Dagskrá Sjómannadagshelgar – Föstudagur

08.00   Opna Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja. Skráning í síma 481-2363 og á golf.is 14.00  Ölstofa The Brothers Brewery.  Opið frá 14:00 – 01:00. Sjómannalög, létt og þægileg stemning. 21.00   Hjálmar í Alþýðuhúsinu.  Hjálmar bregða sér á bak og fara í sína fyrstu hringferð um landið og Byrja í Alþýðuhúsinu 22.00  Huldumenn í Höllinni.  Rokkað til heiðurs sjómönnum og fjölskyldum þeirra. Húsið opnar kl. […]

Óli á Stapa opnaði myndlistasýningu

Í dag opnaði Ólafur R. Sigurðsson – Óli á Stapa myndlistarsýningu í Einarsstofu í Safnahúsinu. Myndlistarsýningin sem er tileinkuð sjómönnum og sýnir yfirlitsverk hans. Hægt verður að kíkja á sýninguna næstu daga. (meira…)

Breytingar vegna fækkunar barna

Bjarney Magnúsdóttir, leikskólastjóri á Kirkjugerði, fór yfir áætlaðar skipulagsbreytingar á leikskólanum á fundi fræðsluráðs í vikunni. Breytingarnar eru vegna verulegrar fækkunar barna næsta haust. „Deildum verður fækkað úr fimm í fjórar en fimmta deildin verður nýtt sem sameiginlegt rými fyrir aðrar deildir. Þetta þýðir einnig breytingar á starfsmannahópi og þá verður ráðinn verkefnastjóri tímabundið í stað […]

Dagskrá Sjómannahelgar – Fimmtudagur

Dagskrá sjómannahelgarinnar hefst í dag klukkan sex. Hún er þétt og glæsileg dagskráin alla helgina og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. FIMMTUDAGUR 30. Maí 18:00   Ölstofa The Brothers Brewery Sjómannabjórinn 2019 Beddi  kemur á dælu við hátíðlega athöfn. 21:00   Hatari í Alþýðuhúsinu. Hatari fagnar hruni siðmenningarinnar eftir eldskírn á altari evrópskra sjónvarpsstöðva (meira…)

Byrja að sigla nýju ferjunni í næsta mánuði

„Áhöfn mun fara út á helginni og eftir helgi til að undirbúa heimsiglingu til Vestmannaeyja,“ sagði Guðbjartur Ellertsson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir í dag, en samningar náðust á milli Vegagerðarinnar og Crist S.A. um afhendingu nýrrar Vestmannaeyjaferju í gær. „Ég geri ráð fyrir að undirbúningur taki einhverja daga en stefnt er að því að […]

Nú er lögð áhersla á blandaðan afla

Veiðin hjá Vestmannaey VE og Bergey VE hefur verið góð það sem af er mánuði. Skipin hafa fengið yfir 700 tonn en þau hafa lagt áherslu á að fiska annað en þorsk. Þau hafa veitt löngu, lýsu, steinbít og kola, en nú hafa þau hafið ýsuveiðar. Slegið var á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra á […]

Danssýning GRV á morgun

Á morgun er hin árlega danssýning GRV í íþróttahúsinu. Það eru 1-5. bekkur sem munu sýna dans og hefst sýningin klukkan kl. 16:30. Á föstudaginn er opið hús í sal Barnaskólans frá kl. 10-12 þar sem nemendur í 10. bekk sýna lokaverkefnin sín. (meira…)

Huldumenn verða til

Undanfarna 3 áratugi hafa Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari leikið rokktónlist saman en samstarf þeirra hófst í hljómsveitinni Gildrunni um 1990. Gildran leið undir lok 2012 og síðan þá hafa þeir leikið Creetence tónlist John Fogerty með hinum og þessum valinkunnum hljómlistarmönnum. Undanfarin misseri hafa þeir félagar hist reglulega í því skyni að […]

Langar þig til að bjarga lífum?

Blóðgjöf er raunveruleg lífgjöf og getur ein blóðgjöf bjargað allt að þremur lífum. Því skiptir hver og einn blóðgjafi ótrúlega miklu máli. Til þess að anna eftirspurn eftir blóði þarf u.þ.b. 2000 nýja blóðgjafa á hverju ári til viðbótar við þann hóp sem við höfum nú þegar. Ert þú á aldrinum 18-65 ára og heilsuhraust/ur? […]

Lokahóf yngri flokka í Handbolta

Lokahóf yngri flokka í Handbolta Verður í Herjólfsdal á morgun mánudag 27. maí. Sprell og léttar veitingar. Tími hjá hverjum og einum flokk er: 8. flokkur kl. 15:00 – 16:00 7. flokkur kl. 15:20 – 16:20 6. fokkur kl. 15:40 – 16:40 5. flokkur kl. 16:00 – 17:00 4. flokkur kl. 19:00 þriðjudaginn 28. maí í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.