Hátíðarfundur bæjarstjórnar vel sóttur

Í gær var haldinn hátíðarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldinn. Um áttatíu bæjarbúar mættu á fundinn þar sem samþykkt var hátíðarbókun auk þess sem farið var stuttlega yfir sögu bæjarfélagsins síðustu öldina. Af fundi loknum var myndasýning þar sem farið var yfir […]

Mætum og kynnumst viðhorfum unga fólksins

Á morgun föstudag, kl. 12.00 er bæjarstjórnarfund unga fólksins. Fundurinn, sem er öllum opinn og verður haldinn í bíósal Kviku er í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Eru það nemendur elstu bekkja skólans sem hafa veg og vanda af fundinum. Eva Sigurðardóttir og Guðbjörg Sól Sindradóttir eru meðal bæjarfulltrúa á fundinum og eru þær mjög spenntar. […]

Hátíðarfundur í Kviku í kvöld

Eyjar Kvold Gig.jpg

Í dag eru rétt 100 ár liðin frá því fyrsti bæjarstjórnarfundur var haldinn í Vestmannaeyjum. Af því tilefni verður opinn hátíðarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja kl. 18-19:30 í kvöld. Fundurinn fer fram á sviðinu í aðalsal Kviku. Á dagskrá fundarins eru hátíðarsamþykktir.  Boðið verður upp á kaffiveitingar að loknum fundi. Annáll og 200 ljósmyndir þar sem stiklað er á stóru […]

Minnast þessara merku tímamóta með dagsstimpli

Í dag, fimmtudaginn 14. febrúar, eru rétt 100 ár liðin frá því fyrsti bæjarstjórnarfundur var haldinn í Vestmannaeyjum. Einungis í dag verður hægt að fá umslög stimpluð með dagsstimpli Íslandspósts og hliðarstimpli, til að minnast þessara merku tímamóta í sögu Vestmannaeyjabæjar. Áréttað er að hliðarstimpillinn verður aðeins notaður þennan eina dag, en eyðilagður í dagslok. (meira…)

Grunnskólanemar sýna í Einarsstofu

Það var margt um manninn við opnun myndlistarsýningar í Einarsstofu í gær. Þar sýna nemendur GRV verk sín og er þemað saga Vestmannaeyja í 100 ár.  Sýningin verður opin á opnunartíma Safnahúss til 19. febrúar. Hver bekkur hefur sitt þema á sýningunni. Fyrsti bekkur: Húsin í bænum. Annar bekkur: Þrettándatröll. Þriðji bekkur. Þjóðhátíð. Fjórði bekkur: […]

Vestmannaeyjar – 100 ára kaupstaðarafmæli

Þann 1. janúar sl. voru hundrað ár frá því að Vestmannaeyjar fengu kaupstaðarréttindi og verður þess minnst með ýmsum hætti út afmælisárið. Fyrr í þessari viku var opnuð sýning í Einarsstofu þar sem saga Eyjanna er skoðuð með augum grunnskólabarna. Sérstakur hátíðarfundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja verður fimmtudaginn, 14. febrúar nk. kl. 18:00 til 19:30, þegar […]

Saga Eyjanna með augum grunnskólanema

Á morgun, þriðjudag klukkan 16.00 verður opnuð sýning í Einarsstofu á verkum flestallra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnið er sótt í sögu Eyjanna. Bjartey Gylfadóttir, myndlistarkennari segir sýninguna bæði fjölbreytta og skemmtilega. „Myndlist er skylda frá fyrsta upp í sjöunda bekk og eftir það er hún val hjá krökkunum,“ sagði Bjartey. „Upphafið var […]

Margt um manninn við opnun frímerkjasýningar

„Mæting fór langt fram úr öllum vonum.” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss aðspurður um aðsóknina á opnun sýningar undir yfirskriftinni „Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár” sem opnaði í gær. Hægt verður að skoða sýninguna fram á sunnudag. Kári sagði við opnun sýningarinnar að eitt af því sem sé hvað ánæjulegast við að starfa í þessu […]

Nýtt frímerki Íslandspósts afhjúpað í Einarsstofu í dag

Í dag gefur Íslandspóstur út sérstakt frímerki til minningar um 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Af því tilefni verður opnuð sýning þar sem hönnuður frímerkisins, Hlynur Ólafsson, afhjúpar og kynnir frímerkið.  Einnig verður sýnt úrval þeirra frímerkja sem eru í eigu bæjarins sem og kynntir þeir Vestmannaeyingar sem hafa hannað frímerki til útgáfu.  Grunnur sýningarinnar er […]

Dagur leikskólans 2019

Í dag fögnum við degi leikskólans og þessi dagur er í miklu uppáhaldi hjá mér og já ég er alltaf eitthvað pínu að fara að gráta af stolti og gleði þennan dag. Ég er stoltur leikskólakennari, ég ber höfuðið afar hátt sem slíkur og finnst starf mitt afar, afar mikilvægt. Þegar ég valdi að vinna […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.