Framkvæmdir við FES

Þeir sem hafa ekið austur Strandveg hafa orðið varir við framkvæmdir vestan við mjölgeymslu Ísfélagsins við FES. Þarna eru á ferðinni Steina og Olla menn á vegum Ísfélagsins að reisa vegg til að afmarka ný lóðamörk fyrirtækisins. „Við erum að afmarka lóðina okkar svo bærinn geti lokið við bílastæðin. Veggurinn er reistur þannig að hann […]

Vígðu nýjar þjónustuíbúðir – myndir

Síðastliðið sumar tók Vestmannaeyjabær í notkun fimm þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara í Eyjahrauni 1. Íbúðirnar eru fimm og alls sex íbúar. “Þetta fyrirkomulag á búsetuformi hefur ekki áður verið hjá Vestmannaeyjabæ, svo þetta er í þróun. Með tímanum verða teknar inn fleiri íbúðir í þetta þjónustufyrirkomulag, þar af ein til viðbótar fyrrihluta næsta árs. Þjónustuíbúðir […]

Heimildarmynd um þrettándann sýnd í vetur

Þrettándinn er næsta heimildarmynd framleiðslufélagsins SIGVA media og verður hún sýnd í vetur. Heimildarmyndin Fólkið í Dalnum um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eftir Sighvat Jónsson og Skapta Örn Ólafsson var frumsýnd síðastliðið sumar og nú fylgir mynd um annan merkilegan menningarviðburð Vestmannaeyja. Eyjafólkið Sighvatur Jónsson, Geir Reynisson og Hrefna Díana Viðarsdóttir hafa unnið að heimildarmyndinni ásamt […]

Tómas Sveinsson nýr umdæmisstjóri Kiwanis

Á laugardaginn sl. 21 september var haldið 49.Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland – Færeyjar og var þingið haldið í Hafnarfirði þar bar til tíðinda að okkar maður Tómas Sveinsson var staðfestur í embætti Umdæmisstjóra hreyfingarinnar fyrir starfsárið 2019 – 2020. Tómas er fæddur í Vestmannaeyjum árið 1956 hefur verið Kiwanismaður frá árinu 1991 og gegnt mörgum embættum fyri […]

Frelsi allra að velja, barna líka

Valfrelsi barna er sífellt ógnað með skringilegum reglur, reglugerðum og lögum fullorðina. Athugið að hér er ekki verið að tala um hefðbundið uppeldi þar sem foreldrar og aðrir forráðamenn stilla börn sín inn á hefðir, venjur og gildi samfélagana sem þau búa í heldur það þegar fullorðið fólk ákveður að ein tiltekin leið í lífinu […]

Fyrsta barn árs­ins fætt í Eyj­um

Fyrsta barn árs­ins í Vest­manna­eyj­um fædd­ist þriðju­dag­inn 20. ág­úst. Það var stúlka, 16 merk­ur og 53 cm. Að sögn móður stúlk­unn­ar gekk fæðing­in vel og heils­ast þeim mæðgum vel. „Ég var alltaf ákveðin í því að fæða í Eyj­um eft­ir að hafa fætt tvær dæt­ur í Reykja­vík. Það er al­veg hrika­lega leiðin­legt að þurfa að […]

Súlurnar upp í dag

Það eru tveir dagar í þjóðhátíð og undirbúnigurinn stendur sem hæst. Í ár verða bílapassarnir armbönd sem verða afhent þeim sem á þurfa að halda  í dag miðvikudaginn 31. júlí frá kl. 9:00-16:00. Nauðsynlegt er að þeir eldri borgarar og fatlaðir sem þurfa að nýta passana mæti sjálfir í Týsheimilið að sækja armbönd Í dag […]

Rökkvi fann kannabisefni við leit á flugvellinum

Helstu verkefni í síðustu viku hjá lögreglu voru þannig að eitt fíkniefnamál kom upp við hefðbundna leit á flugvellinum í Vestmannaeyjum merkti fíkniefnaleitarhundurinn Rökkvi á pakka sem við nánari skoðun innihélt kannabisefni. Sá sem átti von á pakkanum viðurkenndi að eiga efnið og telst málið því að mestu upplýst. Í liðinni viku var lögreglu tilkynnt […]

Fólkið í dalnum á RÚV í kvöld

Í kvöld er hægt að horfa á heimildarmyndin Fólkið í dalnum á RÚV sem fjallar um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum en í ár eru 145 ár liðin frá því fyrst var haldin hátíð í Herjólfsdal, myndin hefst 19:45. Í sögulegu samhengi er hátíðin einstök meðal íslenskra útihátíða. Þrátt fyrir að Þjóðhátíð í Eyjum hafi þróast í […]

Nýr Herjólfur fór sína fyrstu áætlunarferð í kvöld

Nýr Herjólfur sigldi úr höfn í Vestmannaeyjum fullur af farþegum í kvöld. Lagt var af stað klukkan 19:30 og um borð voru um 500 farþegar og 55 bílar. Blíðskapar veður var í Vestmannaeyjum í dag þannig þetta var allt eins og best verður á kosið. Nánar verður fjallað um málið í næsta tölublaði af Eyjafréttum. […]