Skeytingarleysi ráðherra um grunnatvinnuveg og áhrif stórvægilegra breytinga á gjaldtöku

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja rétt að tilkynna sérstaklega að þau munu ekki veita umsögn í dag, innan tilskilins frests, um frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórfellda hækkun á veiðigjaldi. Ástæðurnar eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi er óforsvaranlegt að veita vikufrest til umsagnar um svo veigamikið og afdrifaríkt mál sem breytingar á veiðigjaldi eru og hefur […]
Ertu klár fyrir 3 daga?

Rauði krossinn á Íslandi hefur hrint af stað átakinu 3dagar.is til að hvetja landsmenn til að vera undirbúnir ef neyðarástand skapast. Neyðarástand getur skapast af ýmsum ástæðum og oft með stuttum eða engum fyrirvara. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að hvert og eitt okkar geti bjargað sér í einhverja daga án utanaðkomandi hjálpar,“ segir Aðalheiður […]
Ingunn nýr framkvæmdastjóri SASS

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum þann 19. mars 2025 að ráða Ingunni Jónsdóttur sem nýjan framkvæmdastjóra SASS. Ráðningarferlið var leitt af fyrirtækinu Intellecta og var Ingunn metin hæfust til að gegna starfinu af 31 umsækjanda. Ingunn er í dag starfandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands og mun hefja störf hjá SASS á næstu misserum. […]
„Á að vera aðgengilegur, sýnilegur og girnilegur fyrir öll“

„Við þurfum að stefna að því að gera holla valkostinn að auðveldasta kostinum“ sagði Alma D. Möller heilbrigðisráðherra í ræðu hjá embætti landlæknis í gær þegar kynntar voru nýjar íslenskar ráðleggingar um mataræði. Slíkar ráðleggingar voru fyrst gefnar út árið 1986 en hafa síðan þá verið endurskoðaðar fjórum sinnum. Í nýju ráðleggingunum er aukin áhersla […]
Sigurjón Þorkelsson skákmeistari Vestmannaeyja

Skákþingi Vestmannaeyja 2025 sem hófst 2. febrúar sl. lauk 9. mars . Keppendur voru 10 og voru tefldar níu umferðir og tók hver skák yfirleitt 2-3 klst. Mótið fór fram í skákheimili Taflfélags Vestmannaeyja að Heiðarvegi 9 á sama stað og skákkennsla barna sem TV annast fer fram á mánudögum kl. 17.30-18.30. Skákstjóri var Sæmundur […]
Sigurjón og Sæþór Ingi á toppnum

Skákþing Vestmannaeyja 2025 hófst 2. febrúar í skákheimili TV við Heiðarveg og eru keppendur 10 talsins. Tefldar verða níu umferðir, 60 mín. tímamörk á keppenda + 30 sek, á leik. Hver skák tekur yfirleitt 2-3 klst. Nú er að mestu lokið við sjö umferðir af níu og eru nú efstir, Sigurjón Þorkelsson, margfaldur Vestmannaeyjameistari og […]
Þurfti að fara í kalt bað eftir að vinna 70 milljónir

Tveir skiptu með sér fimmföldum fyrsta vinningi í Lottó um síðustu helgi og fengu tæpar 40 milljónir hvor og höfðu báðir keypt miðana í Lottóappinu. Annar þeirra var í bíltúr ásamt dóttur sinni þegar síminn hringdi og sagði þegar hann sá að það var Íslensk getspá: „Hva, eru þau að hringja í mig? Ég skulda […]
Semja um kaup á vinnslubúnaði fyrir laxasláturhús

Laxey og Ístækni hafa undirritað samning um afhendingu á vinnslubúnaði fyrir sláturhús fyrirtækisins í gæðaframleiðslu á landeldislaxi. Lausnin tryggir fyrsta flokks meðhöndlun hráefnis frá upphafi til enda ferilsins og stuðlar að hámarksgæðum lokaafurðar. Samningurinn nær yfir afhendingu og uppsetningu alls vinnslubúnaðar, allt frá slátrun að flokkunarlínu. Tækin samanstanda af blæði-/kælitanki, handslæingarlínu, auk þvottakerfis fyrir sjálfvirk […]
Mikil innviðaskuld dregur úr lífskjörum landsmanna

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga kynna nýja skýrslu um ástand og framtíðarhorfur helstu innviða á Íslandi á fundi í Kaldalóni í Hörpu kl. 12-13.30 í dag. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru: Mikil innviðaskuld dregur úr lífskjörum landsmanna. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsskuld í innviðakerfinu er 680 milljarðar króna. Það […]
Opinn fundur með Áslaugu Örnu

Í dag, þriðjudaginn 11. febrúar, ætlar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og frambjóðandi til formanns Sjálfstæðisflokksins að heimsækja Vestmannaeyjar en hún stendur fyrir opnum súpufundi í Ásgarði, félagsheimili Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum. Allir eru hjartanlega velkomnir til þess að ræða mikilvæg málefni er varða stöðu flokksins, framboðið og ekki síst málefni Vestmannaeyja. Fundurinn hefst kl. 12:00 en […]