Kvikmyndahátíðin hefst í dag

Það er víða leitað fanga á kvikmyndahátíð sem Vestmannaeyjabær stendur fyrir dagana áttunda til tólfta maí nk. Hátíðin verður sett með móttöku í Kviku kl. 17.OO  í dag, miðvikudag og stuttmyndum af Vestmannaeyjum frá upphafi síðustu aldar þegar Vestmannaeyjabær sem við þekkjum í dag er að verða til.  Það er víða leitað fanga á kvikmyndahátíð […]

Guðný Helga opnar sýninguna „Inni að lita-leikur með liti”

Guðný Helga Guðmundsdóttir sem borin er og barnfædd Eyjamaður heldur sýningu á verkum sínum í Einarsstofu. Guðný Helga er fædd og uppalin á Blómsturvöllum að Faxastíg 27.   Foreldrar hennar voru Sigríður Kristjánsdóttir og Guðmundur Kristjánsson, oft kenndur við Hvanneyri. Guðný er í áhöfn VE1953. „Ég hef tekið námskeið í myndlist og lengi verið að mála […]

Fjölbreytt kvikmyndahátíð í Bíóinu í Kviku – menningarhúsi

Í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar er eyjaskeggjum og gestum boðið á kvikmyndahátíð. Um er að ræða myndbrot, kvikmyndir og heimildarmyndir um eða tengdar Vestmannaeyjum, en jafnframt er boðið til frumsýningar á nýrri íslenskri kvikmynd. Myndirnar sem í boði verða: Miðvikudaginn 8. mai 2019, kl. 17:30 Vestmannaeyjabær að fæðast (lifandi myndir frá fyrri hluta […]

Gleðilegt sumar

Lundinn settist upp 14. apríl í ár og þar með komið sumar hjá mér þó að veðrið sé nú ekki beint sumarlegt. Þetta er reyndar í fyrra lagi miðað við síðustu ár, en ég hef a.m.k. einu sinni séð hann setjast upp þann 13. en vonandi er þetta ávísun á gott sumar og eins og […]

Vestmannaeyjar 100 ára

Það á að vera takmark okkar Eyjamanna allra að minnast 100 ára afmælis Vestmannaeyja með veglegum hætti. Starfandi er afmælisnefnd á vegum bæjarins sem skipulagt hefur dagskrána í stærstum dráttum en svo eru að detta inn viðburðir sem á einn eða annan hátt tengjast afmælisárinu. Dagskráin hófst strax á nýársdag með sýningu á safni Kjarvalsmynda […]

Gíslataka

Aldrei hefði mér dottið í hug að ég yrði gísl. Að einhverjir sperðlar gerðu líf mitt að sinni féþúfu og ég kæmist ekki spönn frá rassi án þess að fyrir mig yrði greitt lausnargjald. Í Póllandi liggur ferja við festar, ferjan sem á að flytja mig þennan litla spöl upp í Landeyjar, spöl sem Landeyingar […]

Dagskráin heldur áfram

Dagskrá vegna 100 ára afmælis Vestmannaeyja heldur áfram og nú stendur yfir sýning á verkum Jóhanns Jónssonar, Jóa listó í Einarsstofu. Svo tekur við hver viðburðurinn af öðrum.  Næst er það Kvikmyndahátíð í byrjun maí en hápunkturinn er fimmta júlí. Þá mun afmælisnefnd í samstarfi við Goslokanefnd efna til mikillar veislu í tali og tónum. […]

Karlar á Listasafni Vestmannaeyja

Í tilefni af 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar er efnt til 10 sýninga á listaverkum eftir Eyjamenn og – konur á árinu. Með sýningaröðinni er ætlunin að draga fram þá fjölbreyttu flóru sem vestmannaeyskir listvinir eru. Öll eiga verkin það sameiginlegt að vera í eigu Listasafns Vestmannaeyja sem geymir yfir 700 listaverk. Að þessu sinni sýnum […]

Loðnubrestur og gjaldþrot WOW skekja landið

Það skiptast á skin og skúrir í íslensku samfélagi, ekki ólíkt veðurfarinu sem getur verið risjótt. Útsynningurinn stendur á landið og dælir á okkur éljagangi sem bítur í andlitið svo svíður undan.  En öll él stytta upp um síðir og við erum fljót að gleyma éljaklökkunum þegar sólin brýtur sér loks leið í gegnum þungt […]

Danski Pétur og synir hans

Um sl. helgi var ýtt við úr vör í Sagnheimum nýjum dagskrálið, sem ber heitið, Sagnheimar: Safnið okkar – sagan mín.  Þar fjallaði Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs um langafa sinn Danska Pétur og syni hans sem allir tóku þátt í vélvæðingu bátaflotans hér og þar með uppbyggingu bæjarfélagsins eins og við þekkjum það í dag. Upptöku frá dagskránni […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.