Úrelt útboð líflína bæjarstjórnar

Hrós vikunnar fær bæjarstjórn Vestmannaeyja fyrir skjót viðbrögð við upprifjun Eyjar.net um ályktun bæjarstjórnar frá í janúar 2016 um hvað má betur fara í sjósamgöngum milli lands og eyja. Bæjarstjórn tókst að finna líflínu í útboðsgögnum ríkisins sem sneru að smíði og rekstur ferjunnar til 12 ára. Ekki verður betur séð en að þau útboðsgögn […]

2016 gert upp

Loksins búinn að finna tíma til þess að gera árið 2016 upp, en það hefur verið ótrúlega annasamt hjá mér í kring um áramótin. 2016 er hjá mér ár mikilla öfga og stórra ákvarðana.  Sú stærsta var að sjálfsögðu mjaðmakúliskipti sem ég fór í 23. maí. Ég hafði að sjálfsögðu vitað þetta með árs fyrirvara […]

Ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins, lítilsvirðing fyrir Suðurkjördæmi eða mátti ekki búast við þessari niðurstöðu?

Nú liggur fyrir ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins við myndun ríkisstjórnar í kjölfar Alþingiskosninga. Sjálfstæðisflokkurinn vann mikinn sigur í Suðurkjördæmi í síðustu kosningum til Alþingis og fékk 31.5% atkvæða í kjördæminu og 4 þingmenn kjörna.   Það var aðeins í Suðvesturkjördæmi sem að Sjálfstæðisflokkurinn fékk hærra hlutfall atkvæða en í öðrum kjördæmum landsins fékk Sjálfstæðisflokkurinn lægra hlutfall og færri […]

Besti vinur mannsins

Besti vinur mannsins er klárlega hundurinn, en jólin í ár eru 4 jólin okkar eftir að við fengum okkur hund. Ég er stundum spurður að því, af hverju  hundurinn heitir Svenni, og svarið er það, að mið dóttir okkar átti vin sem hét Svenni sem lést nokkrum dögum áður en við fengum hundinn og hún […]

Landeyjahöfn, staðan 22.11.2016

Mjög sérstök staða í Landeyjahöfn, en um leið að sjálfsögðu mjög ánægjuleg. Dýpið mikið og gott, enda gengið óvenju vel hjá Galilei 2000 að komast til dýpkunnar, enda ölduhæðin í Landeyjahöfn í haust verið nokkuð hagstæð þó svo að vissulega hafi blásið nokkuð hressilega stundum og ég hef verið spurður út í þessar breytingar á […]

Stórsigur Sjálfstæðisflokksins

Um helgina vann Sjálfstæðisflokkurinn stóran sigur í kosningunum ef tekið er mið af þeim skoðanakönnunum sem ekki spáðu flokknum svo vel. Það athyglisverðasta við sigurinn er að flokkurinn sigrar í öllum kjördæmum landsins og á því 1. þingmann í hverju kjördæmi. Það er afdráttarlaus niðurstaða og við tökum mark á því þegar þjóðin hefur talað. […]

Sanngjarnar kjarabætur til eldra fólks

Í tæp þrjú ár starfaði svokölluð Pétursnefnd, sem kölluð er í höfuðið á Pétri heitnum Blöndal, að einföldun á bótakerfi eldra fólks og öryrkja. Nefndin skilaði af sér tillögum sem einfalda bótakerfið og hækka lífeyrir, tekur í burtu krónu á móti krónu skerðinguna og bætir í heild kjör eldra fólks verulega.  Það skyggði þó á […]

Lundasumarið 2016 og lundaballið

Síðasti lundinn farinn og sennilega síðustu pysjurnar að detta í hús í þessari viku og lundaballið næstu helgi og að því tilefni geri ég upp sumarið að venju. Lundasumarið í ár var mun hlýrra heldur en í fyrra, sem gerði það aftur að verkum að makríllinn mætti upp á grunninn hérna við Eyjar seinni partinn […]

Páll Magg hræddur við Ása Friðriks

Stuðningsmenn Páls Magnussonar beita þeirri aðferð að útiloka mig frá umræðunni. Það er gert með því að snúa staðreyndum á hvolf. Þeir bera það út á meðal fólks hvar sem þeir koma að baráttan á lokasprettinum snúist um hvort Ragnheiður Elín eða Páll hljóti 1. sætið. Staðreyndin er sú að baráttan stendur á milli mín […]

Gleðilegt nýtt ár (fiskveiðiár)

Á miðnætti hefst nýtt kvótaár en að þessu sinni á afar óvenjulegan hátt hjá mér, vegna þess að ég er ekki að fara á sjó, heldur er ég að hefja störf í fyrramálið sem hafnarvörður í Vestmannaeyjum. Ástæðurnar fyrir þessum breytingum hjá mér eru margvíslegar. Að sjálfsögðu að einhverju leyti vegna aðgerðar sem ég fór […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.