Hið árlega Guðlaugssund var haldið í gær og í morgun

Nú eru 35 ár síðan Guðlaugur Friðþórsson vann það mikla afrek að synda í land eftir hræðilegt sjóslys, eða um 6 km. Stýrimannaskólinn í Vestmannaeyjum undir stjórn Friðriks Ásmundssonar hóf fljótlega að minnast þessa atburðar með því að nemendur syntu í Sundlauginni okkar boðsund. Síðar fóru nokkrir einstaklingar að synda þetta til að minnast öryggismála […]
Á meðan ég hef gaman af þessu og hef tækifæri til að spila sem atvinnumaður

Valur Marvin Pálsson er fyrsti íslenski atvinnumaðurinn í tölvuleik. Hann er núna búsettur í Los Angeles þar sem hann spilar í liði með öðrum fyrir Kanadískt fyrirtæki. Draumurinn er að komast sem lengst sem lið og vinna til peningaverðlauna. Hægt er að lesa viðtalið við Val Marvín í síðasta tölublaði af Eyjafréttum eða hér að […]
Lét fjarnám á sænsku ekki stoppa sig

Sigrún Arna Gunnarsdóttir lét gamlan draum rætast á síðasta ári þegar hún skráði sig í fjarnám í innanhúshönnun á sænksu. Núna er hún að vinna lokaverkefnið og er með mörg járn í eldinum. Hægt er að lesa viðtalið við Sigrúnu Örnu í síðasta tölublaði Eyjafrétta eða hér að neðan ef þú ert áskrifandi. (meira…)
Er Suðurland uppselt?

Suðurland er að mörgu leyti orðið þroskað ferðamannasvæði enda löng hefð fyrir móttöku gesta í landshlutanum og Sunnlendingar þekktir fyrir gestrisni. Ferðamenn sem fara um Suðurland eru stórt hlutfall af heildarfjölda ferðamanna sem koma til landsins. Árið 2018 var heildarfjöldi ferðamanna til Íslands um 2,3 milljónir og af þeim komu um 1,7 milljónir á Suðurland. […]
Háskóladagurinn í Framhaldsskólanum á mánudag – uppfært

Háskóladagurinn verður með kynningu í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á mánudaginn 18. mars frá kl. 11:00 til 13:00 en ekki í dag eins og áður var greint frá. Allir háskólar landsins kynna þar námsframboð sitt, sem telur yfir 500 námsleiðir, og námsráðgjafar verða á staðnum. Langar þig í háskólanám? Ef svarið er já, þá viltu ekki […]
Trommað til styrktar krabbavarnar

Sr. Viðar Stefánsson, prestur í Landakirkju, leiðir tímann í samvinnu við Siggu Stínu sem jafnframt kennir POUND leikfimi hér í Eyjum. POUND eru alhliða styrktar- og teygjuæfingar fyrir alla. Í æfingunum eru notaðir kjuðar sem eru nokkuð þyngri en venjulegir trommukjuðar sem slegnir eru í takt við taktfasta tónlist. Trommukunnátta er alls engin skylda fyrir […]
Bæjarráð lítur það alvarlegum augum að enn fækki opinberum störfum

Bæjarráð lýsir áhyggjum af þeirri stöðu sem upp er komin varðandi embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum. Ljóst er að með tilfærslu sýslumannsins í önnur verkefni og setningu sýslumannsins á Suðurlandi yfir embættið í Vestmannaeyjum getur komið til skerðingar á þjónustu við bæjarbúa. Bæjarráð lítur það alvarlegum augum að enn fækki opinberum störfum í Vestmannaeyjum þrátt fyrir […]
Góður árangur skáksveita úr Eyjum á Íslandsmóti skákfélaga

Um síðustu helgi 1.-2. mars lauk seinni hluta Íslandsmóti skákfélaga í Rimaskóla í Reykjavík, en fyrri hlutinn fór fram í nóvember síðastliðnum. Taflfélag Vestmannaeyja sendi tvær sex manna sveitir á mótið, aðra í 3ju deild en hina í fjórðu deild. Alls tóku 17 keppendur frá TV þátt í keppninni um helgina. Sveit TV endaði í […]
Nýr yfirmaður Kubbs í Vestmannaeyjum

Friðrik Þór Steindórsson er nýr yfirmaður Kubbs ehf. í Vestmannaeyjum. Forsvarsmenn Kubbs sögðu í samtali við Eyjafréttir að hann hafi byrjaði hjá þeim 20. febrúar. „Með ráðningu hans vonumst við til að sorpmálin í Vestmannaeyjum gangi vel.“ (meira…)
Karlaklúbbur og Jóga á Hraunbúðum

Það er virkilega öflugt starf unnið á Hraunbúðum og unnið er hörðum höndum að því að hafa starfsemina fjölbreytta og skemmtilega fyrir heimilismenn. Um miðjan febrúar var formlega stofnaður Karlaklúbburinn Eyjan á Hraunbúðum og ekki nóg með það heldur var vígð smíðastofa í leiðinni. „Við ætlum að grípa áhugann sem er núna á því að […]