Eftirlýstir Íslendingar á 17. og 18. öld:

Samstarf Myndlistaskólans og Daníels spratt upp úr rannsóknum fyrir verkefnið ,,Fötlun fyrir tíma fötlunar“ sumarið 2018. Í fyrirlestrinum kynnir Daníel rannsóknir sínar og dregur m.a. fram í dagsljósið nokkra eftirlýsta Eyjamenn og -konur. Að loknum fyrirlestri opnar Daníel sýningu í Einarsstofu, sem samanstendur af 30 teikningum nemenda við Myndlistaskólann. Myndirnar eru unnar upp úr mannlýsingum […]

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Eyjafrétta óskar Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegs sumars. Það er okkar von að gott og sólríkt sumar sé í vændum á Heimaey. Að vanda var Vestmannaeyjabær með dagskrá og hófst hún klukkan 11 í Einarsstofu. Skólalúðrasveitin lék vel valin lög. Krakkar úr stóru upplestrarkeppnin, þau Gabríel Ari Davíðsson og Hrafnhildur Ýr Steinsdóttir lásu ljóð. […]

Hvað er til ráða?

Þegar gengið var til samninga um dýpkun í Landeyjahöfn síðasta haust kom bæjarstjórn Vestmannaeyja skýrum og afdráttarlausum mótmælum á framfæri við Vegagerðina. Raunar hafði bæjarstjórn einnig mótmælt því hvernig útboðinu sjálfu var háttað; vægi tilboðsupphæðar annars vegar og tæknilegrar getu hins vegar kom mörgum spánskt fyrir sjónir. En látum það liggja á milli hluta. Eftir […]

Margt um manninn í páskaeggjaleit

Páskaeggjaleit Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum fór fram í góðu veðri á Skírdag við virkið á Skansinum. Margir kíktu með börnin sín í leit af páskaeggjum og tókst vel til, allir fengu egg. Jarl Sigurgeirsson reif svo stemminguna upp með gítarspili og söng við góðar undirtektir. (meira…)

Páskar í Landakirkju 2019

Að venju er þétt dagskrá í Landakirkju yfir páskana og hefst dagskráin í dag, skírdag. Skírdagur, 18.apríl – Kl. 20.00. Messa í Landakirkju. Sr. Viðar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Í lok messu fer fram afskríðing altarisins. Föstudagurinn langi, 19.apríl – Kl. 11.00. Guðsþjónusta þar sem píslarsaga Jesú […]

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Að vanda förum við um víðan völl í þessu tölublaði. Opnuviðtalið þennan mánuðinn er við Robert Hugo Blanco sem hefur kennt við Framhaldsskóla Vestmannaeyja í 25 ár. Sagan hans er ótrúleg og má ekki fara framhjá neinum. Kjartan Vídó Ólafsson […]

Gleðilegt sumar

Lundinn settist upp 14. apríl í ár og þar með komið sumar hjá mér þó að veðrið sé nú ekki beint sumarlegt. Þetta er reyndar í fyrra lagi miðað við síðustu ár, en ég hef amk. einu sinni séð hann setjast upp þann 13. en vonandi er þetta ávísun á gott sumar og eins og […]

Já!  

Við stöndum oft frammi fyrir afdrifaríkum ákvörðunum í lífinu. Ákvörðunum sem hafa áhrif á hvað við gerum, hvar við verðum og ekki síst hver við verðum eða hvernig. Hvernig tengsl við ætlum að hafa við skurðpunkta tengslanets okkar, hvort sem það snýr að okkur sjálfum eða öðrum, og hvernig við viljum viðhalda þeim eða styrkja. […]

Mið-Ísland með uppistand í Höllinni

Uppistandshópurinn Mið-Ísland heldur nú í fyrsta sinn til Vestmannaeyja með nýja uppistandssýningu sína, Mið-Ísland 2019. Hópurinn lofar frábærri kvöldstund í Höllinni í Vestmannaeyjum fyrir alla sem vilja lyfta sér upp og sjá fremstu uppistandara landsins troða upp með glænýtt efni. Frá upphafi hafa Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Björn Bragi, Dóri DNA og Jóhann Alfreð staðið […]

Eiga aflóga risaeðlur að taka einhliða ákvarðanir í bakherbergjum stofnana!

Þegar kemur að opinberri stjórnsýslu hélt maður að orðatiltækið “Eftir höfðinu dansa limirnir” ætti 100% við. En svo er nú aldeilis ekki, ekki á Íslandi amk. Við sjáum það ítrekað þegar við lesum fjölmiðla upp á síðkastið, og get ég í fljótu bragði nefnt Seðlabankann, Fiskistofu og MAST sem ekki hafa þjónað hlutverkum sínum eins […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.