Ráðningar í stjórnunarstöður og í sérkennslu við GRV
2. júlí, 2018

Vestmannaeyjabær hefur ráðið í stjórnunarstöður og í sérkennslu við Grunnskóla Vestmannaeyja. Hér að neðan má sjá hverjir fengu þær stöður sem lausar voru.

Aðstoðarskólastjóri í Hamarsskóla: Óskar Jósúason kemur til með að gegna stöðu aðstoðarskólastjóra í Hamarsskólanum. Óskar hefur starfað við GRV frá árinu 2008, sem kennari, deildarstjóri og síðustu mánuði hefur hann gegnt starfi aðstoðarskólastjóra. Óskar er í meistaranámi á sviði Stjórnunar og stefnumótunar í HÍ.
 
Deildarstjóri á yngsta stigi í Hamarsskóla: Rósa Hrönn Ögmundsdóttir kemur til með að gegna stöðu deildarstjóra á yngsta stigi í Hamarsskólanum. Rósa er grunnskólakennari með meistaragráðu í Opinberri stjórnsýslu frá HÍ. Frá árinu 2002 hefur Rósa starfað sem umsjónarkennari við GRV.
Deildarstjóri miðstigs í Barnaskóla: Svanhvít Friðþjófsdóttir kemur til með að gegna nýrri stöðu deildarstjóra á miðstigi í Barnaskólanum. Svanhvít er grunnskólakennari og hefur lokið meistaraprófi í Náms- og kennslufræðum með áherslu á íslensku. Svanhvít hefur starfað við kennslu í grunnskólum í Vestmannaeyjum frá árinu 1996.
Sérkennari í Barnaskóla: Herdís Rós Njálsdóttir kemur til með að gegna starfi sérkennara í Barnaskólanum. Herdís er grunnskólakennari og hefur lokið meistaraprófi í Náms- og kennslufræðum með áherslu á mál og læsi. Að auki hefur Herdís lokið fjölda námskeiða sem snúa að skimunum og inngripi í námsferil barna í grunn- og leikskólum. Herdís hefur starfað sem kennari við GRV frá árinu 2008.
Sérkennari í Barnaskóla: Marta Sigurjónsdóttir kemur til með að gegna starfi sérkennara í Barnaskólanum. Marta er grunnskólakennari og er að ljúka meistaranámi á sviði Uppeldis- og menntunarfræða með áherslu á sérkennslufræði. Á síðasta skólaári starfaði Marta sem afleysingarkennari við GRV.
Í framhaldi af ráðningu Önnu Rósar, sem skólastjóra, hefur staða deildarstjóra á unglingastigi verið auglýst hjá bænum.
No data was found
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst