Hlakka til að taka á móti þeim góðu gestum sem hingað koma

Fólk sem kemur á þjóðhátíð eru eins og hverjir aðrir ferðamenn og þurfa þjónustu í mat og gistingu. Hér áður fyrr voru aðilar í þjónustu sparsamir á opnunartíma og oft ekki auðvelt að fá að borða. Og í mörg ár var Sundlaugin lokuð yfir þjóðhátíðina en þetta hefur breyst. Í dag bjóða allir veitingastaðir og […]

Síðasta púslið fer í rétt fyrir setningu

Engin önnur útihátíð á sér jafn sögulega rætur eins og Þjóðhátíð Vestmannaeyja en hátíðin hefur ekki fallið niður síðan 1914, hvorki vegna veðurs eða náttúrhamfara. Vinnan á bakvið hátíðina er gríðarleg og hefst yfirleitt í október ár hvert þegar það eru um tíu mánuðir í næstu hátíð. Dóra Björk Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri ÍBV og Formaður þjóðhátíðarnefndar […]

Húkkaraballið er í kvöld

Húkkaraballið er í kvöld og er dagskráin í ár þétt skipuð og glæsileg. Ballið er í portinu bakvið Strandveg 50 (gamla Þekkingarsetrinu) Dagskrá Húkkaraballsins: JóiPé og Króli Herra Hnetusmjör Sura Baldvin x Svanur x Hjalti DJ Egill Spegill Þorri Huginn (meira…)

Fallega Þenkjandi Stúlkur Með Tombólur

Margrét Mjöll Ingadóttir og Hekla Katrín Benónýsdóttir 7 að verða 8 ára gáfu heimilismönnum á Hraunbúðum 7.639 kr sem þær höfðu safnað á tombólu.  Tekin var sameiginleg ákvörðun með þeim og heimilisfólki að kaupa þjóðhátíðarskraut á sólpallinn sem hægt væri að nota í árlegum þjóðhátíðarpartýum á staðnum.  Þær stöllur vildu endilega að krakkar væru líka […]

Er gerræði hið nýja aukna lýðræði?

Nýr meirihluti bæjarstjórnar boðaði í aðdraganda kosninga aukið íbúalýðræði, vandaðri stjórnsýslu og lagði mikla áherslu á aukið upplýsingaflæði og samvinnu. Nú þegar nokkrar vikur eru liðnar af kjörtímabilinu eru fulltrúar meirihlutans komnir í hróplega mótsögn við sjálfa sig og hafa þverbrotið kosningaloforðin. Boðað til hluthafafundar í stjórn Herjólfs ohf. án umboðs bæjarstjórnar Á fundi bæjarráðs […]

Við þurfum að hafa hugrekki til þess að horfa fram á við

Sagt er að það sé mikilvægt að hafa ekki öll eggin sín í sömu körfu og á meðan störfum hefur fækkað í sjávarútvegi þá fjölgar störfum hratt í ferðaþjónustu hér í Eyjum. Eyjamenn hafa því á undanförnum árum fengið sístækkandi körfu með nýjum eggjum. Unga kynslóðin sem áður vann í fiski starfar nú í ferðaþjónustu. […]

Mættur til Eyja til þess að taka upp sjónvarpsþátt

Hann kallar sig læknirinn í eldhúsinu þegar hann sinnir ástríðu sinni að eldamennskunni en heitir Ragn­ar Freyr Ingvars­son og er lyf- og gigt­ar­lækn­ir og er hann með vefsíðuna sem ber ein­mitt heitið Lækn­ir­inn í Eld­hús­inu. Hann hef­ur skrifað mat­reiðslu­bæk­ur og tekið upp fjölda sjón­varpsþátta þar sem hann kynn­ir sér mat og mat­ar­menn­ingu. Um þess­ar mund­ir er hann önn­um […]

Að komast leiðar sinnar

Á stærstu ferðahelgum sumarsins hér í Eyjum búum við heimamenn – og raunar gestir okkar líka – við skert ferðafrelsi; umfram það sem við þurfum að þola venjulega. Þetta er ekkert nýtt – svona hefur þetta verið um langt skeið. Allir þessir skemmtilegu viðburðir sumarsins – Pæjumót, Orkumót, Goslok og núna Íslandsmótið í golfi – […]

Ekki vera fáviti – Myndband

„Ofbeldi er samfélagslegt vandamál. Ábyrgð á ofbeldisverki ber þó gerandinn einn. Aldrei má deila þeirri ábyrgð; hvorki á fórnarlambið né aðstæður og umhverfi. Gerandinn ber einn alla sök. Þeir sem standa að Þjóðhátíð Vestmannaeyja munu aldrei samþykkja eða þagga niður ofbeldisverk, hvort sem þau eru framin á vettvangi hátíðarinnar eða annars staðar. ÍBV Íþróttafélag fordæmir […]

Tónleikar Sunnu á Slippnum

Sunna Guðlaugsdóttir er flestum Eyjamönnum góðu kunn, hún hefur sungið sig inní hjörtu eyjamanna á síðustu árum. Sunna vinnur nú að því að gefa út sína fyrstu plötu og ætlar að fara aðeins öðruvísi leið til þess að láta þann draum sinn rætast. Á fimmtudaginn spilaði Sunna á Slippnum ásamt dönskum og íslenskum félögum sínum. Hún […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.