Lét fjarnám á sænsku ekki stoppa sig

Sigrún Arna Gunnarsdóttir lét gamlan draum rætast á síðasta ári þegar hún skráði sig í fjarnám í innanhúshönnun á sænksu. Núna er hún að vinna lokaverkefnið og er með mörg járn í eldinum. Hægt er að lesa viðtalið við Sigrúnu Örnu í síðasta tölublaði Eyjafrétta eða hér að neðan ef þú ert áskrifandi. (meira…)

Er Suðurland uppselt?

Suðurland er að mörgu leyti orðið þroskað ferðamannasvæði enda löng hefð fyrir móttöku gesta í landshlutanum og Sunnlendingar þekktir fyrir gestrisni. Ferðamenn sem fara um Suðurland eru stórt hlutfall af heildarfjölda ferðamanna sem koma til landsins. Árið 2018 var heildarfjöldi ferðamanna til Íslands um 2,3 milljónir og af þeim komu um 1,7 milljónir á Suðurland. […]

Háskóladagurinn í Framhaldsskólanum á mánudag – uppfært

Háskóladagurinn verður með kynningu í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á mánudaginn 18. mars frá kl. 11:00 til 13:00 en ekki í dag eins og áður var greint frá. Allir háskólar landsins kynna þar námsframboð sitt, sem telur yfir 500 námsleiðir, og námsráðgjafar verða á staðnum. Langar þig í háskólanám? Ef svarið er já, þá viltu ekki […]

Trommað til styrktar krabbavarnar

Sr. Viðar Stefánsson, prestur í Landakirkju, leiðir tímann í samvinnu við Siggu Stínu sem jafnframt kennir POUND leikfimi hér í Eyjum. POUND eru alhliða styrktar- og teygjuæfingar fyrir alla. Í æfingunum eru notaðir kjuðar sem eru nokkuð þyngri en venjulegir trommukjuðar sem slegnir eru í takt við taktfasta tónlist. Trommukunnátta er alls engin skylda fyrir […]

Bæjarráð lítur það alvarlegum augum að enn fækki opinberum störfum

Bæjarráð lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin varðandi embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ljóst er að með tilfærslu sýslumannsins í önnur verkefni og setningu sýslumannsins á Suðurlandi yfir embættið í Vestmannaeyjum getur komið til skerðingar á þjónustu við bæjarbúa. Bæjarráð lítur það alvarlegum augum að enn fækki opinberum störfum í Vestmannaeyjum þrátt fyrir […]

Góður árangur skáksveita úr Eyjum á  Íslandsmóti skákfélaga

Um síðustu helgi 1.-2. mars  lauk seinni hluta Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla í Reykjavík, en fyrri hlutinn fór fram í nóvember síðastliðnum. Taflfélag Vestmannaeyja sendi tvær sex manna sveitir á mótið, aðra í 3ju deild en hina í fjórðu deild. Alls tóku 17 keppendur frá TV þátt í keppninni um helgina. Sveit TV endaði í […]

Nýr yfirmaður Kubbs í Vestmannaeyjum

Friðrik Þór Steindórsson er nýr yfirmaður Kubbs ehf. í Vestmannaeyjum. Forsvarsmenn Kubbs sögðu í samtali við Eyjafréttir að hann hafi byrjaði hjá þeim 20. febrúar. „Með ráðningu hans vonumst við til að sorpmálin í Vestmannaeyjum gangi vel.“ (meira…)

Karlaklúbbur og Jóga á Hraunbúðum

Það er virkilega öflugt starf unnið á Hraunbúðum og unnið er hörðum höndum að því að hafa starfsemina fjölbreytta og skemmtilega fyrir heimilismenn. Um miðjan febrúar var formlega stofnaður Karlaklúbburinn Eyjan á Hraunbúðum og ekki nóg með það heldur var vígð smíðastofa í leiðinni. „Við ætlum að grípa áhugann sem er núna á því að […]

Fyrsti vorboðinn mættur

Jóhann Guðjónsson, Jói á Þristinum, brá ekki út af vana sínum og tilkynnti Eyjafréttum um komu fyrsta vorboðans, tjaldsins sem er fyrr á ferðinni en venjulega. ,,Ég sá fyrsta tjaldinn í dag sem er óvenju snemmt. Venjulega er hann að koma um miðjan mars. Í fyrra sá ég þann fyrsta á steini suður í Klauf sem […]

Vona að mitt starf verði sá gluggi sem ætlast er til

Á föstudaginn hóf Klaudia Beata Wróbel, störf sem fjömenningarfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ. Klaudia er 21 árs, fædd í Póllandi og kom til Íslands 2008. Talar mjög góða íslensku og útskrifaðist sem stúdent frá Farmhaldsskólanum í Vestmannaeyjum í desember sl. Var hún valin úr hópi fjögurra umsækjenda. Klaudia er komin með íslenskan ríkisborgararétt. „Ég kom til landsins […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.