Háskóladagurinn í Framhaldsskólanum á mánudag – uppfært

Háskóladagurinn verður með kynningu í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á mánudaginn 18. mars frá kl. 11:00 til 13:00 en ekki í dag eins og áður var greint frá. Allir háskólar landsins kynna þar námsframboð sitt, sem telur yfir 500 námsleiðir, og námsráðgjafar verða á staðnum. Langar þig í háskólanám? Ef svarið er já, þá viltu ekki […]
Trommað til styrktar krabbavarnar

Sr. Viðar Stefánsson, prestur í Landakirkju, leiðir tímann í samvinnu við Siggu Stínu sem jafnframt kennir POUND leikfimi hér í Eyjum. POUND eru alhliða styrktar- og teygjuæfingar fyrir alla. Í æfingunum eru notaðir kjuðar sem eru nokkuð þyngri en venjulegir trommukjuðar sem slegnir eru í takt við taktfasta tónlist. Trommukunnátta er alls engin skylda fyrir […]
Bæjarráð lítur það alvarlegum augum að enn fækki opinberum störfum

Bæjarráð lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin varðandi embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ljóst er að með tilfærslu sýslumannsins í önnur verkefni og setningu sýslumannsins á Suðurlandi yfir embættið í Vestmannaeyjum getur komið til skerðingar á þjónustu við bæjarbúa. Bæjarráð lítur það alvarlegum augum að enn fækki opinberum störfum í Vestmannaeyjum þrátt fyrir […]
Góður árangur skáksveita úr Eyjum á Íslandsmóti skákfélaga

Um síðustu helgi 1.-2. mars lauk seinni hluta Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla í Reykjavík, en fyrri hlutinn fór fram í nóvember síðastliðnum. Taflfélag Vestmannaeyja sendi tvær sex manna sveitir á mótið, aðra í 3ju deild en hina í fjórðu deild. Alls tóku 17 keppendur frá TV þátt í keppninni um helgina. Sveit TV endaði í […]
Nýr yfirmaður Kubbs í Vestmannaeyjum

Friðrik Þór Steindórsson er nýr yfirmaður Kubbs ehf. í Vestmannaeyjum. Forsvarsmenn Kubbs sögðu í samtali við Eyjafréttir að hann hafi byrjaði hjá þeim 20. febrúar. „Með ráðningu hans vonumst við til að sorpmálin í Vestmannaeyjum gangi vel.“ (meira…)
Karlaklúbbur og Jóga á Hraunbúðum

Það er virkilega öflugt starf unnið á Hraunbúðum og unnið er hörðum höndum að því að hafa starfsemina fjölbreytta og skemmtilega fyrir heimilismenn. Um miðjan febrúar var formlega stofnaður Karlaklúbburinn Eyjan á Hraunbúðum og ekki nóg með það heldur var vígð smíðastofa í leiðinni. „Við ætlum að grípa áhugann sem er núna á því að […]
Fyrsti vorboðinn mættur

Jóhann Guðjónsson, Jói á Þristinum, brá ekki út af vana sínum og tilkynnti Eyjafréttum um komu fyrsta vorboðans, tjaldsins sem er fyrr á ferðinni en venjulega. ,,Ég sá fyrsta tjaldinn í dag sem er óvenju snemmt. Venjulega er hann að koma um miðjan mars. Í fyrra sá ég þann fyrsta á steini suður í Klauf sem […]
Vona að mitt starf verði sá gluggi sem ætlast er til

Á föstudaginn hóf Klaudia Beata Wróbel, störf sem fjömenningarfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ. Klaudia er 21 árs, fædd í Póllandi og kom til Íslands 2008. Talar mjög góða íslensku og útskrifaðist sem stúdent frá Farmhaldsskólanum í Vestmannaeyjum í desember sl. Var hún valin úr hópi fjögurra umsækjenda. Klaudia er komin með íslenskan ríkisborgararétt. „Ég kom til landsins […]
Þrefaldur Íslandsmeistari

Íslandsmót Öldunga var haldið í Laugardalshöllini 16. febrúar síðastliðinn. Frjálsíþróttakonan Árny Heiðarsdóttir varð þrefaldur Íslandsmeistari í flokki 60-64 ára. Keppti hún í 60 metra hlaupi, langstökki og kúlu. Keppt var í tveimur riðlum og tóku 16 konur á öllum aldri þátt. Árný sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta hefði verið virkilega skemmtilegt mót og alltaf […]
Útgáfutónleikar Merkúr

Margt var um manninn þegar þungarokkshljómsveitin Merkúr hélt sína fyrstu útgáfutónleika á föstudagskvöldið á Háaloftinu. Merkúr samanstendur af fjórum eyjapeyjum. Arnar Júlíusson, Trausti Mar Sigurðsson, Mikael Magnússon og Birgir Þór Bjarnason. Hljómsveitin var stofnuð þann 15.nóvember 2017 og eftir árs vinnu gáfu þeir út sínu fyrstu plötu “Apocalypse rising” sem hefur fengið mjög góða dóma og […]