Kvikmyndahátíðin hefst í dag

Það er víða leitað fanga á kvikmyndahátíð sem Vestmannaeyjabær stendur fyrir dagana áttunda til tólfta maí nk. Hátíðin verður sett með móttöku í Kviku kl. 17.OO í dag, miðvikudag og stuttmyndum af Vestmannaeyjum frá upphafi síðustu aldar þegar Vestmannaeyjabær sem við þekkjum í dag er að verða til. Það er víða leitað fanga á kvikmyndahátíð […]
Guðný Helga opnar sýninguna „Inni að lita-leikur með liti”
Guðný Helga Guðmundsdóttir sem borin er og barnfædd Eyjamaður heldur sýningu á verkum sínum í Einarsstofu. Guðný Helga er fædd og uppalin á Blómsturvöllum að Faxastíg 27. Foreldrar hennar voru Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur Kristjánsson, oft kenndur við Hvanneyri. Guðný er í áhöfn VE1953. „Ég hef tekið námskeið í myndlist og lengi verið að mála […]
Fjölbreytt kvikmyndahátíð í Bíóinu í Kviku – menningarhúsi

Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar er eyjaskeggjum og gestum boðið á kvikmyndahátíð. Um er að ræða myndbrot, kvikmyndir og heimildarmyndir um eða tengdar Vestmannaeyjum, en jafnframt er boðið til frumsýningar á nýrri íslenskri kvikmynd. Myndirnar sem í boði verða: Miðvikudaginn 8. mai 2019, kl. 17:30 Vestmannaeyjabær að fæðast (lifandi myndir frá fyrri hluta […]
Gleðilegt sumar

Lundinn settist upp 14. apríl í ár og þar með komið sumar hjá mér þó að veðrið sé nú ekki beint sumarlegt. Þetta er reyndar í fyrra lagi miðað við síðustu ár, en ég hef a.m.k. einu sinni séð hann setjast upp þann 13. en vonandi er þetta ávísun á gott sumar og eins og […]
Vestmannaeyjar 100 ára

Það á að vera takmark okkar Eyjamanna allra að minnast 100 ára afmælis Vestmannaeyja með veglegum hætti. Starfandi er afmælisnefnd á vegum bæjarins sem skipulagt hefur dagskrána í stærstum dráttum en svo eru að detta inn viðburðir sem á einn eða annan hátt tengjast afmælisárinu. Dagskráin hófst strax á nýársdag með sýningu á safni Kjarvalsmynda […]
Gíslataka

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég yrði gísl. Að einhverjir sperðlar gerðu líf mitt að sinni féþúfu og ég kæmist ekki spönn frá rassi án þess að fyrir mig yrði greitt lausnargjald. Í Póllandi liggur ferja við festar, ferjan sem á að flytja mig þennan litla spöl upp í Landeyjar, spöl sem Landeyingar […]
Dagskráin heldur áfram

Dagskrá vegna 100 ára afmælis Vestmannaeyja heldur áfram og nú stendur yfir sýning á verkum Jóhanns Jónssonar, Jóa listó í Einarsstofu. Svo tekur við hver viðburðurinn af öðrum. Næst er það Kvikmyndahátíð í byrjun maí en hápunkturinn er fimmta júlí. Þá mun afmælisnefnd í samstarfi við Goslokanefnd efna til mikillar veislu í tali og tónum. […]
Karlar á Listasafni Vestmannaeyja

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 10 sýninga á listaverkum eftir Eyjamenn og – konur á árinu. Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listvinir eru. Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Listasafns Vestmannaeyja sem geymir yfir 700 listaverk. Að þessu sinni sýnum […]
Loðnubrestur og gjaldþrot WOW skekja landið

Það skiptast á skin og skúrir í íslensku samfélagi, ekki ólíkt veðurfarinu sem getur verið risjótt. Útsynningurinn stendur á landið og dælir á okkur éljagangi sem bítur í andlitið svo svíður undan. En öll él stytta upp um síðir og við erum fljót að gleyma éljaklökkunum þegar sólin brýtur sér loks leið í gegnum þungt […]
Danski Pétur og synir hans

Um sl. helgi var ýtt við úr vör í Sagnheimum nýjum dagskrálið, sem ber heitið, Sagnheimar: Safnið okkar – sagan mín. Þar fjallaði Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs um langafa sinn Danska Pétur og syni hans sem allir tóku þátt í vélvæðingu bátaflotans hér og þar með uppbyggingu bæjarfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Upptöku frá dagskránni […]