Úrelt útboð líflína bæjarstjórnar

Hrós vikunnar fær bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir skjót viðbrögð við upprifjun Eyjar.net um ályktun bæjarstjórnar frá í janúar 2016 um hvað má betur fara í sjósamgöngum milli lands og eyja. Bæjarstjórn tókst að finna líflínu í útboðsgögnum ríkisins sem sneru að smíði og rekstur ferjunnar til 12 ára. Ekki verður betur séð en að þau útboðsgögn […]

2016 gert upp

Loksins búinn að finna tíma til þess að gera árið 2016 upp, en það hefur verið ótrúlega annasamt hjá mér í kring um áramótin. 2016 er hjá mér ár mikilla öfga og stórra ákvarðana.  Sú stærsta var að sjálfsögðu mjaðmakúliskipti sem ég fór í 23. maí. Ég hafði að sjálfsögðu vitað þetta með árs fyrirvara […]

Ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins, lítilsvirðing fyrir Suðurkjördæmi eða mátti ekki búast við þessari niðurstöðu?

Nú liggur fyrir ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins við myndun ríkisstjórnar í kjölfar Alþingiskosninga. Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum til Alþingis og fékk 31.5% atkvæða í kjördæminu og 4 þingmenn kjörna.   Það var aðeins í Suðvesturkjördæmi sem að Sjálfstæðisflokkurinn fékk hærra hlutfall atkvæða en í öðrum kjördæmum landsins fékk Sjálfstæðisflokkurinn lægra hlutfall og færri […]

Besti vinur mannsins

Besti vinur mannsins er klárlega hundurinn, en jólin í ár eru 4 jólin okkar eftir að við fengum okkur hund. Ég er stundum spurður að því, af hverju  hundurinn heitir Svenni, og svarið er það, að mið dóttir okkar átti vin sem hét Svenni sem lést nokkrum dögum áður en við fengum hundinn og hún […]

Landeyjahöfn, staðan 22.11.2016

Mjög sérstök staða í Landeyjahöfn, en um leið að sjálfsögðu mjög ánægjuleg. Dýpið mikið og gott, enda gengið óvenju vel hjá Galilei 2000 að komast til dýpkunnar, enda ölduhæðin í Landeyjahöfn í haust verið nokkuð hagstæð þó svo að vissulega hafi blásið nokkuð hressilega stundum og ég hef verið spurður út í þessar breytingar á […]

Stórsigur Sjálfstæðisflokksins

Um helgina vann Sjálfstæðisflokkurinn stóran sigur í kosningunum ef tekið er mið af þeim skoðanakönnunum sem ekki spáðu flokknum svo vel. Það athyglisverðasta við sigurinn er að flokkurinn sigrar í öllum kjördæmum landsins og á því 1. þingmann í hverju kjördæmi. Það er afdráttarlaus niðurstaða og við tökum mark á því þegar þjóðin hefur talað. […]

Sanngjarnar kjarabætur til eldra fólks

Í tæp þrjú ár starfaði svokölluð Pétursnefnd, sem kölluð er í höfuðið á Pétri heitnum Blöndal, að einföldun á bótakerfi eldra fólks og öryrkja. Nefndin skilaði af sér tillögum sem einfalda bótakerfið og hækka lífeyrir, tekur í burtu krónu á móti krónu skerðinguna og bætir í heild kjör eldra fólks verulega.  Það skyggði þó á […]

Lundasumarið 2016 og lundaballið

Síðasti lundinn farinn og sennilega síðustu pysjurnar að detta í hús í þessari viku og lundaballið næstu helgi og að því tilefni geri ég upp sumarið að venju. Lundasumarið í ár var mun hlýrra heldur en í fyrra, sem gerði það aftur að verkum að makríllinn mætti upp á grunninn hérna við Eyjar seinni partinn […]

Páll Magg hræddur við Ása Friðriks

Stuðningsmenn Páls Magnussonar beita þeirri aðferð að útiloka mig frá umræðunni. Það er gert með því að snúa staðreyndum á hvolf. Þeir bera það út á meðal fólks hvar sem þeir koma að baráttan á lokasprettinum snúist um hvort Ragnheiður Elín eða Páll hljóti 1. sætið. Staðreyndin er sú að baráttan stendur á milli mín […]

Gleðilegt nýtt ár (fiskveiðiár)

Á miðnætti hefst nýtt kvótaár en að þessu sinni á afar óvenjulegan hátt hjá mér, vegna þess að ég er ekki að fara á sjó, heldur er ég að hefja störf í fyrramálið sem hafnarvörður í Vestmannaeyjum. Ástæðurnar fyrir þessum breytingum hjá mér eru margvíslegar. Að sjálfsögðu að einhverju leyti vegna aðgerðar sem ég fór […]