Vestmannaeyjahlaupið fer fram á morgun laugardag

Vestmannaeyjahlaupið verður á morgun laugardag. Allt samkvæmt áætlun. Veðurspáin fyrir laugardaginn er ekki slæm, en Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í fyrramálið. Þannig að ekki er hægt að koma á morgun í hlaupið. Þeir sem geta komið í dag með Herjólfi kl.19:00 frá Þorlákshöfn geta breytt miðanum og fá frítt. Hafið samband með því að […]

Álseyjarútgáfan endurútgefur Lundaballslistann

Álseyingar hafa löngum verið fremstir úteyinga í undirbúningi fyrir Árshátíð bjargveiðimanna í Eyjum. Hafa Álseyingar oft farið ótroðnar slóðir í þeim efnum enda hafa Lundaböllin sem þeir hafa haldið alltaf toppað það sem áður hefur verið gert. Álseyingar virðast enn einu sinni ætla að setja standard Lundaballsins í nýjar hæðir og má því búast við […]

Grunnskóli Vestmannaeyja var settur á fimmtudag

Grunnskóli Vestmannaeyja var settur síðasliðinn fimmtudag, 23. ágúst. Skólasetningin var að þessu sinni í íþróttahúsinu fyrir 2. -10. bekk. Nýr skólastjóri Anna Rós ræddi við nemendur og foreldra og Jarl Sigurgeirsson stýrði skólasöngnum, sem ber heitið Gleði, öryggi og vinátta, við ágætar undirtektir. Það var fjölmennt á setningunni og ekki annað að sjá en nemendur […]

Þjáist þú af höfuðverk?

Höfuðverkir eru eitt algengasta sjúkdómseinkennið sem hrjáir fólk og þar af leiðandi valda höfuðverkir gjarnan veikindafjarvistum og draga úr lífsgæðum fjölmargra. Höfuðverkir eru meðal algengustu kvilla taugakerfisins og skiptast í mismunandi flokka. Þar á meðal eru mígreni, spennuhöfuðverkir og lyfjahöfuðverkir. Höfuðverkir geta einnig komið fram sem einkenni mismunandi vandamála á borð við háþrýsting, sjónskerðingu, sótthita […]

Nýnemadagur FÍV

Framhaldsskóli Vestmannaeyja fór af stað núna fyrir helgina. Tekið var á móti nýnemum með leikjum og öðru misskemmtilegu fjöri á föstudaginn, en busavíglans hefur mikið breyst í gegnum árin. Eftir fjörið fengu sér allir grillaðar pulsur í boði skólans. Í næsta tölublaði af Eyjafréttum sem kemur út miðvikudaginn 5.september tökum við spjall við Helgu Kristínu […]

Útsýnisstaur við Flakkarann

Það hafa eflaust margir rekið upp stór augu á sunnudagsrúnt sínum um nýja hraunið, nánar tiltekið á útsýnispallinn við Flakkarann. En þar hefur mátt sjá heljarinnar tréstaur standa upp á endann. Þarna er á ferðinni hugvit og framkvæmdagleði Marinós Sigursteinssonar eða Mara pípara eins og flestir þekkja hann. „Hugmyndina fékk ég að láni frá Austurríki […]

Kráin flytur í miðbæinn

Nýverið sögðum við frá því að Subway lokaði veitingastað sínum í Eyjum. En eins og gamla máltakið segir þá er eins manns dauði annars manns brauð. Heyrst hefur af nokkrum veitingamönnum sem sóst hafa eftir húsnæðinu enda á besta stað í miðbænum. Nú er hins vegar orðið ljóst að Kári Vigfússon hlýtur hnossið og hyggst […]

Hrund heimsmeistari

Hrund Scheving varð í gær heimsmeistari í ólympískum lyftingum á HM í svokölluðum „mastersflokkum“. En keppnin fer fram í Barcelona á Spáni. Hrund nældi í gullið í -69 kílógramma flokki 40 til 44 ára og sló hún einnig heimsmet í flokknum í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri. Hrund lyfti 78 kílóum í snörun, 94 í […]

Heimilishundur réðst á húsbónda sinn

Undir kvöld þann 19. ágúst sl. var lögregla kölluð að húsi hér í bæ en þar hafði heimilishundur af Alaska Malamute tegund ráðist á húsbónda sinn, sem er kona á fertugsaldri, og beit hann í andlit og aðra höndina. Konan var með töluverða áverka við augu og var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Að […]

Níu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs

Á dögunum var auglýst eftir framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Hér fyrir neðan má sjá þá 9 umsækjendur sem sóttu um starf framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Capacent er nú að vinna með umsóknirnar og meta þær.   Björn Ingi Knútsson, Ráðgjafi. Dofri Þórðarson, Framleiðslustjóri. Gottskálk Ágústsson, Sjálfstætt starfandi. Guðbjartur Ellert Jónsson, Viðskiptafræðingur. Héðinn Þorsteinsson, Vörustjóri. Hlöðver Sigurgeir Guðnason, Rekstrar- og […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.