Mak­ríl­kvóti ís­lenskra skipa verður 140 þúsund tonn í ár

Íslend­ing­ar taka sér stærri hlut af mak­rílafl­an­um í Norður-Atlants­hafi en þeir hafa áður gert. Mak­ríl­kvóti ís­lenskra skipa verður 140 þúsund tonn í ár, sam­kvæmt reglu­gerð sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Er það rúm­lega 32 þúsund lest­um meira en fyrri viðmiðun­ar­regl­ur hefðu gefið, segir í frétt hjá mbl.is Íslend­ing­um hef­ur ekki verið hleypt að samn­inga­borði strand­ríkja­hóps mak­ríls þrátt fyr­ir marg­ar […]

Enn tekist á um skipun nýrrar stjórnar Herjólfs ohf.

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var enn á ný tekist á um skipun nýrrar stjórnar Herjólfs ohf, sem skipuð var á aðalfundi félagsins í lok maí. Á fundinum lagði minnihlutinn fram tvær bókanir. Í fyrri bókun segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsi yfir miklum vonbrigðum með að fyrst nú sé verið að ræða málefni aðalfundar bæjarstjórnar […]

Tvöfalt fleiri konur mæta í skimun þegar hún er ókeypis

Fjöldi 23ja ára kvenna sem koma í fyrsta sinn í leghálsskimun og 40 ára kvenna sem koma í brjóstaskimun í fyrsta sinn hefur rúmlega tvöfaldast með nýju tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins sem býður konunum skimunina sér að kostnaðarlausu í ár. Stærstur hluti kvennanna segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Fyrstu fimm mánuði […]

Í nógu að snúast hjá Magna á Þjóðhátíðinni

Það verður nóg að gera hjá Magna Ásgeirssyni þessa Þjóðhátíðina því hann kemur fram með ÁMS, Aldamótatónleikunum og nú er staðfest að Killer Queen koma fram sömuleiðis. Strákarnir í FM95Blö tilkynntu sig á Þjóðhátíð sl. föstudag í beinni útsendingu en einnig verða leynigestir með í því atriði eins og undanfarin ár og einnig staðfestir Þjóðhátíðarnefnd […]

Þátturinn tekinn upp í Vestmannaeyjum

„Ég hugsa til síðastliðins sum­ars með tals­verðum söknuði þegar ég sest niður í hæg­inda­stól­inn minn og skrifa nokk­ur orð um lokaþátt okk­ar í þáttaröðinni Lambið og miðin og ég held að ég eigi aldrei eft­ir að gleyma þeim dög­um sem fóru í tök­ur á þess­ari þáttaröð, segir læknirinn í eldhúsinu í pistli um síðasta þátt […]

Nú meikar Gústi það!

Foreign Monkeys hafa sent frá sér ábreiðu af lagi Bjartmars Guðlaugssonar, Nú meikarðu það Gústi sem Gústi sjálfur, Jóhannes Ágúst Stefánsson söng svo eftirminnilega í upphafi 9. áratugarins. Útgáfan á þessu klassíska Eyjalagi er í tilefni af framkomu sveitarinnar á Þjóðhátíð. Þeir Gísli Stefánsson, Bogi Ágúst Rúnarsson og Víðir Heiðdal skipa Foreign Monkeys. Þeir segja […]

2500 manns heimsækir Eyjuna í vikunni

Í dag byrja ungir knattspyrnumenn að streyma á Eyjuna til að taka þátt í 36. Orkumótinu. En mótið í ár er það stærsta frá upphafi með 112 liðum frá 39 félögum. Von er á 1150 keppendum, tæplega 300 þjálfurum/fararstjórum ásamt foreldrum og er því hægt að gera ráð fyrir því að hátt í 2500 manns heimsæki eyjuna í […]

Herjólfur sigldi í fyrsta skipti til Landeyjahafnar

Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn föstudaginn 21. júní, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.  „Tilgangur ferðarinnar var að sigla í höfnina í fyrsta skipti og sjá hvernig það passar við hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn,“ segir Ívar Torfason fyrsti skipstjóri Herjólfs. Ferðin gekk mjög vel enda gátu aðstæður vart verið betri. Siglingin gekk eins […]

Við ætlum út í Eyjar – Goslokalagið 2019

Við ætlum út í Eyjar, goslokalagið 2019 er komið. Lagið er eftir þá Inga Gunnar Jóhannsson og Petri Kaivanto, en textinn er eftir Inga Gunnar. Lagið er flutt af Hálft í hvoru, en þeir Ingi Gunnar, Eyjólfur Kristjánsson og Örvar Aðalsteinsson sjá um söng og Gísli Helgason leikur á flautu. Gísli Stefánsson og Hilmar Sverrisson […]

Mik­ill hiti var bæði í leik­mönn­um og þjálf­ur­um

Val­ur sótti þrjú stig til Eyja í gær þegar þær unnu 3:1-sig­ur á ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í knatt­spyrnu. Eyjakonur komust þó fljótlegar yfir þegar Emma Kelly skoraði á fjórðu mínútu. ÍBV hélt for­skot­inu allt fram á 39. mín­útu Valur jafnaði met­in eft­ir horn­spyrnu. Á loka­mín­útu fyrri hálfleiks komst svo Val­ur yfir með sjálfs­marki, aft­ur […]