Hæ hó og jibbí jei

Íslenska fánanum sást víða veifað í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Vestmannaeyjabær var að vanda með dagskrá sem hófst á Hraunbúðum og svo var líf og fjör á Stakkagerðistúni um miðjan dag. Eins og áður var gengið í lögreglufylgd frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkagerðistúni. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa […]

Tímamót – Bibbi í Neista 95 ára

Á sunnudaginn n.k. þann 23. júní verður Brynjúlfur Jónatansson, Bibbi í Neista 95 ára. Í tilefni þeirra tímamóta ætlar hann að bjóða til veislu í Kaffi Kró í Vestmannaeyjum á afmælisdaginn frá kl. 15:00 – 17:00. Vonast hann til að allir sem hann þekkir sjái sér fært að kíkja við. (meira…)

Samgöngur verði núna betri og þjóni þörfum Vestmannaeyinga

Nýr Herjólfur kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gær. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, voru við móttökuathöfnina þar sem nýr Herjólfur var afhentur Vestmannaeyingum. Við athöfnina nefndi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. Í […]

Vertu velkominn heim Herjólfur

Í dag er sannanlega gleðidagur fyrir íbúa í Vestmannaeyjum en í dag er okkur afhentur nýr og glæsilegur Herjólfur hér í heimahöfn. Eftir þessum degi höfum við beðið í þó nokkurn tíma – en biðin er nú loks á enda! Það er ánægjulegt og viðeigandi að ný ferja skuli afhent á 100. afmælisári Vestmannaeyjakaupstaðar. Gamli […]

Til hamingju Eyjamenn!

Nú er nýja ferjan loksins loksins að sigla til hafnar. Allir eru mjög spenntir enda samgöngur eitt það allra mikilvægasta fyrir okkar eyjasamfélag. Nýrri ferju fylgja ný tækifæri sem er kannski erfitt að átta sig á að fullu fyrr en hún verður farinn að sanna gildi sitt. Nú þegar hefur ný siglingaráætlun og aukin þjónusta […]

Vel heppnuð forsetaheimsókn

Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier og Elke Büdenbender forsetafrú, forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetafrú, ásamt fylgdarliði, komu í heimsókn til Vestmannaeyja í gær. Um var að ræða hluta af opinberri heimsókn þýska forsetans til Íslands. Forsetahjónin heimsóttu meðal annars sjóvarmadælustöðina, Breka VE-61, borðuðu hádegismat á Slippnum, kíktu á stúlkurnar á TM mótinu […]

Herjólfshátíð á laugardaginn

Laugardaginn 15. júní nk., mun samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson afhenda Vestmannaeyingum nýja ferju fyrir samgöngur milli lands og Eyja. Af því tilefni verður efnt til formlegrar móttökuathafnar í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum. Athöfnin hefst kl. 14:15 með ræðum samgönguráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar, formanni bæjarráðs og fulltrúa Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Prestur Landakirkju mun blessa skipið og forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir […]

Eyjarós – Þjóðhátíðarlagið 2019

Bjartmar Guðlaugsson semur þjóðhátíðarlagið í ár. Lagið heitir Eyjarós og segir hann það höfða sérstaklega til þeirra sem hafa orðið ástfangin í Eyjum. Það eru þrjátíu ár síðan Bjartmar samdi síðast Þjóðhátíðarlag en það var textinn við lagið Í Brekkunni sem hann samdi með Jóni Ólafssyni. „Lagið í ár heitir Eyjarós. Þetta er svoleiðis bullandi […]

Algjörlega trufluð hátíð sem gekk eins og best getur orðið

Um helgina var í fyrsta sinn bjórhátíð haldin í Vestmannaeyjum og voru það félagarnir í The brothers brewery sem héldu hátíðina. Það voru íslensk og erlend brugghús sem tóku þátt í hátíðinni ásamt þremur veitigastöðum úr Vestmannaeyjum. Sá sem átti miða á hátíðina fékk þrjá matarmiða til að smakka allan matinn og svo var hægt […]

Saga fótboltamótanna í Einarsstofu á sunnudag

Eitt merkilegasta frumkvæði Eyjamanna í íþróttum er Tommamótið í Vestmannaeyjum, fótboltamót fyrir sjötta flokk drengja, níu og tíu ára sem fyrst var haldið 1984. Týrarar héldu mótið sem átti eftir að stækka og dafna en þarna var grunnurinn lagður sem haldist hefur lítið breyttur síðan. Hugmyndin var eins manns, Lárusar heitins Jakobssonar sem var laginn […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.