Byrja að sigla nýju ferjunni í næsta mánuði

„Áhöfn mun fara út á helginni og eftir helgi til að undirbúa heimsiglingu til Vestmannaeyja,“ sagði Guðbjartur Ellertsson framkvæmdastjóri Herjólfs í samtali við Eyjafréttir í dag, en samningar náðust á milli Vegagerðarinnar og Crist S.A. um afhendingu nýrrar Vestmannaeyjaferju í gær. „Ég geri ráð fyrir að undirbúningur taki einhverja daga en stefnt er að því að […]
Nú er lögð áhersla á blandaðan afla

Veiðin hjá Vestmannaey VE og Bergey VE hefur verið góð það sem af er mánuði. Skipin hafa fengið yfir 700 tonn en þau hafa lagt áherslu á að fiska annað en þorsk. Þau hafa veitt löngu, lýsu, steinbít og kola, en nú hafa þau hafið ýsuveiðar. Slegið var á þráðinn til Jóns Valgeirssonar skipstjóra á […]
Danssýning GRV á morgun

Á morgun er hin árlega danssýning GRV í íþróttahúsinu. Það eru 1-5. bekkur sem munu sýna dans og hefst sýningin klukkan kl. 16:30. Á föstudaginn er opið hús í sal Barnaskólans frá kl. 10-12 þar sem nemendur í 10. bekk sýna lokaverkefnin sín. (meira…)
Huldumenn verða til

Undanfarna 3 áratugi hafa Birgir Haraldsson söngvari og Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari leikið rokktónlist saman en samstarf þeirra hófst í hljómsveitinni Gildrunni um 1990. Gildran leið undir lok 2012 og síðan þá hafa þeir leikið Creetence tónlist John Fogerty með hinum og þessum valinkunnum hljómlistarmönnum. Undanfarin misseri hafa þeir félagar hist reglulega í því skyni að […]
Langar þig til að bjarga lífum?

Blóðgjöf er raunveruleg lífgjöf og getur ein blóðgjöf bjargað allt að þremur lífum. Því skiptir hver og einn blóðgjafi ótrúlega miklu máli. Til þess að anna eftirspurn eftir blóði þarf u.þ.b. 2000 nýja blóðgjafa á hverju ári til viðbótar við þann hóp sem við höfum nú þegar. Ert þú á aldrinum 18-65 ára og heilsuhraust/ur? […]
Lokahóf yngri flokka í Handbolta

Lokahóf yngri flokka í Handbolta Verður í Herjólfsdal á morgun mánudag 27. maí. Sprell og léttar veitingar. Tími hjá hverjum og einum flokk er: 8. flokkur kl. 15:00 – 16:00 7. flokkur kl. 15:20 – 16:20 6. fokkur kl. 15:40 – 16:40 5. flokkur kl. 16:00 – 17:00 4. flokkur kl. 19:00 þriðjudaginn 28. maí í […]
ÍBV og Heimaey vinnu og hæfingarstöð í samstarf

Í dag undirrituðu ÍBV og Heimaey – vinnu og hæfingarstöð samstarfssamning. Markmið með samningnum er að skapa starfsmönnum í Heimaey vinnu og hæfingarstöð fjölbreyttari vinnuverkefni. Það er von okkar og trú að með markvissara samstarfi fái þeir starfsmenn í Heimaey sem það kjósa aukna möguleika á fjölbreyttari verkefnum sem vonandi skilar sér í meiri starfsánægju, aukinni samfélagslegri […]
Fyrsti bekkur fékk reiðhjólahjálm frá Kiwanis

Í dag var hjóladagur hjá yngri bekkjum Grunnskóla Vestmannaeyja. Á hjóladaginn mættu Kiwanismenn og gáfu öllum börnum í fyrsta bekk hjálm. Slysavarafélagið Eykildill mætti einnig á svæðið, hjálpaði til, lagaði og stillti hjálmana fyrir börnin. Lögreglan kom líka og fór yfir hjólin hjá börnunum, til að athuga hvort allt væri ekki með felldu á þeim. […]
Lestrarátakið fór fram úr björtustu vonum

Leikskólinn Kirkjugerði stóð fyrir lestrarátaki í apríl og maí og voru foreldrar barnanna fengin með í átkakið. „Þar sem að við á Kirkjugerði elskum að lesa og lesum á hverjum degi ákváðum við að fara í smá lestrarátak og fá foreldra með okkur í lið. Lestrarátakið lýsir sér þannig að börnin fá heim með sér Lubba […]
Hlutu verðlaun fyrir öryggishjálm fyrir sjómenn

Námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja í Háskóla Reykjavíkur lauk á föstudaginn með lokahófi þar sem vinningslið hlutu verðlaun og nemendurnir fengu tækifæri til að gleðjast saman yfir afrakstri síðustu þriggja vikna. Nemendur í Haftengdri nýsköpun hlutu verðlaun fyrir hugmynd sína í tengslum við samfélagslega ábyrgð. Langstærsta þriggja vikna námskeiðið sem kennt er í HR er […]