Sumarmorgunn í Herjólfdal

Ólafur F. Magnússon hefur gefið út nýtt lag við ljóð langafa síns, Magnús Jónsson á Sólvangi. söngkona sem einnig er ættuð frá Vestmannaeyjum syngur langið. Með laginu sagðist Ólafur vera heiðra minningu langafa síns. „Sumarmorgunn í Herjólfdal er ljóð eftir langafa minn, Magnús Jónsson á Sólvangi. Ég kynntist ljóðinu ekki fyrr en á ættarmóti Sólvangsættar (afkomenda […]

Andri og Jeffsy stýra ÍBV út tímabilið

Knattspyrnuráð karla hefur gert samkomulag við Ian Jeffs og Andra Ólafs um að stýra liðinu út tímabilið. Báðir eru þeir öllu ÍBV fólki af góðu kunnir og stýrðu liðinu í síðasta leik. Ian Jeffs verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fær frí frá ÍBV til að fara í landsliðsverkefni um mánaðarmótin ágúst/september. Skarast það við […]

180 manns sáu systurnar í gær

Systurnar Litla hvít og Litla grá hafa aðlagast vel í nýjum heimkynnum og segja umönnunaraðilar þær nú tilbúnar til þess að láta sjá sig. Ákveðið var að opna fyrir gluggan að landlauginni sem systurnar dvelja í fyrir gesti til þess að sjá nýjustu íbúa Vestmannaeyja. Heimsóknirnar verða vel vaktaðar af starfsmönnum Sea life trust svo […]

Eyjamenn mega nú kíkja við og sjá systurnar á ákveðnum tímum dags

Systurnar Litla hvít og Litla grá hafa aðlagast vel í nýjum heimkynnum sínum eftir langt og strangt ferðalag frá Kína. Umönnunaraðilar systrana segja þær nú tilbúnar til þess að láta sjá sig. Ákveðið hefur verið að opna fyrir gluggan að landlauginni sem systurnar dvelja í á ákveðnum tímum yfir daginn fyrir gesti til þess að […]

Ætla að klára þjálfaramálin fyrir næsta leik

ÍBV stefnir á að ganga frá þjálfararáðningu fyrir leik liðsins gegn FH á laugardaginn.  Pedro Hipolito var rekinn eftir tap gegn Stjörnunni um þarsíðustu helgi og Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari, stýrði liðinu í 2-1 tapi gegn KR um síðustu helgi. „Þetta verður klárað núna í vikunni. Þetta er í vinnslu og verður klárt fyrir næsta leik,” sagði […]

Til hamingju með helgina!

Hátíðarhöldin um nýliðna helgi voru öllum þeim sem komu að undirbúningi þeirra og framkvæmd til mikils sóma. Afmælisnefndin vegna 100 ára kaupstaðarafmælis og Goslokanefndin buðu uppá afar fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Menning, saga og mannlíf voru í forgrunni og var þetta samantvinnað með skemmtilegum og frumlegum hætti. Veðrið lék við gesti og allir viðburðir mjög […]

Sjö tinda gangan er á laugardaginn

Hin árlega sjö tinda ganga verður farin næstkomandi laugardag og hefst gangan klukkan 9:30. við Klaufina. Gengið verður hringinn í kringum Stórhöfða þar næst upp á Sæfell, Helgafell, Eldfell, Heimaklett, upp á Hána yfir Molda, eggjarnar og niður Dalfjall.  Aðgangseyrir í gönguna er 2500 krónur og mun allur ágóði renna til Krabbvarnar í Vestmannaeyjum. Veðurspáin […]

Nýja Vest­manna­ey stóðst próf­an­ir

Hin nýja Vestmannaey, sem er í smíðum hjá skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi, fór í prufusiglingu hinn 27. júní sl.. Hinn 5. júlí fóru síðan fram veiðarfæraprófanir en þá var allur búnaður sem tengist veiðarfærum um borð í skipinu prófaður. Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins, er í Noregi og segir að siglingin og veiðarfæraprófanirnar hafi […]

Goslokahátíð: Sunnudagur – myndir

Í gær lauk Goslokahátíð Vestmannaeyja en þétt og mikil dagskrá var alla helgina. Dagskrá dagsins í gær hófst í Landakirkju en fjöldi fólks kom þar saman til þess að taka þátt í göngumessu. Seinna um daginn var sirkus í Íþróttahúsinu fyrir börn og unglinga og í Sagnheimum var Tyrkjaránið til umræðu. Dagskráin kláraðist svo í […]

Sunnudagur – Dagskrá dagsins

11:00 – 13:00 Göngumessa frá Landakirkju, boðið upp á súpu og brauð. 13:00 – 14:30 Íþróttamiðstöðin: Cirkus Flik Flak – barna- og unglingasirkus frá Danmörku sýnir. 13:00 – 16:00 Stakkagerðistún: Sprell – leiktæki á bílaplani Geisla við Stakkagerðistún. 13:00 – 14:00 Sagnheimar: Adam Nichols, prófessor við Marylandháskóla kynnir áður óþekktar hugmyndir um ástæður Tyrkjaránsins. Auk þess fjallar Karl Smári Hreinsson um nýjar þýðingar á Reisubók sr. […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.