Stórar framkvæmdir en lítil umræða

Framundan eru stórar og kostnaðarsamar framkvæmdir í sveitarfélaginu, lagning gervigras á Hásteinsvöll og nýir búningsklefar við íþróttahúsið. Eðlilega sýnist sitt hverjum, stórar framkvæmdir eru oft umdeildar. Við bæjarbúar hljótum öll að vera sammála því að vel þarf að fara með það fjármagn sem við höfum til rekstrar sveitarfélagsins, enda peningar sem við öll höfum lagt […]

Jólablað Fylkis er komið út

Fylkir Fors 2024

Jólablaði Fylkis 2024 var dreift í hús innanbæjar nú um helgina 13.-14. . desember og sent víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 44 bls.  sem er stærsta og efnismesta Jólablað Fylkis frá upphafi útgáfu 1949. Meðal efnis í blaðinu er jólahugvekja Sunnu Dóru Möller prests við Landakirkju í leyfi séra Viðars.  Grein Ívars Atlasonar […]

Ís­lenskur út­gerðar­maður, evrópsk verka­kona

Þorsteinn Pálsson, framámaður í Viðreisn var álitsgjafi í þætti á Stöð 2 fyrir stuttu. Þar sagði hann meðal annars: „Verkakona í frystihúsi þarf að borga þrefalt hærri vexti af íbúðinni sinni en eigandi frystihússins þegar hann fjárfestir“. Til þessara ummæla hefur víða verið vitnað. En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera? Um það get ég upplýst Þorstein […]

Orgelsjóður Landakirkju

Orgel 2020

Fyrsta orgel Landakirkju var gefið af dönskum kaupmanni, Johan Peter Thorkelin Bryde, og var það svokallað harmoníum. En það er orgel sem myndar tón á svipaðan hátt og harmonikka. Það er fótstigið til að mynda loft fyrir raddirnar. Það orgel er að finna á Byggðasafninu í Vestmannaeyjum. Árið 1896 var orgel Sigfúsar Árnasonar, fyrsta organista […]

Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni

Hildur Solv Ads

Þegar áherslur og stefnur stjórnmálaflokkanna eru skoðaðar er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem helst ætlar að standa vörð um landsbyggðina en ekki skattleggja hana út af kortinu eins og vinstri flokkarnir stefna að. Leyfum verðmætum að efla samfélögin þar sem þau eru sköpuð Landsbyggðin greiðir ríflega 80% veiðigjalda og því deginum ljósara að […]

Sérstaðan má ekki hverfa

Raggi Os 2022 Lagf Tms 2

Ýmsar kannanir benda til að Vinstrihreyfingin- grænt framboð sé á mörkum þess að ná þingmanni í Alþingiskosningunum á laugardaginn. Það væri að mínu mati afar skaðlegt fyrir íslenskt samfélag ef hreyfingin fengi engan fulltrúa og talsmenn á Alþingi. Því skora ég á kjósendur að velta vel fyrir sér fyrir hvað Vinstrihreyfingin- grænt framboð stendur og […]

Þarf Vestmannaeyjabær ekki aðeins að endurskoða áherslur sínar?

Hjolast Skjaskot

Í íslensku samfélagi dagsins í dag virðist allt þurfa að vera sexý og flott. Við sjáum myndir af glæsilegu fólki á skemmtilegum stöðum á Instagram. Við deilum spennandi og áhugaverðum upplifunum á Facebook og dönsum eggjandi á TikTok. Á laugardaginn sem leið var tekin skóflustunga að nýjum búningsklefum við íþróttahúsið. Þetta verður glæsileg bygging sem […]

hOFFMAN snýr aftur

IMG 20241111 WA0000

Hljómsveitin hOFFMAN var að senda frá sér sitt fyrsta lag í 15 ár. Lagið ber nafnið Shame og var tekið upp í hljóðveri Of Monsters and men í Garðabæ og um upptökur sá Bjarni Jensson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hljómsveitinni. Framundan hjá hOFFMAN í desember eru þrennir tónleikar á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjum […]

Takk allir listamenn á Íslandi

Það er eitt að leika mjög vel og svo er annað stig fyrir leikara að gjörsamlega verða persónan sem hann eða hún leikur að maður gjörsamlega gleymir sér í persónunni. Og það gerir Ólafur Darri í Ráðherranum, þáttaröð sem sýnd er á RÚV. Fyrir mér er þetta með ólíkindum og hann fær fimm fyrir stjörnuleik […]

Frá Styrktarsjóði Landakirkju

Jolatre TMS 20211218 164852

Styrktarsjóður Landakirkju veitir fólki sem hefur fasta búsetu í Eyjum aðstoð fyrir jólin og erum við byrjuð að taka við umsóknum um aðstoð. Sjóðurinn getur að sjálfsögðu ekki starfað nema vegna velvildar fyrirtækja og einstaklinga sem hafa í gegnum árin verið afar rausnarleg í framlögum sínum og viljum við þakka þeim fjölmörgu sem styrkt hafa […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.