Mun hafa áhrif á batahorfur og lífslíkur tuga sjúklinga ár hvert

Sjukraflutningur

Þann 10. janúar sl. var tilkynnt um verulegar takmarkanir á flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Sú takmörkun er fólgin í lokun tveggja flugbrauta í myrkri vegna áhrifa trjágróðurs á aðflugs- og brottflugsfleti umræddra flugbrauta. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þessara takmarkana, enda er óheft aðgengi sjúkraflugvéla að Reykjavíkurflugvelli í mörgum tilfellum lífsnauðsynlegt fyrir […]

Nokkrir punktar vegna orkumála á Íslandi

Forsendur – Allt mannanna verk Árið 2003, þegar orkupakki 1 og 2 voru innleiddir á Íslandi, urðu einnig breytingar á löggjöf sem leyfðu einkarekstur á orkumarkaði. Þetta skapaði umtalsverð tækifæri fyrir ný fyrirtæki í greininni en leiddi jafnframt til álags á opinbera eftirlitsaðila, sem þurftu að tryggja jafnvægi milli samkeppni og samfélagslegra hagsmuna. Einnig má […]

Hvert er hlutverk bæjarfulltrúans ?

eythor_h_cr

„Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ spurði Jón Hreggviðsson í  Íslandsklukku, frægri skáldsögu Halldórs Laxness. Þessi stórkostlega spurning kemur stundum upp í huga minn þegar sveitarstjórnarmálin í Eyjum eru rædd. Ég spyr sjálfan mig: Hvenær er maður í minnihluta og hvenær ekki? Svarið er ekki alltaf augljóst, en eitt er víst: […]

Samið um vinnslu- og hugbúnað fyrir landeldisstöð Laxey

Laxey og Marel hafa skrifað undir samning um afhendingu á Marel vinnslu- og hugbúnaði fyrir væntanlegt sláturhús Laxey fyrir landeldislax. Með samningnum tekur Laxey stórt skref en fyrirtækið stefnir á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi á ári. Byggð hefur verið hátæknivædd seiðastöð sem er komin í fulla starfsemi og senn verður fyrsta áfanga […]

Dýrasta ferðin

Flugvollur

Lömbin þagna Í árhundruðir voru náttúruhljóð það eina sem dundu á Eyjamönnum, söngur fugla, jarmið í rollunum, niður hafsins, vindur og regn svo ekki sé talað um mannamál hér og þar. Bátarnir liðu hljóðlausir frá festum sínum í höfninni sem var eins og vogur sem skar eyjuna og norðurkletta. Svo kom 1906. Fólk er allskonar. […]

Aglow – Fyrsta samvera ársins í kvöld

Stjórn Aglow í Eyjum óskar ykkur gleðilegs árs. Fyrsta Aglow samvera ársins 2025 verður í kvöld 8. janúar kl. 19.30 í Safnaðarheimili Landakirkju. Það verður gott að koma saman og finna ferskan andlegan blæ og opna okkar andlegu skynjun og ganga áfram veginn. Um áramót hugsum við gjarnan um það sem liðið er og horfum […]

Stórútgerðir í skjóli SFS: Hver ber raunverulega ábyrgð á hnignun fiskistofna?

Thorolfurjulian 541x360 1

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa undanfarið birt greinaskrif og yfirlýsingar sem beinast gegn smábátum og hafa reynt að stilla þeim upp sem aðalvandamáli varðandi sjálfbærni fiskveiða við Ísland. Þó að smábátar eigi vissulega sitt hlutverk í umræddu samhengi, þá er mikilvægt að skoða stærri myndina og beina sjónum að hlutverki stórútgerða og verksmiðjutogara undir […]

Uppgjör við 2024 og pælingar varðandi 2025

gea_opf

Risastórt ár að baki hjá mér og endirinn sennilega hvað skemmtilegastur, en ég upplifði það sem að mig hafði lengi dreymt um, að halda upp á stórafmæli á sólarströnd, sem og ég gerði þann 28. nóvember þegar ég varð sextugur, á Kanaríeyjum. Virkilega skemmtilegt og vel heppnuð ferð. En fleiri stórir atburðir voru í fjölskyldunni, […]

Lýst er eftir miða með 10 milljóna króna vinningi

lotto

Ef þú átt einhversstaðar Lottómiða sem þú ert ekki búinn að skoða – þá er tími til þess að gera það núna, því Íslensk getspá auglýsir eftir vinningshafa frá 7. desember síðastliðnum en þann dag var einn með fyrsta vinning upp á tæpar 10 milljónir króna. Var miðinn keyptur í Skálanum í Þorlákshöfn en vinningshafinn […]

Yfir mörgu að gleðjast og til margs að hlakka

VideoCapture 20250101 004541

Þegar litið er tilbaka yfir árið sem nú er að kveðja blasir við að flest gengur okkur í haginn hér í Vestmannaeyjum. Mikil uppbygging á vegum fólks og fyrirtækja, atvinnustigið hátt, tekjur einstaklinga þær hæstu á landinu, staða og afkoma sveitarfélagsins afar góð á alla mælikvarða, íbúum að fjölga – erum 4,702 þegar þetta er […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.