Nýr Herjólfur

Fundurinn um hönnun og smíði nýrrar ferju var að mörgu leiti ágætur og upplýsandi, en ég hef svona aðeins þurft að melta með mér allt það sem kom fram á fundinum. Það fyrsta sem vakti athygli mína var þegar ég fékk flash back sem skeði þegar Sigurður Áss fór að tala um útreikningana varðandi það, […]

Hugsuð orð og tapaður meydómur

Það hefur margt tekist vel í mínu lífi, það er líka margt sem ég hef gert sem ég er ekki eins stolt af, jafnvel vildi ég hafa sleppt sumu – stundum allavega. Ég hef fallið á prófum, verið stjórnsöm, dónaleg, með yfirgang, hrokafull, gröm, komið illa fram við fólk og gert fullt af mistökum. Ekkert […]

Ef ég bara þyrði…

Ég elska September. Sko plötuna hans Bergsveins. Og þó ég syngi kannski ekki vel, þá elska ég nú samt að syngja með. Af öllum lífs og sálar kröftum. Ég elska að setja Pink í botn og dansa með –  eins og engin sé að horfa. En ég lít samt alltaf í kringum mig til að […]

Að gyrða sig í brók

Ef þú þekkir mig, þá eru allar líkur á því að ég hafi logið að þér. Þú veist, ekki í neinni illgirni, bara þessi hefðbundna kurteisislega lygi sem maður kastar fram þegar maður fær spurninguna „hvernig hefur þú það?“ Annars er ég hætt að reyna að ljúga, bæði vegna þess að ég hef ekki samvisku […]

Á leiðinni í framhjáhald…. eða að koma í veg fyrir framhjáhald?

Hvað er viðeigandi og hvað er ekki viðeigandi þegar við erum í sambandi eða gift? Er eitthvað sem þú felur fyrir maka þínum? Einhver samskipti sem þú ert í sem þú myndir alls ekki vilja að maki þinn kæmist að?  Í gegnum tíðina hef ég rekið mig á það að það eru mjög skiptar skoðanir […]

Hjálparstarf Kirkjunnar þarf að útskýra málið betur

Fréttir af slitum á samstarfi Hjálparstarfs Kirkjunnar og Kertaverksmiðjunar Heimaey komu undirrituðum á óvart. Athygli vekur hvernig samstarfinu er slitið, sérstaklega í ljósi þess að annars vegar er um að ræða verndaðan vinnustað í Vestmannaeyjum og hins vegar góðgerðarstofnun og báðir aðilar halda því fram að samstarfið hafi gengið vel, í þrjá áratugi. Góðgerðarstofnunin slítur […]

Kvóti, ólympískar veiðar og umburðarlyndi.

Makríllinn hefur komið til okkar sem happadrættisvinningur fyrir land og þjóð. Hann kemur hingað vegna hækkandi sjávarhita í ætisleit, fitnar og verður að miklu verðmæti. Stóru uppsjávarfyrirtækin hafa bætt nýtingu uppsjávarskipa sinna og vinnslunnar, en góð afkoma þeirra síðustu ár kemur ekki síst til vegna veiða og vinnslu makríls. Þá hefur veiði smábáta og togbáta […]

Verð ég á hóteli í ellinni?

Umræðan um að þjóðin okkar sé að verða eldri hefur skotið upp annað slagið undanfarin ár.  Sannarlega þörf umræða og góð.  Snýst umræðan gjarnan um það hvað eigi að gera við allt gamla fólkið, hvar það eigi að búa vegna núverandi húsnæðisvanda og á hverju það á að lifa.  Er þá vísað til þess vanda […]

Þökkum frábærar viðtökur

Í dag eru réttir tveir mánuðir síðan opinberilega var greint frá eigendaskiptum á vefsíðunni Eyjar.net og við Ellert Scheving, tókum við. Við hönnuðum nýtt útlit á vefinn og settum aukinn kraft í umfjöllun um hin ýmsu mál er tengjast Vestmannaeyjum. Gaman er frá því að segja að þó ekki séu liðnir nema 2 mánuðir – […]

Landeyjahöfn, staðan í dag

Það er farið að hausta hressilega og um leið byrjar vandræðagangurinn í kring um Landeyjahöfn. Engar framkvæmdir eru hafnar við að lagfæra höfnina og í ný tilkomnu fjárlagafrumvarpi Ríkisstjórnarinnar er ekki gert ráð fyrir krónu í nýtt skip né lagfæringar á höfninni. Nýjasta kjaftasagan sem ég heyrði fyrir nokkru síðan gengur út á það, að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.