Eldri borgaraferð Sjálfstæðisflokksins

Árleg eldri borgaraferð Sjálfstæðisflokksins, sunnudaginn 13. október. Rútan fer frá Hraunbúðum kl. 14.00. Sögustund með Arnari Sigurmundssyni um borð í rútunni. Tónlistaratriði, spjall og veitingar í Ásgarði að rútuferð lokinni. Allir eldri borgarar hjartanlega velkomnir. (meira…)

Bjarni og feðgarnir Hörður og Friðrik í Einarsstofu laugardag

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Það var vel mætt á sýningu Sifjar Sigtryggsdóttur og Adda í London í Einarsstofu á laugardaginn sem var sú fimmta í sýningaröðinni, Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt. Og áfram er haldið og á morgun sýna Bjarni Sigurðsson, sem stýrir eldhúsinu á Sjúkrahúsinu og Friðrik Harðarson með eigin myndir og myndir sem faðir hans, Hörður Sigurgeirsson, […]

Framkvæmdir við FES

Þeir sem hafa ekið austur Strandveg hafa orðið varir við framkvæmdir vestan við mjölgeymslu Ísfélagsins við FES. Þarna eru á ferðinni Steina og Olla menn á vegum Ísfélagsins að reisa vegg til að afmarka ný lóðamörk fyrirtækisins. „Við erum að afmarka lóðina okkar svo bærinn geti lokið við bílastæðin. Veggurinn er reistur þannig að hann […]

Vígðu nýjar þjónustuíbúðir – myndir

Síðastliðið sumar tók Vestmannaeyjabær í notkun fimm þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara í Eyjahrauni 1. Íbúðirnar eru fimm og alls sex íbúar. “Þetta fyrirkomulag á búsetuformi hefur ekki áður verið hjá Vestmannaeyjabæ, svo þetta er í þróun. Með tímanum verða teknar inn fleiri íbúðir í þetta þjónustufyrirkomulag, þar af ein til viðbótar fyrrihluta næsta árs. Þjónustuíbúðir […]

Heimildarmynd um þrettándann sýnd í vetur

Þrettándinn er næsta heimildarmynd framleiðslufélagsins SIGVA media og verður hún sýnd í vetur. Heimildarmyndin Fólkið í Dalnum um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eftir Sighvat Jónsson og Skapta Örn Ólafsson var frumsýnd síðastliðið sumar og nú fylgir mynd um annan merkilegan menningarviðburð Vestmannaeyja. Eyjafólkið Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir hafa unnið að heimildarmyndinni ásamt […]

Tómas Sveinsson nýr umdæmisstjóri Kiwanis

Á laugardaginn sl. 21 september var haldið 49.Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar og var þingið haldið í Hafnarfirði þar bar til tíðinda að okkar maður Tómas Sveinsson var staðfestur í embætti Umdæmisstjóra hreyfingarinnar fyrir starfsárið 2019 – 2020. Tómas er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1956 hefur verið Kiwanismaður frá árinu 1991 og gegnt mörgum embættum fyri […]

Frelsi allra að velja, barna líka

Valfrelsi barna er sífellt ógnað með skringilegum reglur, reglugerðum og lögum fullorðina. Athugið að hér er ekki verið að tala um hefðbundið uppeldi þar sem foreldrar og aðrir forráðamenn stilla börn sín inn á hefðir, venjur og gildi samfélagana sem þau búa í heldur það þegar fullorðið fólk ákveður að ein tiltekin leið í lífinu […]

Fyrsta barn árs­ins fætt í Eyj­um

Fyrsta barn árs­ins í Vest­manna­eyj­um fædd­ist þriðju­dag­inn 20. ág­úst. Það var stúlka, 16 merk­ur og 53 cm. Að sögn móður stúlk­unn­ar gekk fæðing­in vel og heils­ast þeim mæðgum vel. „Ég var alltaf ákveðin í því að fæða í Eyj­um eft­ir að hafa fætt tvær dæt­ur í Reykja­vík. Það er al­veg hrika­lega leiðin­legt að þurfa að […]

Súlurnar upp í dag

Það eru tveir dagar í þjóðhátíð og undirbúnigurinn stendur sem hæst. Í ár verða bílapassarnir armbönd sem verða afhent þeim sem á þurfa að halda  í dag miðvikudaginn 31. júlí frá kl. 9:00-16:00. Nauðsynlegt er að þeir eldri borgarar og fatlaðir sem þurfa að nýta passana mæti sjálfir í Týsheimilið að sækja armbönd Í dag […]

Rökkvi fann kannabisefni við leit á flugvellinum

Helstu verkefni í síðustu viku hjá lögreglu voru þannig að eitt fíkniefnamál kom upp við hefðbundna leit á flugvellinum í Vestmannaeyjum merkti fíkniefnaleitarhundurinn Rökkvi á pakka sem við nánari skoðun innihélt kannabisefni. Sá sem átti von á pakkanum viðurkenndi að eiga efnið og telst málið því að mestu upplýst. Í liðinni viku var lögreglu tilkynnt […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.