Tilkynning frá Styrktarsjóði Landakirkju

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]
Heimsótti alla framhaldsskóla landsins á innan við tveimur mánuðum

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sótti heim Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu í liðinni viku. Lauk þar með heimsókn ráðherra í alla 27 opinberu framhaldsskóla landsins á síðustu sjö vikum. Aldrei fyrr hefur ráðherra heimsótt alla skólana á eins skömmum tíma. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið heimsóknanna hafi verið að ræða málefni framhaldsskóla við […]
Sala jólasælgætis að hefjast

Aðventan er á næsta leiti og eins og undanfarin ár hefja félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli sölu á jólasælgæti þá. Þetta er aðalfjáröflun klúbbsins og rennur allur ágóði sölunnar beint í styrktarsjóð Kiwanisklúbbsins. Markmið Kiwanis er að styðja mikilvæg samfélagsverkefni. Sérstaklega þau sem gagnast börnum og hefur klúbburinn lagt metnað í að styrkja fjölbreytt og góð […]
Sveit TV í 4. sæti á Íslandsmótinu í atskák

Íslandsmót skákfélaga í atskák fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen dagana 24.–25. nóvember. Alls tóku 12 sex-manna sveitir þátt í mótinu, frá átta skákfélögum, og sendu sum félög fleiri en eina sveit til keppni. Tímamörk skákanna voru 10 mínútur á mann auk fimm sekúndna viðbótar fyrir hvern leik. Tefldar voru níu umferðir eftir […]
Haustrit knattspyrnudeildar ÍBV er komið út

Haustrit knattspyrnudeildar ÍBV fyrir árið 2025 er komið út. Í blaðinu má sjá viðtöl við Guðmund Tómas Sigfússon þjálfara og leikmennina þau Helenu Heklu Hlynsdóttur og Sigurð Arnar Magnússon. Þá eru umfjallanir og myndir frá verkefnum deildarinnar í vor og sumar, segir í tilkynningu knattspyrnudeildar. Ritstjóri blaðsins er Örn Hilmisson. Knattspyrnudeild vill þakka öllum styrktaraðilum […]
Bókin Hitamál eftir Frosta Sigurjónsson

Í gær kom út bókin Hitamál eftir Frosta Sigurjónsson f.v. alþingismann ofl. Í bókinni er stefna Íslands í loftslagsmálum tekin til skoðunar á gagnrýnin hátt. Rýnt er í grundvallarforsendur stefnunnar, kostnað, regluverk, árangur og aukaverkanir aðgerða. Þetta er fyrsta íslenska bókin sem skoðar þessi mál á gagnrýnin hátt, en fram til þessa hefur umræðan verið nokkuð einhliða. […]
Jarðrannsóknir milli lands og Eyja í bígerð

Búið er að stofna félag sem fær nafnið “Eyjagöng ehf.”. Félagið er stofnað til að leiða eitt mikilvægasta rannsóknarverkefni samgöngumála á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum um áratugaskeið. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmanni félagsins að tilefni stofnunarinnar sé niðurstaða starfshóps á vegum samgönguráðuneytisins frá árinu 2024, þar sem skýrt kom fram að brýnt væri að […]
Þrjár sveitir frá TV á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025–2026 fór fram í Rimaskóla í Reykjavík dagana 13.–16. nóvember sl.. Seinni hlutinn verður haldinn 5.–8. mars 2026. Teflt er í fimm flokkum: Úrvalsdeild með sex átta manna sveitum og síðan í 1., 2., 3. og 4. deild, þar sem samtals 48 sex manna sveitir keppa, þar af 24 í fjórðu […]
Opið bréf frá Dýravinafélagi Vestmannaeyja

Þann 8. september sl. sendi Dýravinafélag Vestmannaeyja inn fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsráðs og til Brynjars Ólafssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og lýstum við yfir áhyggjum okkar um efnistöku á haugasvæðinu sem gæludýraeigendur nota sem hundasvæði. Enn hafa ekki borist nein svör og því viljum við ítreka fyrirspurn okkar um framtíð hundasvæðisins. Samkvæmt upplýsingum sem […]
Óli Gränz kynnir nýja bók í Eldheimum- uppfært

Metnaðarfullri dagskrá safnahelgar er svo sannarlega ekki lokið. Fram undan er stórskemmtilegt kvöld þar sem Óli Gränz sem vart þarf að kynna mætir með nýja bók um sitt viðburðarríka lífshlaup. Óli Gränz fæddist í Vestmannaeyjum 1941 og átti heima í Jómsborg, á Kirkjuvegi 88 og Breiðabliki. Hann var til sjós á yngri árum og var […]