Nýnemadagur FÍV

Framhaldsskóli Vestmannaeyja fór af stað núna fyrir helgina. Tekið var á móti nýnemum með leikjum og öðru misskemmtilegu fjöri á föstudaginn, en busavíglans hefur mikið breyst í gegnum árin. Eftir fjörið fengu sér allir grillaðar pulsur í boði skólans. Í næsta tölublaði af Eyjafréttum sem kemur út miðvikudaginn 5.september tökum við spjall við Helgu Kristínu […]
Útsýnisstaur við Flakkarann

Það hafa eflaust margir rekið upp stór augu á sunnudagsrúnt sínum um nýja hraunið, nánar tiltekið á útsýnispallinn við Flakkarann. En þar hefur mátt sjá heljarinnar tréstaur standa upp á endann. Þarna er á ferðinni hugvit og framkvæmdagleði Marinós Sigursteinssonar eða Mara pípara eins og flestir þekkja hann. „Hugmyndina fékk ég að láni frá Austurríki […]
Kráin flytur í miðbæinn

Nýverið sögðum við frá því að Subway lokaði veitingastað sínum í Eyjum. En eins og gamla máltakið segir þá er eins manns dauði annars manns brauð. Heyrst hefur af nokkrum veitingamönnum sem sóst hafa eftir húsnæðinu enda á besta stað í miðbænum. Nú er hins vegar orðið ljóst að Kári Vigfússon hlýtur hnossið og hyggst […]
Hrund heimsmeistari

Hrund Scheving varð í gær heimsmeistari í ólympískum lyftingum á HM í svokölluðum „mastersflokkum“. En keppnin fer fram í Barcelona á Spáni. Hrund nældi í gullið í -69 kílógramma flokki 40 til 44 ára og sló hún einnig heimsmet í flokknum í snörun, jafnhendingu og samanlögðum árangri. Hrund lyfti 78 kílóum í snörun, 94 í […]
Heimilishundur réðst á húsbónda sinn

Undir kvöld þann 19. ágúst sl. var lögregla kölluð að húsi hér í bæ en þar hafði heimilishundur af Alaska Malamute tegund ráðist á húsbónda sinn, sem er kona á fertugsaldri, og beit hann í andlit og aðra höndina. Konan var með töluverða áverka við augu og var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurlands til aðhlynningar. Að […]
Níu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra Herjólfs

Á dögunum var auglýst eftir framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Hér fyrir neðan má sjá þá 9 umsækjendur sem sóttu um starf framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. Capacent er nú að vinna með umsóknirnar og meta þær. Björn Ingi Knútsson, Ráðgjafi. Dofri Þórðarson, Framleiðslustjóri. Gottskálk Ágústsson, Sjálfstætt starfandi. Guðbjartur Ellert Jónsson, Viðskiptafræðingur. Héðinn Þorsteinsson, Vörustjóri. Hlöðver Sigurgeir Guðnason, Rekstrar- og […]
Tvö ár frá hrottalegu ofbeldi og ekki ákært enn

Í september eru tvö ár síðan kona á fimmtugsaldri var flutt þungt haldin með þyrlu á Landsspítalann eftir nauðgun og líkamsárás í Vestmannaeyjum. Ekki hefur verið gefin út ákæra í málinu sem var sent til framhaldsrannsóknar í vor. Rannsókninni er lokið greinir rúv frá í dag. Maður á þrítugsaldri handtekinn grunaður hrottalegt ofbeldi og nauðgun […]
Hlynur fyrsti Íslendingurinn í hálfmaraþoni

Reykjavíkurmaraþonið fór fram um helgina og var fjöldinn allur af Eyjamönnum sem tók þátt. Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson var annar í karlaflokki í hálfmaraþoninu og var aðeins nokkrum sekúndum á eftir Bandaríkjamanninum sem vann. Hlynur bætti sinn besta tíma um næstum fjórar mínútur og er þetta jafnframt annar besti tími sem Íslendingur hefur náð í hálfmaraþoni […]
Einar ráðinn aðstoðarskólastjóri

Einar Gunnarsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri í Grunnskóla Vestmanaeyja. Hann er aðeins ráðinn til eins árs, eða meðan að Ingibjörg Jónsdóttir er í árs leyfi. Þetta staðfesti Jón Pétursson hjá fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar, „Anna Rós hefur ráðið Einar Gunnarsson sem aðstoðarskólastjóra í eitt ár fyrir Ingibjörgu Jónsdóttur.“ Einar er giftur Söru Jóhannsdóttur og eiga […]
Búið að vera frábær tími og ég hlakka til að njóta handboltans á annan hátt

Það þarf vart að kynna Arnar Pétursson fyrir Eyjamönnum en hann er sonur hjónanna Guðbjargar Sigurgeirsdóttur og Péturs Steingrímssonar. Arnar hefur átt farsæl ár með meistaraflokki karla í handbolta hjá ÍBV síðustu misseri og fyrir þjálfunina átti hann farsælan feril sjálfur í handbolta. Hann hefur nú lagt skóna á hilluna og kláraði síðasta tímabilið sem […]