Sumarnótt í Skipasandi

Það voru margir sem litu við í Skipasandi í gærkvöldi og nótt. Tónlistarmaðurinn Aron Can tók öll sín bestu lög og hitaði upp mannskapinn. Sigga og Grétar í Stjórninni ásamt hljóðfæraleik tóku gesti í tímavél og tóku sín allra bestu lög við góðar undirtektir.Mikið stuð og lifandi tónlist var allan tíman á stóra útisviðinu, í […]

Glæsileg dagskrá laugardags á Goslokum

Dagskráin í gær á Goslokunum var vel þétt og skemmtileg. Margt í boði og eitthvað fyrir alla. Volcano open fór meðal annars fram um helgina. Golfarar voru mættir á golfvöllinn um klukkan átta í gærmorgun. Eins og sjá má kom regnhlífin sér að góðum notum á köflum. Í Sagnheimum í gærmorgun fór fram spjallstund með […]

Velheppnuð dagskrá föstudags á Goslokum

Það er óhætt að segja að hún hafi verið þétt skipuð dagskrá Goslokahátíðar í gær föstudag. ÍBV bauð krökkum að mæta á æfingu hjá meistarflokkum sínum. Tónleikar í báðum Höllum, þeirri nýju og þeirri gömlu. Myndlistasýningar um allan bæ og Bingóspjöld á lofti. Ísfélagið bauð upp á barnaskemmtun sem reyndar var flutt inn í Íþróttamiðstöð […]

Sýning Myndlistarfélags Vestmannaeyja opnaði í gær

Félagar í myndlistafélagi Vestmannaeyja opnuðu sýningu í gær í Tónlistarskólanum. Sýningin er opin alla helgina, í dag föstudag er opið frá 14-18, sami opnunartími er á morgun laugardag. Á sunnudaginn er opið 14-16.   (meira…)

Ráðningar í stjórnunarstöður og í sérkennslu við GRV

Vestmannaeyjabær hefur ráðið í stjórnunarstöður og í sérkennslu við Grunnskóla Vestmannaeyja. Hér að neðan má sjá hverjir fengu þær stöður sem lausar voru. Aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla: Óskar Jósúason kemur til með að gegna stöðu aðstoðarskólastjóra í Hamarsskólanum. Óskar hefur starfað við GRV frá árinu 2008, sem kennari, deildarstjóri og síðustu mánuði hefur hann gegnt starfi aðstoðarskólastjóra. […]

Ferðamaður í sjálfheldu á Dalfjalli í dag

Kalla þurfti á aðstoð Björgunarfélags Vestmannaeyja í morgun þegar erlendur ferðamaður sem var á göngu á Dalfjallinu lenti í sjálfheldu. Fimm aðilar í Björgunarsveitinni fóru uppá fjall þegar útkallið barst og gekk vel að koma ferðamanninum niður sem var björgunarsveitinni afar þakklátur þegar hann komst niður. (meira…)

Á fimmtudaginn hefst Goslokahátíð Vestmannaeyja – Dagskrá

Á fimmtudaginn hefst Goslokahátíð Vestmannaeyja, en þá eru 45 ár síðan að Heimaeyjargosinu lauk. Dagskráin er flott og ýmislegt í boði á dagskrá hátíðarinnar, sem stendur fram á sunnudaginn næsta. Hægt er að skoða alla dagskránna hérna. (meira…)

Eitt af þeirra fyrstu verkum að brjóta áralanga venju

:: segir Trausti Hjaltason, reynslumesti bæjarfulltrúi nýrrar bæjarstjórnar Það leyndi sér ekki að spenna var í Einarstofu á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Nýr bæjarstjóri Vestmannaeyja Íris Róbertsdóttir var fjarvernadi á fyrsta fundinum en áður hafði meirihlutinn beðið um tilfærslu á fundinum. Samkvæmt lögum skal reyndasti bæjarfulltrúinn boða til fyrsta bæjarstjórnarfundar. Trausti Hjaltason hefur […]

Bjarney Magnúsdóttir ráðin leikskólastjóri Kirkjugerðis

Vestmannaeyjabær hefur valið Bjarneyju Magnúsdóttur til að gegna stöðu skólastjóra leikskólans Kirkjugerði. Bjarney er leikskólakennari með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum og stjórnun. Hún hefur gegnt ýmsum störfum innan leikskóla, s.s. sem deildarstjóri, aðstoðarleikskólastjóri, sinnt sérkennslu og nú síðustu 10 árin hefur hún verið leikskólastjóri við leikskólann Sólhvörf í Kópavogi. Bjarney tekur við starfi leikskólasjóra um miðjan […]

Kosið í ráð, nefndir og stjórnir hjá bænum

Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi var kosið í ráð, nefndir og stjórnir Vestmannaeyjabæjar til næstu fjögurra ára. Njáll Ragnarsson er nýr formaður bæjarráðs og Elís Jónsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar. Íris Róbertsdóttir nýr bæjarstjóri Vestmannaeyja, gat ekki mætt á fyrsta fund bæjarstjórnar og í hennar stað var Guðmundur Ásgeirsson. Hér fyrir neðan má sjá hvernig […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.