Sandra Dís og Björn Viðar skrifuðu undir nýja samninga

Sandra Dís Sigurðardóttir og Björn Viðar Björnsson hafa bæði skrifað undir eins árs samninga við ÍBV. Bæði spiluðu þau stór hlutverk hjá ÍBV handboltaliðunum á síðustu leiktíð og því mikilvægur áfangi að tryggja félaginu krafta þeirra áfram. Meðfylgjandi eru myndir af Söndru Dís og Birni Viðari, en með Söndru Dís á myndinni er Vilmar Þór, […]
Sjómannaforinginn í forystusveit lífeyrissjóða

“Ég var til sjós í 30 ár, byrjaði sextán ára en hef unnið í landi frá því árið 2007 og safnað lífeyrisréttindum sem ég sé í Lífeyrisgáttinni hver orðin eru. Hvar stæði maður án þessara réttinda sem áunnist hafa á starfsævinni? Ekki er ríkisvaldinu að treysta, svo mikið er víst. Skerðing lífeyris almannatrygginga sýnir það […]
Sumarmorgunn í Herjólfdal

Ólafur F. Magnússon hefur gefið út nýtt lag við ljóð langafa síns, Magnús Jónsson á Sólvangi. söngkona sem einnig er ættuð frá Vestmannaeyjum syngur langið. Með laginu sagðist Ólafur vera heiðra minningu langafa síns. „Sumarmorgunn í Herjólfdal er ljóð eftir langafa minn, Magnús Jónsson á Sólvangi. Ég kynntist ljóðinu ekki fyrr en á ættarmóti Sólvangsættar (afkomenda […]
Andri og Jeffsy stýra ÍBV út tímabilið

Knattspyrnuráð karla hefur gert samkomulag við Ian Jeffs og Andra Ólafs um að stýra liðinu út tímabilið. Báðir eru þeir öllu ÍBV fólki af góðu kunnir og stýrðu liðinu í síðasta leik. Ian Jeffs verður áfram aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins og fær frí frá ÍBV til að fara í landsliðsverkefni um mánaðarmótin ágúst/september. Skarast það við […]
180 manns sáu systurnar í gær

Systurnar Litla hvít og Litla grá hafa aðlagast vel í nýjum heimkynnum og segja umönnunaraðilar þær nú tilbúnar til þess að láta sjá sig. Ákveðið var að opna fyrir gluggan að landlauginni sem systurnar dvelja í fyrir gesti til þess að sjá nýjustu íbúa Vestmannaeyja. Heimsóknirnar verða vel vaktaðar af starfsmönnum Sea life trust svo […]
Eyjamenn mega nú kíkja við og sjá systurnar á ákveðnum tímum dags

Systurnar Litla hvít og Litla grá hafa aðlagast vel í nýjum heimkynnum sínum eftir langt og strangt ferðalag frá Kína. Umönnunaraðilar systrana segja þær nú tilbúnar til þess að láta sjá sig. Ákveðið hefur verið að opna fyrir gluggan að landlauginni sem systurnar dvelja í á ákveðnum tímum yfir daginn fyrir gesti til þess að […]
Ætla að klára þjálfaramálin fyrir næsta leik

ÍBV stefnir á að ganga frá þjálfararáðningu fyrir leik liðsins gegn FH á laugardaginn. Pedro Hipolito var rekinn eftir tap gegn Stjörnunni um þarsíðustu helgi og Ian Jeffs, aðstoðarþjálfari, stýrði liðinu í 2-1 tapi gegn KR um síðustu helgi. „Þetta verður klárað núna í vikunni. Þetta er í vinnslu og verður klárt fyrir næsta leik,” sagði […]
Til hamingju með helgina!

Hátíðarhöldin um nýliðna helgi voru öllum þeim sem komu að undirbúningi þeirra og framkvæmd til mikils sóma. Afmælisnefndin vegna 100 ára kaupstaðarafmælis og Goslokanefndin buðu uppá afar fjölbreytta og metnaðarfulla dagskrá. Menning, saga og mannlíf voru í forgrunni og var þetta samantvinnað með skemmtilegum og frumlegum hætti. Veðrið lék við gesti og allir viðburðir mjög […]
Sjö tinda gangan er á laugardaginn

Hin árlega sjö tinda ganga verður farin næstkomandi laugardag og hefst gangan klukkan 9:30. við Klaufina. Gengið verður hringinn í kringum Stórhöfða þar næst upp á Sæfell, Helgafell, Eldfell, Heimaklett, upp á Hána yfir Molda, eggjarnar og niður Dalfjall. Aðgangseyrir í gönguna er 2500 krónur og mun allur ágóði renna til Krabbvarnar í Vestmannaeyjum. Veðurspáin […]
Nýja Vestmannaey stóðst prófanir

Hin nýja Vestmannaey, sem er í smíðum hjá skipasmíðastöð Vard í Aukra í Noregi, fór í prufusiglingu hinn 27. júní sl.. Hinn 5. júlí fóru síðan fram veiðarfæraprófanir en þá var allur búnaður sem tengist veiðarfærum um borð í skipinu prófaður. Guðmundur Alfreðsson, útgerðarstjóri Bergs-Hugins, er í Noregi og segir að siglingin og veiðarfæraprófanirnar hafi […]