Matís auglýsir eftir starfsfólki í Vestmannaeyjum og á Akureyri
6. febrúar, 2020

Matís ohf. leitar að tveimur sérfræðingum til starfa, annars vegar á Akureyri og hins vegar í Vestmannaeyjum. Starfið felur að mestu í sér vinnu við rannsóknar- og þróunarverkefni á starfssviði Matís.

Þessar ráðningar eru í samræmi við stefnu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis um eflingu starfsemi á landsbyggðinni. Um fullt starf er að ræða.

Starfssvið:

  • Efla samstarf Matís við atvinnulíf á sviði tækni og nýsköpunar.
  • Afla verkefna á sviði Matís í samvinnu við fyrirtæki á svæðinu.
  • Setja upp og stýra rannsóknarverkefnum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsreynsla og þekking á sjávarútvegi og/eða matvælaframleiðslu.
  • Háskólagráða sem nýtist í starfi – framhaldsmenntun er kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og tengslamyndun.
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar n.k.

Frekari upplýsingar veitir Jónas R. Viðarsson, fagstjóri hjá Matís í síma 422 5000 eða tölvupósti jonas@matis.is

Sækja um starf á ráðningarsíðu Capacent

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst