Matís auglýsir eftir starfsfólki í Vestmannaeyjum og á Akureyri

Setrid

Matís ohf. leitar að tveimur sérfræðingum til starfa, annars vegar á Akureyri og hins vegar í Vestmannaeyjum. Starfið felur að mestu í sér vinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni á starfssviði Matís. Þessar ráðningar eru í samræmi við stefnu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um eflingu starfsemi á landsbyggðinni. Um fullt starf er að ræða. Starfssvið: Efla samstarf […]

Eyjamenn ekki verið ánægðari síðan 2013 – niðurstöðurnar og myndir frá fundinum

Í gærkvöldi fór fram í Eldheimum íbúafundur þar sem kynntar voru helstu niðurstöður viðhorfskönnunar um þjónustu sveitarfélagsins við íbúa Vestmannaeyjabæjar. Skemmst er frá því að segja að samkvæmt könnuninni hefur ánægja íbúa aukist markvert milli ára en hún mældist. Vestmannaeyjabær mældist yfir landsmeðaltali í öllum þeim þáttum sem kannaðir voru ef frá er talin þjónusta […]

Dásamlegar stundir með einstökum börnum

Talsverð vöntun er á stuðningsfjölskyldum fyrir börn með fötlunargreiningu. Sigurlaug Vilbergsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, sér um þessi mál hjá bænum. „Við höfum auglýst talsvert, en viðbrögð hafa verið lítil,“ segir Sigurlaug. Svigrúm fyrir allskyns vinnutíma Að vera stuðningsfjölskylda eða -foreldri þýðir að barn er tekið til dvalar á heimili stuðningsaðila, með það að markmiði að styðja foreldra […]

Fulltrúar Vestmannaeyja ánægðir með athygli og áhuga

Icelandair heldur Mid-Atlantic ferðaràðstefnuna. Þetta er stærsta og mikilvægasta ferðasýning sem haldin er àrlega á Íslandi. Fyrir hönd Vestmannaeyja eru Kristín Jóhannsdóttir, Magnús Bragason, Alma Ingólfsdóttir og Alma Rós Þórsdóttir. Hópurinn frá Eyjum er afar ánægðir með heimsóknirnar á básinn og spennt og bjartsýn fyrir ferðaárinu 2020. (meira…)

Er þessi fjölmiðill hlutlaus?

Fjölmiðlar hafa fjórða valdið eins og það er kallað. Vald til að halda aftur af valdaöflum og stjórnvöldum með frjálsri og opinni fjölmiðlun. Frjáls og opin fjölmiðlun er þó ekki samnefnari yfir hlutlausa fjölmiðlun. Ræturnar Fjölmiðlun á Íslandi á sér mjög sterkar rætur í útgáfu flokksblaða sem er eins langt frá hlutlausri fjölmiðlun og mögulegt […]

Hvernig verður VKB villingur prestur í Noregi?

Gunnar Már Kristjánsson var vígður til prests í Stamsund kirkju í Lofoten í Noregi þann 5. janúar síðastliðinn. Gunnar er hress Eyjapeyi sem hefur alla tíð verið virkur í félagsskapnum Vinum Ketils bónda og áberandi í þeirra hópi. Það lá beinast við að byrja á að spyrja Gunnar hvernig VKB villingur verður prestur í Noregi? […]

47 ár frá upphafi gosins í Vestmannaeyjum – Nú þarf Flateyri slíkan stuðning

Í dag eru 47 ár frá upphafi gossins á Heimaey. Þessi dagur gerir mig ætíð tilfinningasaman og við fjölskyldan höfum það sem venju að gera okkur dagamun.  Við, eins og svo margir minnumst þess  þegar jörðin rifnaði í jaðri byggðarinnar í Vestmannaeyjum og glóandi hraun vall úr.  Ég var þá fjögurra ára og sá náttúruhamfarirnar þeim augum.  Myndin […]

Ég er ótvíræður Yatzy-meistari liðsins

Eins og eflaust hefur ekki farið framhjá neinum tekur Íslenska landsliðið í handbolta þátt í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins þessa dagana. Þar er okkar maður, Kári Kristján Kristjánsson, í stóru hlutverki. Við heyrðum í Kára á milli leikja, í miðri Yatsy viðureign. Nafn: Kári Kristján Kristjánsson. Fæðingardagur: 28. okt. 1984. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjum. Fjölskylda: Giftur Kiddý. Á Klöru […]

Náum að flytja hluta töfranna úr Herjólfsdal í Hörpu

Þann 25. janúar næstkomandi munu Eyjamenn nær og fjær sameinast í Hörpu og rifja upp Eyjalögin gömul sem ný. „Eyjalögin, bæði þau eldri og þau yngri, virðast ekki bara hljóma vel í eyrum Eyjamanna, því mörg af þeim eru orðin sígild dægurlög og mörg af nýju þjóðhátíðarlögunum hafa verið með vinsælustu lögum á hér á […]

Gríðarlega þakklát með það veganesti sem við förum með úr FÍV

Kæru samnemendur, kennarar og gestir. Loksins erum við öll saman komin í þessum litríka sal í skólanum okkar til þess að fagna því að þessi hluti af lífi okkar stúdentanna er nú að ljúka og annar hluti tekur við. Öll höfum við gengið í gegnum súrt og sætt í þessum skóla, miserfið og misstór próf […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.