Hátíðarfundur bæjarstjórnar vel sóttur

Í gær var haldinn hátíðarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja í tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að fyrsti fundur bæjarstjórnar var haldinn. Um áttatíu bæjarbúar mættu á fundinn þar sem samþykkt var hátíðarbókun auk þess sem farið var stuttlega yfir sögu bæjarfélagsins síðustu öldina. Af fundi loknum var myndasýning þar sem farið var yfir […]
Mætum og kynnumst viðhorfum unga fólksins

Á morgun föstudag, kl. 12.00 er bæjarstjórnarfund unga fólksins. Fundurinn, sem er öllum opinn og verður haldinn í bíósal Kviku er í samstarfi við Grunnskóla Vestmannaeyja. Eru það nemendur elstu bekkja skólans sem hafa veg og vanda af fundinum. Eva Sigurðardóttir og Guðbjörg Sól Sindradóttir eru meðal bæjarfulltrúa á fundinum og eru þær mjög spenntar. […]
Hátíðarfundur í Kviku í kvöld

Í dag eru rétt 100 ár liðin frá því fyrsti bæjarstjórnarfundur var haldinn í Vestmannaeyjum. Af því tilefni verður opinn hátíðarfundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja kl. 18-19:30 í kvöld. Fundurinn fer fram á sviðinu í aðalsal Kviku. Á dagskrá fundarins eru hátíðarsamþykktir. Boðið verður upp á kaffiveitingar að loknum fundi. Annáll og 200 ljósmyndir þar sem stiklað er á stóru […]
Minnast þessara merku tímamóta með dagsstimpli

Í dag, fimmtudaginn 14. febrúar, eru rétt 100 ár liðin frá því fyrsti bæjarstjórnarfundur var haldinn í Vestmannaeyjum. Einungis í dag verður hægt að fá umslög stimpluð með dagsstimpli Íslandspósts og hliðarstimpli, til að minnast þessara merku tímamóta í sögu Vestmannaeyjabæjar. Áréttað er að hliðarstimpillinn verður aðeins notaður þennan eina dag, en eyðilagður í dagslok. (meira…)
Grunnskólanemar sýna í Einarsstofu

Það var margt um manninn við opnun myndlistarsýningar í Einarsstofu í gær. Þar sýna nemendur GRV verk sín og er þemað saga Vestmannaeyja í 100 ár. Sýningin verður opin á opnunartíma Safnahúss til 19. febrúar. Hver bekkur hefur sitt þema á sýningunni. Fyrsti bekkur: Húsin í bænum. Annar bekkur: Þrettándatröll. Þriðji bekkur. Þjóðhátíð. Fjórði bekkur: […]
Vestmannaeyjar – 100 ára kaupstaðarafmæli

Þann 1. janúar sl. voru hundrað ár frá því að Vestmannaeyjar fengu kaupstaðarréttindi og verður þess minnst með ýmsum hætti út afmælisárið. Fyrr í þessari viku var opnuð sýning í Einarsstofu þar sem saga Eyjanna er skoðuð með augum grunnskólabarna. Sérstakur hátíðarfundur í bæjarstjórn Vestmannaeyja verður fimmtudaginn, 14. febrúar nk. kl. 18:00 til 19:30, þegar […]
Saga Eyjanna með augum grunnskólanema

Á morgun, þriðjudag klukkan 16.00 verður opnuð sýning í Einarsstofu á verkum flestallra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnið er sótt í sögu Eyjanna. Bjartey Gylfadóttir, myndlistarkennari segir sýninguna bæði fjölbreytta og skemmtilega. „Myndlist er skylda frá fyrsta upp í sjöunda bekk og eftir það er hún val hjá krökkunum,“ sagði Bjartey. „Upphafið var […]
Margt um manninn við opnun frímerkjasýningar

„Mæting fór langt fram úr öllum vonum.” segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss aðspurður um aðsóknina á opnun sýningar undir yfirskriftinni „Frímerkja- og póstsaga Vestmannaeyja í 100 ár” sem opnaði í gær. Hægt verður að skoða sýninguna fram á sunnudag. Kári sagði við opnun sýningarinnar að eitt af því sem sé hvað ánæjulegast við að starfa í þessu […]
Nýtt frímerki Íslandspósts afhjúpað í Einarsstofu í dag

Í dag gefur Íslandspóstur út sérstakt frímerki til minningar um 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Af því tilefni verður opnuð sýning þar sem hönnuður frímerkisins, Hlynur Ólafsson, afhjúpar og kynnir frímerkið. Einnig verður sýnt úrval þeirra frímerkja sem eru í eigu bæjarins sem og kynntir þeir Vestmannaeyingar sem hafa hannað frímerki til útgáfu. Grunnur sýningarinnar er […]
Dagur leikskólans 2019

Í dag fögnum við degi leikskólans og þessi dagur er í miklu uppáhaldi hjá mér og já ég er alltaf eitthvað pínu að fara að gráta af stolti og gleði þennan dag. Ég er stoltur leikskólakennari, ég ber höfuðið afar hátt sem slíkur og finnst starf mitt afar, afar mikilvægt. Þegar ég valdi að vinna […]