Nova Fest á Vöruhúsinu sló í gegn

Nova Fest á Vöruhúsinu fór fram um Þjóðhátíðina á nýjum stað og er óhætt að segja að hátíðin hafi slegið í gegn hjá gestum. Aðsókn var stöðug alla helgina og gekk vel að halda utan um viðburðinn á svæðinu. Í fyrsta sinn var boðið upp á Nova PoppÖpp í samblandi við tónleikadagskrá NovaFest. Þar komu […]

Puffin Run markar upphaf sumarsins

Hið árlega The Puffin Run hlaup verður haldið þann 3. maí nk. Hlaupið er haldið í áttunda sinn nú í ár og fer það stækkandi ár hvert. Magnús Bragason, einn af stofnendum og skipuleggjendum hlaupsins segir hugmyndina af hafi í raun kviknað út frá áhuga gesta á náttúrunni í Vestmannaeyjum. Magnús var í hótelrekstri á […]

Börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar – myndir

Hin árlega páskaeggjaleit Sjálfstæðisflokksins fór fram í blíðskaparveðri í gær – á skírdag. Mæting var góð og börn á öllum aldri nutu samveru og útivistar á Skansinum. Í færslu á facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins er öllum þeim sem mættu þakkað fyrir með óskum um gleðilega páska. Óskar Pétur Friðriksson myndaði fjörið á Skansinum í gær. (meira…)

Feðgarnir Grétar og Guðjón

Ég byrjaði 1962 að vinna í rörunum og sjálfstætt frá árinu 1972. Ég lærði hjá Sigursteini Marinóssyni í Miðstöðinni. Þetta eru orðin heil 63 ár,“ segir Grétar Þórarinsson, pípulagningameistari sem enn er á fullu þó orðinn sé 84 ára. ,,Maður er kannski eitthvað farinn að slá af en áhuginn heldur manni gangandi,“ bætir hann við […]

Brjóstin og eggjastokkarnir fengu að fjúka

Jóhanna Lilja Eiríksdóttir er fædd og uppalin á Fáskrúðsfirði, en flutti til Vestmannaeyja 22 ára gömul. Jóhanna Lilja er gift Hermanni Inga Long og eiga þau þrjú börn. Jóhanna Lilja er formaður Brakkasamtakanna, en hún deildi sögu sinni og baráttumálum samtakanna með okkur á Eyjafréttum. Jóhanna Lilja hefur alla tíð verið meðvituð um krabbamein í […]

Undirbúningur og samskipti lykilatriði

Eyþór Viðarsson er rafvirki sem hefur starfað í faginu í yfir áratug. Eyþór starfaði í byggingariðnaðinum á sínum tíma þegar hann bjó á höfuðborgarsvæðinu, en í dag er hann sjálfstætt starfandi og aðstoðar fyrirtæki og fólk við stór og smá verkefni tengd rafmagni. Við fengum að heyra í Eyþóri og fá hans ráð og innsýn […]

Fjölbreytileikinn í starfinu heillar

Guðbjörg Rún Gyðudóttir Vestmann er 26 ára og kemur frá Vestfjörðum. Guðbjörg flutti til Eyja árið 2020 og hefur síðan þá fundið sig vel í samfélaginu. Hún starfar í dag hjá Geisla þar sem hún sérhæfir sig í ljósleiðaratengingum og nýtur fjölbreytileikans í vinnunni vel. Guðbjörg er Eyjamaðurinn að þessu sinni og fengum við að […]

Fermingadagurinn – spurt og svarað: Aþena Ýr

Í aðdraganda ferminganna höfum við rætt við nokkur fermingarbörn um undirbúninginn fyrir stóra daginn. Í dag kynnum við Aþenu Ýr Adólfsdóttur, sem deilir með okkur sínum hugmyndum og væntingum fyrir ferminguna. Nafn: Aþena Ýr Adólfsdóttir Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Sara Björg Ágústsdóttir og Adólf Sigurjónsson og litla systir mín heitir Kamilla Ýr. Fermingardagur: 12.apríl Hver […]

Fermingadagurinn – spurt og svarað: Breki Freyr

Í aðdraganda ferminganna höfum við rætt við nokkur fermingarbörn um undirbúninginn fyrir stóra daginn. Í dag kynnum við Breka Þór Finnsson, sem deilir með okkur sínum hugmyndum og væntingum fyrir ferminguna. Fjölskylda: Móðir er María Erna Jóhannesdóttir og faðir er Finnur Freyr Harðarsson. Ég á einn eldri bróðir sem heitir Leó Snær Finnsson. Hver eru […]

Fermingadagurinn – spurt og svarað: Aþena Rós

Í aðdraganda ferminganna höfum við rætt við nokkur fermingarbörn um undirbúninginn fyrir stóra daginn. Í dag kynnum við Aþenu Rós Einarsdóttur, sem deilir með okkur sínum hugmyndum og væntingum fyrir ferminguna. Fjölskylda? Mamma mín heitir Íris Sif Hermannsdóttir, pabbi minn heitir Einar Birgir Baldursson og svo á ég yngri bróðir sem heitir Baltasar Þór Einarsson […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.