Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út

Nýtt tölublað Eyjafrétta er komið út og verður blaðið borið út til áskrifenda í dag. Hægt er að kaupa blaðið í lausasölu í Vöruval, Klettinum og Tvistinum. Fermingarnar eru framundan og í blaðinu er að vanda fermingabörnunum, aðstandendum þeirra og öllu því sem að fermingunni lýtur gerð skil í máli og myndum. Eins og venjulega […]

Þetta er ekki boðlegt!

Hvað er yndislegra en að ganga með barn, upplifa meðgöngu og vera með sínum nánustu. Fyrir 28 árum síðan átti ég yngstu dóttir mína, meðgangan var frábær og ég fékk alla þá þjónust sem þörf var á, ljósmóðir, læknar og sónarskoðun allt hér í Vestmannaeyjum. Að morgni 21 september gekk ég upp Hólagötuna og bar […]

Sæheimar loka

Þessa dagana fer fram flutningur á lifandi fiskum og öðrum sjávarlífverum frá Sæheimum í ný heimkynni hjá Sea Life Trust að Ægisgötu 2. Búið er að flytja flest dýrin, en ennþá eru nokkur sérstaklega þrjósk hornsíli eftir og litlir krabbar sem eru í felum bak við steina. Sæheimar hafa nú hætt starfsemi sinni og lýkur […]

ÍBV er nú í harðri bar­áttu um sæti í úr­slita­keppn­inni

ÍBV vann Selfoss með níu mörkum í Olís­deild­ kvenna í handbolta í dag. Sel­foss er þar með fallið úr úr­vals­deild kvenna. Ester Óskars­dótt­ir átti stór­leik og skoraði níu mörk en leikn­um lauk 28:19. ÍBV er nú í harðri bar­áttu um sæti í úr­slita­keppn­inni en liðið er með 23 stig í fjórða sæti deild­ar­inn­ar, jafn mörg stig […]

Sinnuleysi Vegagerðar skerðir lífsgæði og atvinnutækifæri Vestmannaeyinga

Samgöngur eru án efa eitt allra stærsta hagsmunamál samfélagsins okkar. Á vörum allra bæjarbúa heyrast sömu spurningar þessa dagana, hvenær opnar höfnin? Enda ekki skrítið, Landeyjahöfn hefur verið stórkostlegt framfaraskref fyrir Vestmannaeyjar og tækifærin fyrir samfélagið hafa vaxið stórkostlega með tilkomu hennar. Um leið og Landeyjahöfn opnast eykst straumur ferðamanna margfalt og lífsgæði eyjaskeggja aukast […]

Bakskólinn á erindi við marga

Hildur Sólveig Sigurðardóttir sjúkraþjálfari hefur frá því í nóvember á síðasta ári starfrækt bakskóla í Eldeyjarsalnum í Goðahrauni en hún er að ljúka fimmta námskeiðinu í næstu viku og hafa um 40 einstaklingar nú þegar setið námskeiðið hjá henni. Aðspurð um skólan sagði Hildur Sólveig að Bakskólinn væri fjögurra vikna námskeið sem er uppsett af […]

Bjartey Ósk ein af sigurvegurum í teiknikeppni MS

Bjartey Ósk Sæþórsdóttir í 4. ÞS var ein af 10 nemendum sem unnu í teiknisamkeppni MS. Alls voru yfir 1400 myndir sendar inn. Í verðlaun fær bekkurinn hennar 40.000.- krónur til að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hér má sjá mynd af Bjartey Ósk með Þóru mynmenntarkennara skólans og Þóru umsjónakennaranum sínum sem voru himinlifandi með […]

Tvö bílastæði í stað útisvæðis fyrir börn og fullorðna

Eigendur The brothers brewery keyptu nýverið eign við Bárustíg 7 sem þeir vinna nú hörðum höndum við að gera upp svo hægt verði að opna staðinn fyrir sumarið. Í plönum þeirra var einnig að gera flott útisvæði við húsnæðið. Jóhann Guðmundsson einn af eigendum The brothers brewery sótti um fyrir hönd fyrirtækisins eftir stækkun á lóð […]

Hið árlega Guðlaugssund var haldið í gær og í morgun

Nú eru 35 ár síðan Guðlaugur Friðþórsson vann það mikla afrek að synda í land eftir hræðilegt sjóslys, eða um 6 km. Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum undir stjórn Friðriks Ásmundssonar hóf fljótlega að minnast þessa atburðar með því að nemendur syntu í Sundlauginni okkar boðsund. Síðar fóru nokkrir einstaklingar að synda þetta til að minnast öryggismála […]

Á meðan ég hef gaman af þessu og hef tækifæri til að spila sem atvinnumaður

Valur Marvin Pálsson er fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í tölvuleik. Hann er núna búsettur í Los Angeles þar sem hann spilar í liði með öðrum fyrir Kanadískt fyrirtæki. Draumurinn er að komast sem lengst sem lið og vinna til peningaverðlauna. Hægt er að lesa viðtalið við Val Marvín í síðasta tölublaði af Eyjafréttum eða hér að […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.