Plastpokar

September síðastliðinn var auglýstur sem plastlaus mánuður. Hér var um árvekniátak að ræða, að vekja okkur til umhugsunar um yfirflæði og skaðsemi plastnotkunar. Einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir voru hvattir til að draga úr plastnotkun. Sjálf reyndi ég að vinna með og á leikskólanum settum við m.a. dagblöð í stað plastpoka í ruslafötur. Undanfarið hafa Líknarkonur […]
Besta lundaball ársins

Um helgina fór fram í Höllinni hið árlega Lundaball. Að þessu sinni var það í höndum Álseyinga. Rúmlega 400 manns mættu til matar og var almenn ánægja með skemmtunina. Voru gestir sammála um það að þetta sé langbesta lundaball sem haldið hefur verið á árinu. Okkar maður Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum með […]
Bestu stellingarnar í rúminu

Góð líkamsstaða er fjárfesting til framtíðar Líkamsstaða okkar skiptir verulegu máli. Ef við venjum okkur við góðar líkamsstöður þá getur stoðkerfi líkamans enst okkur lengur án verkja og dregið úr líkum á við hljótum m.a. slitgigt og/eða þurfum að fara t.d. í liðskipti þegar við eldumst. Góð líkamsstaða bætir m.a. þol þar sem lungnastarfsemi og […]
Þórunn Pálsdóttir níræð í dag

Í dag, 27. september fagnar Þórunn Pálsdóttir frá Þingholti 90 ára afmæli. Afmælisbarnið tekur á móti gestum í Oddfellow milli klukkan 17.00 og 20.00 í dag. Allir velkomnir. (meira…)
Voðinn VÍS

Í síðustu viku voru birtar dapurlegar fréttir þess efnis að VÍS hefði ákveðið að leggja niður eða sameina fjölmörg útibú sín og þar með boðað uppsagnir og mikla þjónustuskerðingu við landsbyggðina. VÍS hefur veitt Vestmannaeyingum vátryggingaþjónustu í fjöldamörg ár og verður nú brotið blað í sögu fyrirtækisins þegar það mun ekki lengur reka útibú í […]
Lundasumarið 2018

Aðeins 1 pysja vigtuð á Sædýrasafninu í dag og lundaballið um næstu helgi og því rétt að gera upp lundasumarið. Lundaballið í ár er á vegum Álseyinga sem gerðu eins og önnur félög undanfarin ár, þeas. gerðu sér ferð alla leið norður í perlu norðursins, Grímsey, til þess að geta boðið upp á lunda á […]
Streita, dulinn skaðvaldur

Á miðvikudaginn kemur, þann 26. september, bíður Viska uppá fyrirlesturinn „Streita, dulinn skaðvaldur.” Fyrirlesturinn fjallar um streitu, einkenni og afleiðingar. Einnig verður rætt um hvernig langvarandi streita getur leitt til kulnunar og hversu mikilvægt er að tileinka sér streitustjórnun til að fyrirbyggja að streitan komi niður á heilsu okkar. „Hugtakið „streita” er á allra vörum, […]
Væntingar, erfiðleikar, sorg og ótti í baráttunni við eldinn

Við hittumst á vinnustofu Valdimars Leifssonar, kvikmyndagerðarmanns á lofti í gamalli kró við Geirsgötu við Gömlu höfnina í Reykjavík. Blaðamaður, Gísli Pálsson, frá Bólstað í Vestmannaeyjum, mannfræðingur og rithöfundur og Valdimar sem ekki er maður einhamur. Þarna er hann með aðstöðu til að sýna myndir sem hann hefur gert, m.a. um Eyjafjallagosið. Umhverfið er kunnuglegt, minnir á krærnar í […]
Þetta er áhugamál mitt og félagsskapurinn ómetanlegur

Við Vestmannabraut í KFUM og K húsinu er myndlistafélag Vestmannaeyja starfrækt. Félagið var stofnað árið 2009 þegar nokkrar konur ákváðu að mynda félag í kringum listsköpun sína. Sigrún Þorsteinsdóttir er ein af stofnendum og hefur hún einnig verið formaður félagsins frá upphafi. Sigrún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og er gift Sigurði Elíassyni. Alla tíð hefur Sigrún […]
Fékk leið á þessu hefðbundna og fyrirséða

Eygló Egilsdóttir gaf út fyrr á árinu bók sem ber heitið #ómetanlegt en það er bók um jóga og núvitund. Textinn í bókinni inniheldur hagnýt ráð í hæfilega litlum bútum fyrir önnum kafið nútímafólk. Eygló ætlaði sér alltaf aðra hluti og er viðskiptafræðingur að mennt og var komin í vinnu í bankageiranum. Einn daginn fékk hún leið á þessu hefðbundna og fyrirséða og enndaði á að taka […]