Dásamlegar stundir með einstökum börnum

Talsverð vöntun er á stuðningsfjölskyldum fyrir börn með fötlunargreiningu. Sigurlaug Vilbergsdóttir, ráðgjafarþroskaþjálfi, sér um þessi mál hjá bænum. „Við höfum auglýst talsvert, en viðbrögð hafa verið lítil,“ segir Sigurlaug. Svigrúm fyrir allskyns vinnutíma Að vera stuðningsfjölskylda eða -foreldri þýðir að barn er tekið til dvalar á heimili stuðningsaðila, með það að markmiði að styðja foreldra […]
Fulltrúar Vestmannaeyja ánægðir með athygli og áhuga

Icelandair heldur Mid-Atlantic ferðaràðstefnuna. Þetta er stærsta og mikilvægasta ferðasýning sem haldin er àrlega á Íslandi. Fyrir hönd Vestmannaeyja eru Kristín Jóhannsdóttir, Magnús Bragason, Alma Ingólfsdóttir og Alma Rós Þórsdóttir. Hópurinn frá Eyjum er afar ánægðir með heimsóknirnar á básinn og spennt og bjartsýn fyrir ferðaárinu 2020. (meira…)
Er þessi fjölmiðill hlutlaus?

Fjölmiðlar hafa fjórða valdið eins og það er kallað. Vald til að halda aftur af valdaöflum og stjórnvöldum með frjálsri og opinni fjölmiðlun. Frjáls og opin fjölmiðlun er þó ekki samnefnari yfir hlutlausa fjölmiðlun. Ræturnar Fjölmiðlun á Íslandi á sér mjög sterkar rætur í útgáfu flokksblaða sem er eins langt frá hlutlausri fjölmiðlun og mögulegt […]
Hvernig verður VKB villingur prestur í Noregi?

Gunnar Már Kristjánsson var vígður til prests í Stamsund kirkju í Lofoten í Noregi þann 5. janúar síðastliðinn. Gunnar er hress Eyjapeyi sem hefur alla tíð verið virkur í félagsskapnum Vinum Ketils bónda og áberandi í þeirra hópi. Það lá beinast við að byrja á að spyrja Gunnar hvernig VKB villingur verður prestur í Noregi? […]
47 ár frá upphafi gosins í Vestmannaeyjum – Nú þarf Flateyri slíkan stuðning

Í dag eru 47 ár frá upphafi gossins á Heimaey. Þessi dagur gerir mig ætíð tilfinningasaman og við fjölskyldan höfum það sem venju að gera okkur dagamun. Við, eins og svo margir minnumst þess þegar jörðin rifnaði í jaðri byggðarinnar í Vestmannaeyjum og glóandi hraun vall úr. Ég var þá fjögurra ára og sá náttúruhamfarirnar þeim augum. Myndin […]
Ég er ótvíræður Yatzy-meistari liðsins

Eins og eflaust hefur ekki farið framhjá neinum tekur Íslenska landsliðið í handbolta þátt í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins þessa dagana. Þar er okkar maður, Kári Kristján Kristjánsson, í stóru hlutverki. Við heyrðum í Kára á milli leikja, í miðri Yatsy viðureign. Nafn: Kári Kristján Kristjánsson. Fæðingardagur: 28. okt. 1984. Fæðingarstaður: Vestmannaeyjum. Fjölskylda: Giftur Kiddý. Á Klöru […]
Náum að flytja hluta töfranna úr Herjólfsdal í Hörpu

Þann 25. janúar næstkomandi munu Eyjamenn nær og fjær sameinast í Hörpu og rifja upp Eyjalögin gömul sem ný. „Eyjalögin, bæði þau eldri og þau yngri, virðast ekki bara hljóma vel í eyrum Eyjamanna, því mörg af þeim eru orðin sígild dægurlög og mörg af nýju þjóðhátíðarlögunum hafa verið með vinsælustu lögum á hér á […]
Gríðarlega þakklát með það veganesti sem við förum með úr FÍV

Kæru samnemendur, kennarar og gestir. Loksins erum við öll saman komin í þessum litríka sal í skólanum okkar til þess að fagna því að þessi hluti af lífi okkar stúdentanna er nú að ljúka og annar hluti tekur við. Öll höfum við gengið í gegnum súrt og sætt í þessum skóla, miserfið og misstór próf […]
Ef ég get þetta þá getur þú þetta

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir var í hópi stúdenta sem útskrifuðust frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum nú í desember. Alexandra dúxaði með meðaleinkunnina 8,3. Alexandra er Eyjamaðurinn að þessu sinni. Nafn: Alexandra Ósk Gunnarsdóttir Th. Fæðingardagur: 2. janúar 2001 Fæðingarstaður: Akureyri Fjölskylda: Mamma mín er Berglind Smáradóttir og pabbi minn er Gunnar Páll Hálfdánsson, ég á þrjá bræður […]
Afmæli Eyverja á laugardaginn

Á laugardaginn býður Eyverjar, félag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, velunnurum sínum til veislu í tilefni af 90 ára afmæli félagsins en félagið var stofnað þann 20. desember 1929. Boðið fer fram í Ásgarði, félagsheimili flokksins og stendur frá 13 til 15. Stjórn Eyverja (meira…)