Guðrún Hafsteinsdóttir fundar í Eyjum

Starfið byrjar svo sannarlega á kraftmiklum súpufundi hjá Sjálfstæðisfólki í Eyjum þetta haustið. Guðrún Hafsteinsstóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins kemur til okkar og rabbar við okkur um starfið innan flokksins og verkefni komandi þings, sem svo sannarlega verður mikilvægt, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá má gera ráð fyrir líflegum umræður um mörg mikilvæg mál sem brenna á […]
KFS gerir upp tímabilið

KFS hélt lokahóf sitt að loknu tímabili þar sem veitt voru hefðbundin verðlaun fyrir frammistöðu leikmanna á árinu. Verðlaunahafar ársins voru: Leikmaður ársins: Alexander Örn Friðriksson. Mestu framfarir: Heiðmar Þór Magnússon. Efnilegastur leikmaður: Sigurður Valur Sigursveinsson. Markahæstu leikmenn: Junior Niwamania og Daníel Már Sigmarsson – 8 mörk hvor. Auk þess hlaut Jóhann Norðfjörð viðurkenningu fyrir […]
Molda snýr aftur með nýtt efni

Eftir rúmlega árs pásu stígur Molda aftur á sviðið með ferskt efni og nýjar tónlistarlegar áherslur. Hljómsveitin sækir innblástur í grunge-tímabilið og má þar greina áhrif frá sveitum á borð við Audioslave, Soundgarden og Foo Fighters. Nýja lagið Kill It with Kindness markar upphaf nýs kafla í ferli sveitarinnar, og von er á frekara efni […]
Samráðsferlið hafið

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðaði nýverið samráð um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla. Markmið breytinganna er að styrkja framhaldsskólastigið, efla starf skólanna og þjónustu við nemendur. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að samráðsferlið hafi hafist með stórum vinnufundi með öllum skólameisturum í lok september. Þar var farið yfir stjórnsýslulegt hlutverk fyrirhugaðra svæðisskrifstofa auk þess sem samspil […]
Minningarstund í Landakirkju

15. október er dagur tileinkaður missi á meðgöngu og barnsmissi. Við komum saman og minnumst þeirra sem ekki fengu að dafna með okkur. Minningarstundin fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum, miðvikudaginn 15. október kl. 20:00. Stundin hefst á því að hlusta á brot úr streymi styrktarfélagsins Gleym mér ei, sem heldur árlega minningarstund sína á […]
Safnahelgi í Eyjum: Takið helgina frá !

Það verður fjölbreytt dagskrá að vanda um safnahelgina sem haldin verður 30. október til 2. nóvember. Pàlmi Sigurhjartarson píanóleikari og Stefanía Svavarsdòttir söngkona hafa á undanförnum árum sem dúó leikið og sungið sig inn í hjarta þjóðarinnar með yfirgrips mikla þekkingu á helstu stílum dægurtónlistar og túlkun í hæsta gæðaflokki. Nú mæta þau í fyrsta […]
Aðalfundur Farsæls

Aðalfundur smábátafélagsins Farsæls verður haldinn þriðjudaginn 7. október kl. 16:30 á efri hæð Fiskmarkaðs Vestmannaeyja. Arthúr Bogason mætir á fundinn. Heitt verður á könnunni, segir í tilkynningu og er allir smábátasjómenn hvattir til að mæta á fundinn, sem og þeir sem hafa áhuga á að spreyta sig í smábátaútgerð. (meira…)
Á KA sjens?

Á sunnudaginn nk., þann 5. október kl. 14:45 (dálítið undarlegur tími, hvers vegna ekki 14:47), mun ÍBV B taka á móti KA í Powerade bikarkeppninni í gamla salnum. Í liði ÍBV B er valinn maður í hverju rúmi, margir hoknir af reynslu með stórt bikarsafn á bakinu. Má þar nefna Teddi, Sigurbergur, Grétar Þór, Fannar […]
Kynningafundur í kvöld

Nú er starfið að hefjast aftur hjá Vinum í bata sem eru á andlegu ferðalagi byggðu á 12 sporunum og deila með sér reynslu, styrk og von í nafnleynd og trúnaði. Notuð er vinnubókin 12 sporin Andlegt ferðalag , vinna í þessari bók hefur reynst hjálpleg til þess að þróa heilbrigt samfélag við Guð, við aðra og […]
Segja sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins í hættu

Skólameistarar íslenskra framhaldsskóla lýsa yfir alvarlegum áhyggjum af fyrirhuguðum kerfisbreytingum sem færa fjármála- og mannauðsvald frá skólunum og telja þær ógna sjálfstæði og fagmennsku skólastarfsins. Þeir gagnrýna skort á samráði og gagnsæi í ferlinu, telja breytingarnar ekki stuðla að bættri þjónustu við nemendur og starfsfólk og benda á að kostnaður við nýjar stjórnsýslueiningar sé óljós […]