Við ætlum út í Eyjar – Goslokalagið 2019

Við ætlum út í Eyjar, goslokalagið 2019 er komið. Lagið er eftir þá Inga Gunnar Jóhannsson og Petri Kaivanto, en textinn er eftir Inga Gunnar. Lagið er flutt af Hálft í hvoru, en þeir Ingi Gunnar, Eyjólfur Kristjánsson og Örvar Aðalsteinsson sjá um söng og Gísli Helgason leikur á flautu. Gísli Stefánsson og Hilmar Sverrisson […]

Mik­ill hiti var bæði í leik­mönn­um og þjálf­ur­um

Val­ur sótti þrjú stig til Eyja í gær þegar þær unnu 3:1-sig­ur á ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna í knatt­spyrnu. Eyjakonur komust þó fljótlegar yfir þegar Emma Kelly skoraði á fjórðu mínútu. ÍBV hélt for­skot­inu allt fram á 39. mín­útu Valur jafnaði met­in eft­ir horn­spyrnu. Á loka­mín­útu fyrri hálfleiks komst svo Val­ur yfir með sjálfs­marki, aft­ur […]

Hún mundi styrkja liðið

Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV öðlaðist í vikunni íslenskan ríkisborgararétt þegar frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt á Alþingi. Cloé er 25 ára göm­ul og er ann­ar marka­hæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upp­hafi með 50 mörk. Cloé er ann­ar marka­hæsti leikmaður­inn í Pepsi Max-deild­inni og hef­ur skorað 7 mörk í sex leikj­um ÍBV […]

Systurnar dafna vel í nýjum heimkynnum

Litla hvít og Litla grá dafna vel í nýjum heimkynnum sínum í gestastofu Sea life trust. Systurnar eru allar koma til eftir langt og strangt ferðalag sem tók um 19 klukkustundir. Eins og staðan er þá er lokað fyrir gesti að sjá í landlaugina sem systurnar dvelja og verður það þannig þar til umönnunaraðilar systranna […]

Stjórnin & Páll Óskar á Þjóðhátíð

Dagskráin á Þjóðhátíð í Eyjum verður með einstöku móti í ár og nú er búið að staðfesta Stjórnina og Pál Óskar. Það er ansi langt síðan Stjórnin kom síðast saman í Herjólfsdal eða árið 1990 meðan Páll Óskar hefur verið fastagestur á stærsta sviði landsins sl. áratug – en Palli lokar hátíðinni í ár með […]

Mannekla í heimahjúkrun

Á fundi fjölskyldu og tómstundaráðs sem fram fór í vikunni kemur fram að líklega þurfi að skera niður starfsemi heimahjúkrunar vegna manneklu í sumar hjá Heilsugæslunni í Vestmannaeyjum. Einnig kemur þar fram að talsverður þungi sé í umönnun í heimahúsum og telur Öldungarráðið því afar mikilvægt að forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands geri allt hvað hann getur […]

Kvenfélagið Heimaey kom færandi hendi

Heimaey – vinnu og hæfingarstöð fékk heldur betur frábæra heimsókn þegar Gunnhildur Hrólfsdóttir, formaður kvenfélagsins Heimaey, kom færandi hendi. Kvenfélagið Heimaey ákvað að gefa kr. 350.000 til styrktar starfi Heimaey vinnu- og hæfingarstöð. Þá er það von félagskvenna að styrkurinn komi að góðum notum. Það má með sanni segja að þessi styrkur mun koma okkur […]

Verkefnin eru nokkur áður en skipið kemst í rekstur

„Ég hef ekki fengið neitt nema jákvæð viðbrögð og vonandi tekst okkur að standast væntingar með framhaldið,“ sagði Guðbjartur Ellertsson framkvæmdastjóri Herjólfs ohf í samtali við Eyjafréttir. Núna er unnið að því að koma nýja skipinu í rekstur en verkefnin eru nokkur áður en það gerist. „Við erum núna að vinna í að gera það […]

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 komin heim eftir lengingu

Þórunn Sveinsdóttir VE-401 sigldi til Skagen í Danmörku í marsbyrjun á þessu ári til þess a’ láta lengja skipið um 6,6 metra. Verkið gekk vel og komu þeir í heimahöfn um klukkan fjögur í nótt. Skipasmíðatöðin Karstensens í Skagen í Danmörku sá um að lengja skipið en sú stöð smíðaði skipið árið 2010. Með lengingunni eykst […]

Cloé öðlaðist í dag íslenskan ríkisborgararétt

Cloé Lacasse, leikmaður ÍBV öðlaðist í dag íslenskan ríkisborgararétt þegar frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar var samþykkt á Alþingi núna seinnipartinn. Cloé er 25 ára göm­ul og er ann­ar marka­hæsti leikmaður ÍBV í efstu deild frá upp­hafi með 50 mörk. Cloé er ann­ar marka­hæsti leikmaður­inn í Pepsi Max-deild­inni og hef­ur skorað 7 mörk í sex […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.