Heimsótti alla framhaldsskóla landsins á innan við tveimur mánuðum

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sótti heim Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu í liðinni viku. Lauk þar með heimsókn ráðherra í alla 27 opinberu framhaldsskóla landsins á síðustu sjö vikum. Aldrei fyrr hefur ráðherra heimsótt alla skólana á eins skömmum tíma. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að markmið heimsóknanna hafi verið að ræða málefni framhaldsskóla við […]

Sala jólasælgætis að hefjast

Aðventan er á næsta leiti og eins og undanfarin ár hefja félagar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli sölu á jólasælgæti þá. Þetta er aðalfjáröflun klúbbsins og rennur allur ágóði sölunnar beint í styrktarsjóð Kiwanisklúbbsins. Markmið Kiwanis er að styðja mikilvæg samfélagsverkefni. Sérstaklega þau sem gagnast börnum og hefur klúbburinn lagt metnað í að styrkja fjölbreytt og góð […]

Sveit TV í 4. sæti á Íslandsmótinu í atskák

Skak Ads 20251124 190831

Íslandsmót skákfélaga í atskák fór fram í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur við Faxafen dagana 24.–25. nóvember. Alls tóku 12 sex-manna sveitir þátt í mótinu, frá átta skákfélögum, og sendu sum félög fleiri en eina sveit til keppni. Tímamörk skákanna voru 10 mínútur á mann auk fimm sekúndna viðbótar fyrir hvern leik. Tefldar voru níu umferðir eftir […]

Tryggjum öryggi eldri borgara

Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir.  Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru […]

Haustrit knattspyrnudeildar ÍBV er komið út

Haustrit knattspyrnudeildar ÍBV fyrir árið 2025 er komið út. Í blaðinu má sjá viðtöl við Guðmund Tómas Sigfússon þjálfara og leikmennina þau Helenu Heklu Hlynsdóttur og Sigurð Arnar Magnússon. Þá eru umfjallanir og myndir frá verkefnum deildarinnar í vor og sumar, segir í tilkynningu knattspyrnudeildar. Ritstjóri blaðsins er Örn Hilmisson. Knattspyrnudeild vill þakka öllum styrktaraðilum […]

Bókin Hitamál eftir Frosta Sigurjónsson

Í gær kom út bókin Hitamál eftir Frosta Sigurjónsson f.v. alþingismann ofl.  Í bókinni er stefna Íslands í loftslagsmálum tekin til skoðunar á gagnrýnin hátt. Rýnt er í grundvallarforsendur stefnunnar, kostnað, regluverk, árangur og aukaverkanir aðgerða. Þetta er fyrsta íslenska bókin sem skoðar þessi mál á gagnrýnin hátt, en fram til þessa hefur umræðan verið nokkuð einhliða. […]

Jarðrannsóknir milli lands og Eyja í bígerð

Búið er að stofna félag sem fær nafnið “Eyjagöng ehf.”. Félagið er stofnað til að leiða eitt mikilvægasta rannsóknarverkefni samgöngumála á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum um áratugaskeið. Fram kemur í tilkynningu frá forsvarsmanni félagsins að tilefni stofnunarinnar sé niðurstaða starfshóps á vegum samgönguráðuneytisins frá árinu 2024, þar sem skýrt kom fram að brýnt væri að […]

100 milljarða framkvæmd

default

Laxey hlaut þessa viðurkenningu á hátíðarkvöldi Þjóðmála í vikunni og kemst í hóp ekki minni aðila en Amoraq (AMTQ) sem fékk viðurkenninguna í fyrra og Oculis (OCS) sem fékk viðurkenninguna árið á undan en þessi fyrirtæki eru í dag talin í hópi mestu vaxtafélaga í íslensku kauphöllinni. Uppbyggingin hjá Laxey er einnig sennilega ein mesta […]

Þrjár sveitir frá TV á Íslandsmóti skákfélaga

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2025–2026 fór fram í Rimaskóla í Reykjavík dagana 13.–16. nóvember sl.. Seinni hlutinn verður haldinn 5.–8. mars 2026. Teflt er í fimm flokkum: Úrvalsdeild með sex átta manna sveitum og síðan í 1., 2., 3. og 4. deild, þar sem samtals 48 sex manna sveitir keppa, þar af 24 í fjórðu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.