Listamaður með malbikseitrun

Eftir Ásmund Friðriksson. Jón Óskar Hafsteinsson listamaður fór mikinn í færslu á fésbókarsíðu sinni og sakar mig um að fara gegn „veikburða ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum.“ En það komst í fréttirnar að ég ætlaði að láta gamlan draum um persónulega leiðsöguþjónustu rætast á komandi sumri.  Jón Óskar opnaði leið fyrir skítkast í minn garð, viðbjóðslegar ávirðingar […]

Spá mín rættist – ófremdarástand í útlendingamálum

asm_fr_ads_23_cr

Árum saman hef ég varað við því hvert stefnir í málefnum hælisleitenda. Ég hef ekki verið hræddur við að ræða þau vandamál sem fylgja of stórum hópi hælisleitenda en hlotið bágt fyrir hjá þingmönnum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata hvers þingmenn telja ekki nóg að gert í móttöku flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Úr ranni […]

Gleðilegt lundasumar 2023

lundi_2017-2.jpg

– Eftir Georg Eið Arnarson Lundinn settist upp í Eyjum í gær, 14. apríl, sem er svona í fyrra lagi en samt ekki, því ég hef einhvern tímann séð hann setjast upp 13. apríl, en yfirleitt er þetta á tímabilinu 13.-20. apríl. Reyndar fréttist af lunda á brúnum Dyrhólaeyjar fyrir ca. 3 dögum síðan og […]

Saga trillukarlsins (fimmti og síðasti hluti)

georg_trilla_opf.jpg

Georg Eiður Arnarson skrifar: Eftir að ég hafði selt allt vorið 2018, þá get ég vissulega ekki neitað því að þá um sumarið sagðist ég vera hættur. Ég átti reyndar litla tuðru sem ég fór nokkrum sinnum á í sjóstöng, en það er erfitt, sérstaklega þegar einhver sjór er, svo ég fór að velta því […]

The volcano: Rescue from Whakaari

Vestmannaeyjar-13.jpg

– Eftir Georg Eið Arnarson Eða Hvítu eyju, var vinsælasta Netflix myndin um síðustu jól, en myndin fjallar um eina virkustu sprengigoseyju í heiminum og samt þá staðreynd að þangað voru túristaferðir daglega fram að 9. des. 2019, en þá gerðist það að gígurinn á eyjunni sprengir. Þó að þetta standi aðeins yfir í ca. […]

Upphafið hefði getað verið “kaos”!

Eldgosid_hofnin.jpg

– Páll Scheving Ingvarsson skrifar: Ég þreytist ekki á því að minnast á það hversu þakklát við getum verið fyrir tímasetninguna á upphafi eldgossins 1973. Nú þegar 50 ár eru liðin frá þeim tímapunkti á það ennþá vel við. Við vorum heppin að eldsumbrotin hófust klukkan 2 um nótt. Það þýddi að fjölskyldur voru saman, […]

Nóttin

gosmynd_220118_sigva_mynd_sigurg_j-3.jpg

– Eftir Alfreð Alfreðsson Mánudagurinn 22. janúar 1973 var svo sem ekkert ósvipaður öðrum dögum nema, það var skítaveður og allir bátar í höfn sökum veðurs. Reyndar fundust jarðskjálftakippir öðru hvoru mér til mikillar armmæðu, því nálin á plötuspilaranum var frekar viðkvæm og margt leiðinlegra en að hlusta á Mick Jagger hlaupa frá Borwn Sugar […]

Saga trillukarlsins (fjórði hluti)

georg_eidur_ads_op-1.jpg

Eftir Georg Eið Arnarson Til þess að fjármagna kaupin á Óla Gísla, seinna meir Blíða VE 263, en er núna Hjalti einhverstaðar við Skagafjörð, þá fór ég niður í Sparisjóð og ræddi við einn af aðstoðarmönnum bankastjórans þá. Ég hafði brennt mig illilega á þessum íslensku lánum með tilheyrandi vöxtum. Ég hafði þá þegar heyrt […]

Áramót 2022/23

Eftir Georg Eið Arnarsson Ansi viðburðarríkt ár að baki hjá mér og margir stórir atburðir, en um mánaðamótin mars/apríl tók ég sæti á Alþingi íslendinga í fyrsta skipti og leysti þar af í viku fyrir Flokk fólksins. Sat 4 virka þingdaga og hélt 7 ræður á þeim tíma. Ekki ætla ég að leggja dóm á […]

Saga trillukarlsins (þriðji hluti)

Eftir Georg Eið Arnarson Ákvörðun Árna Mathiessen árið ´99 um að afnema þorskaflahámarkskerfið og setja allt í kvóta á smábáta hafði víðtækar og skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Fyrir mig, þá ákvað ég að taka þetta fyrsta ár eftir kvótasetningu og sjá svo til, en strax um haustið sá ég […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.