Tóku forskot á Goslokahátíðina í Eldheimum

Að þessu sinni byrjaði metnaðarfull dagskrá Goslokahátíðar óvenju snemma. En á föstudaginn opnaði einn fremsti myndlistarmaður landsins Jón Óskar sýningu í Eldheimum á nokkrum af sínum mögnuðu verkum. Sýningin er liður í goslokahátíðinni og verður svo opin áfram út sumarið á afgreiðslutímum safnsins. Um kvöldið mætti svo hljómsveitin Hálft í hvoru og rifjaði upp gamla […]
Pedro Hipolito hættir sem þjálfari ÍBV

Knattspyrnuráð ÌBV og Pedro Hipolito hafa komist að samkomulagi um að ljúka samstarfi. ÍBV þakkar Pedro fyrir það það mikla og óeingjarna starf sem hann lagði á sig og òskar honum velfarnaðar ì framtíðinni. Fyrst um sinn mun Ian Jeffs taka yfir þjálfun meistaraflokks ÌBV, segir í tilkynnngu frá ÍBV. (meira…)
Einræðisleg skipun stjórnar Herjólfs ohf.

Baráttan um bættar samgöngur hefur verið og mun líklega áfram verða eitt af megin verkefnum bæjastjórnar Vestmannaeyja enda eitt stærsta hagsmunamál Eyjamanna. Ferðaþjónustan, sjávarútvegurinn, verslun og þjónusta og íbúar eiga allt undir því að samgöngur séu í lagi allt árið um kring. Þó svo að stórum áföngum hafi verið náð þá er þessari baráttu hvergi […]
Fyrsta brotið úr Þjóðhátíðarmyndinni – Fólkið í Dalnum

Heimildarmyndin Fólkið í Dalnum er nú í eftirvinnslu og verður frumsýnd á næstu vikum í kvikmyndahúsum í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Þetta fyrsta brot úr myndinni sem birt er opinberlega er úr kafla um setningu Þjóðhátíðar Vestmannaeyja sem er Eyjamönnum kær hátíðarstund. Fólkið í Dalnum er mynd eftir Sighvat Jónsson og Skapta Örn Ólafsson og verður […]
Makrílkvóti íslenskra skipa verður 140 þúsund tonn í ár

Íslendingar taka sér stærri hlut af makrílaflanum í Norður-Atlantshafi en þeir hafa áður gert. Makrílkvóti íslenskra skipa verður 140 þúsund tonn í ár, samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðherra. Er það rúmlega 32 þúsund lestum meira en fyrri viðmiðunarreglur hefðu gefið, segir í frétt hjá mbl.is Íslendingum hefur ekki verið hleypt að samningaborði strandríkjahóps makríls þrátt fyrir margar […]
Enn tekist á um skipun nýrrar stjórnar Herjólfs ohf.

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var enn á ný tekist á um skipun nýrrar stjórnar Herjólfs ohf, sem skipuð var á aðalfundi félagsins í lok maí. Á fundinum lagði minnihlutinn fram tvær bókanir. Í fyrri bókun segir að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsi yfir miklum vonbrigðum með að fyrst nú sé verið að ræða málefni aðalfundar bæjarstjórnar […]
Tvöfalt fleiri konur mæta í skimun þegar hún er ókeypis

Fjöldi 23ja ára kvenna sem koma í fyrsta sinn í leghálsskimun og 40 ára kvenna sem koma í brjóstaskimun í fyrsta sinn hefur rúmlega tvöfaldast með nýju tilraunaverkefni Krabbameinsfélagsins sem býður konunum skimunina sér að kostnaðarlausu í ár. Stærstur hluti kvennanna segir að gjaldfrjáls skimun hafi hvatt þær til að taka þátt. Fyrstu fimm mánuði […]
Í nógu að snúast hjá Magna á Þjóðhátíðinni

Það verður nóg að gera hjá Magna Ásgeirssyni þessa Þjóðhátíðina því hann kemur fram með ÁMS, Aldamótatónleikunum og nú er staðfest að Killer Queen koma fram sömuleiðis. Strákarnir í FM95Blö tilkynntu sig á Þjóðhátíð sl. föstudag í beinni útsendingu en einnig verða leynigestir með í því atriði eins og undanfarin ár og einnig staðfestir Þjóðhátíðarnefnd […]
Þátturinn tekinn upp í Vestmannaeyjum

„Ég hugsa til síðastliðins sumars með talsverðum söknuði þegar ég sest niður í hægindastólinn minn og skrifa nokkur orð um lokaþátt okkar í þáttaröðinni Lambið og miðin og ég held að ég eigi aldrei eftir að gleyma þeim dögum sem fóru í tökur á þessari þáttaröð, segir læknirinn í eldhúsinu í pistli um síðasta þátt […]
Nú meikar Gústi það!

Foreign Monkeys hafa sent frá sér ábreiðu af lagi Bjartmars Guðlaugssonar, Nú meikarðu það Gústi sem Gústi sjálfur, Jóhannes Ágúst Stefánsson söng svo eftirminnilega í upphafi 9. áratugarins. Útgáfan á þessu klassíska Eyjalagi er í tilefni af framkomu sveitarinnar á Þjóðhátíð. Þeir Gísli Stefánsson, Bogi Ágúst Rúnarsson og Víðir Heiðdal skipa Foreign Monkeys. Þeir segja […]