifingu. […]

Stórtónleikar á föstudaginn

Á föstudaginn verða haldnir stórtónleikar í Íþróttamiðstöðinni í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar.  Tónleikarnir eru hinir glæsilegustu þar sem fram koma Björgvin Halldórsson, Ragnhildur Gísladóttir, Júníus Meyvant, Sverrir Bergman, Halldór Gunnar Pálsson, Silja Elsabet Brynjarsdóttir, strengjasveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Lúðrasveit Vestmannaeyja og Karlakór Vestmannaeyja. Úrvals hljóðfæraleikarar undir stjórn Jóns Ólafssonar. Fjölbreyttur lagalisti þar sem Goslokalagið […]

Dagskrá Goslokahátíðar

Á fimmtudaginn næstkomandi hefst Goslokahátíðin á 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Dagskrá hátíðarinnar er glæsileg og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  Goslokahátíð 2019 – Dagskrá Fimmtudagur 4. júlí Kl. 16:00 Flugstöð: Tolli Morthens opnar myndlistarsýningu. Kl. 17:00 Akóges: Sigurfinnur Sigurfinnsson opnar myndlistarsýninguna „Sigurfinnur 75 ára, 75 myndir“. Tónlistaratriði Sveinbjörns Grétarssonar úr Greifunum. Kl. 17:30 […]