Tímamót – Bibbi í Neista 95 ára

Á sunnudaginn n.k. þann 23. júní verður Brynjúlfur Jónatansson, Bibbi í Neista 95 ára. Í tilefni þeirra tímamóta ætlar hann að bjóða til veislu í Kaffi Kró í Vestmannaeyjum á afmælisdaginn frá kl. 15:00 – 17:00. Vonast hann til að allir sem hann þekkir sjái sér fært að kíkja við. (meira…)
Samgöngur verði núna betri og þjóni þörfum Vestmannaeyinga

Nýr Herjólfur kom til hafnar í Vestmannaeyjum í gær. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, voru við móttökuathöfnina þar sem nýr Herjólfur var afhentur Vestmannaeyingum. Við athöfnina nefndi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju. Í […]
Vertu velkominn heim Herjólfur

Í dag er sannanlega gleðidagur fyrir íbúa í Vestmannaeyjum en í dag er okkur afhentur nýr og glæsilegur Herjólfur hér í heimahöfn. Eftir þessum degi höfum við beðið í þó nokkurn tíma – en biðin er nú loks á enda! Það er ánægjulegt og viðeigandi að ný ferja skuli afhent á 100. afmælisári Vestmannaeyjakaupstaðar. Gamli […]
Til hamingju Eyjamenn!

Nú er nýja ferjan loksins loksins að sigla til hafnar. Allir eru mjög spenntir enda samgöngur eitt það allra mikilvægasta fyrir okkar eyjasamfélag. Nýrri ferju fylgja ný tækifæri sem er kannski erfitt að átta sig á að fullu fyrr en hún verður farinn að sanna gildi sitt. Nú þegar hefur ný siglingaráætlun og aukin þjónusta […]
Vel heppnuð forsetaheimsókn

Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier og Elke Büdenbender forsetafrú, forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid, forsetafrú, ásamt fylgdarliði, komu í heimsókn til Vestmannaeyja í gær. Um var að ræða hluta af opinberri heimsókn þýska forsetans til Íslands. Forsetahjónin heimsóttu meðal annars sjóvarmadælustöðina, Breka VE-61, borðuðu hádegismat á Slippnum, kíktu á stúlkurnar á TM mótinu […]
Herjólfshátíð á laugardaginn

Laugardaginn 15. júní nk., mun samgönguráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson afhenda Vestmannaeyingum nýja ferju fyrir samgöngur milli lands og Eyja. Af því tilefni verður efnt til formlegrar móttökuathafnar í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum. Athöfnin hefst kl. 14:15 með ræðum samgönguráðherra, forstjóra Vegagerðarinnar, formanni bæjarráðs og fulltrúa Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs. Prestur Landakirkju mun blessa skipið og forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir […]
Eyjarós – Þjóðhátíðarlagið 2019

Bjartmar Guðlaugsson semur þjóðhátíðarlagið í ár. Lagið heitir Eyjarós og segir hann það höfða sérstaklega til þeirra sem hafa orðið ástfangin í Eyjum. Það eru þrjátíu ár síðan Bjartmar samdi síðast Þjóðhátíðarlag en það var textinn við lagið Í Brekkunni sem hann samdi með Jóni Ólafssyni. „Lagið í ár heitir Eyjarós. Þetta er svoleiðis bullandi […]
Algjörlega trufluð hátíð sem gekk eins og best getur orðið

Um helgina var í fyrsta sinn bjórhátíð haldin í Vestmannaeyjum og voru það félagarnir í The brothers brewery sem héldu hátíðina. Það voru íslensk og erlend brugghús sem tóku þátt í hátíðinni ásamt þremur veitigastöðum úr Vestmannaeyjum. Sá sem átti miða á hátíðina fékk þrjá matarmiða til að smakka allan matinn og svo var hægt […]
Saga fótboltamótanna í Einarsstofu á sunnudag

Eitt merkilegasta frumkvæði Eyjamanna í íþróttum er Tommamótið í Vestmannaeyjum, fótboltamót fyrir sjötta flokk drengja, níu og tíu ára sem fyrst var haldið 1984. Týrarar héldu mótið sem átti eftir að stækka og dafna en þarna var grunnurinn lagður sem haldist hefur lítið breyttur síðan. Hugmyndin var eins manns, Lárusar heitins Jakobssonar sem var laginn […]
Forseti Þýskalands heimsækir Vestmannaeyjar

Forseti Þýskalands, Frank-Walter Steinmeier, og Elke Büdenbender forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í næstu viku ásamt fylgdarliði. Gert er ráð fyrir að þau dvelji hér dagana 12. og 13. júní en haldi af landi brott föstudaginn 14. júní. Heimsóknin hefst með formlegri móttökuathöfn á Bessastöðum og mun Vestmannaeyjar verða þeirra síðasti viðkomustaður. Eftir móttöku […]