,,Vont er þeirra ránglæti, verra þeirra réttlæti“

Sigurgeir B. Kristgeirsson svarar Kolbrúnu Bergþórsdóttur í Morgunblaðinu í dag. Kolbrún gagnrýndi í helgarblaði Morgunblaðsins málþóf stjórnarandstöðunnar í veiðigjalda-umræðunni á Alþingi. Sagði hún m.a. það vera sjálfsagt af forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, að gagnrýna þetta nýja Íslandsmet í ræðu sinni við þingsetningu og nefna að hugsanlega væri tímabært að hugleiða breytingar á þingskapalögum. Grein Sigurgeirs […]
Ný stjórn Á.t.V.R. – fjölbreytt dagskrá framundan
Á aðalfundi Á.t.V.R. þann 28. maí sl. var ný stjórn kjörin. Stjórnina skipa: Rúnar Ingi Guðjónsson, formaður, Petra Fanney Bragadóttir, varaformaður, Hjördís Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Dögg Lára Sigurgeirsdóttir, ritari og Ófeigur Lýðsson, samfélagsmiðlar. Í tilkynningu frá félaginu segir að félagið undirbúi nú fjölbreytta dagskrá fyrir komandi starfsár. Þar má nefna regluleg söngkvöld, spilavist/spilakvöld, stuðningsmannakvöld með ÍBV […]
Vann rúmar 4,8 milljónir – rétt eftir að bíllinn bilaði

Það má með sanni segja að heppnin hafi verið með ungum fjölskylduföður sem hreppti 3-faldan al-íslenskan 3. vinning í Vikinglotto í gærkvöldi – vinning upp á rúmar 4,8 milljónir króna. Dagurinn hófst ekki vel: bíll fjölskyldunnar var á verkstæði og símtal frá þeim staðfesti versta ótta – bíllinn þurfti nýja vél. „Ég sagði í hálfkæringi að […]
Allskonar fólk

Sem „AKP“ (aðkomupakk) í Vestmannaeyjum hefur það verið mikil gæfa að fá að kynnast samfélaginu með augum gestsins og nú sem íbúi. Móðir mín, borin og barnfædd í Eyjum, flutti héðan í gosinu og ég held það hafi alltaf verið skrifað í skýin að ég myndi einn daginn verða AKP-íbúi í Eyjum í fótsporum hennar […]
„Það að eiga lítið og skulda mikið heyrir nú sögunni til!“

Ung hjón með lítil börn unnu fimmfaldan fyrsta vinning í Lottó síðasta laugardag – rúmar 83,6 milljónir króna! Dagurinn hafði verið allskonar, verkefnin mörg, þreytan farin að segja til sín og konan orðin pínu buguð. Í miðjum amstri ákvað hún að kaupa sér lottómiða, eins og hún gerir stundum. Hún opnaði lottóappið, valdi sjálfsval og hélt […]
Gott að búa í Vestmannaeyjum þegar árin færast yfir

Ég hef stundum verið að hugsa um það að undanförnu hve þægilegt það er að vera eldri borgari í Vestmannaeyjum. Reyndar var þetta orðalag, „eldri borgari“ aldrei notað hér á árum áður, heldur alltaf talað um gamalmenni og alltaf haldin sérstök skemmtun árlega sem bar heitið Gamalmennaskemmtunin. En svo þótti einhverjum þetta orð niðrandi og þá […]
Tilkynning vegna Lundaballs 2025

Dagsetning Lundaballsins 2025 er óbreytt þann 27. september n.k. Borið hefur á því að fölir einstaklingar hafa komið að máli við forsvarsmenn Lundaballsins 2025 og spurt þá hvort þeir hyggist virkilega halda ballið í lok septembermánaðar. Hvort ekki sé öruggara að fresta ballinu í a.m.k. 2 mánuði ef ekki lengur vegna þeirrar gríðarlegu vinnu og […]
Menntaneistinn í Eyjum

Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherra skrifar áhugaverða grein á heimasíðu sína í dag. Þar gerir hann að umtalsefni kennsluaðferðina Kveikjum neistann og árangurinn af verkefninu hjá grunnskólanum í Eyjum. Pistillinn má lesa í heild sinni hér að neðan. Árangur eða árangursleysi í skólum ræðst ekki af öðru en aðferðunum sem beitt er við kennslu. Aðferðirnar verða […]
Starfshópi falið að móta aðgerðaáætlun til að efla strandsiglingar

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, hefur skipað starfshóp um strandsiglingar við Ísland. Hlutverk starfshópsins verður að móta og leggja fram aðgerðaáætlun um leiðir til að efla strandflutninga á sjó, m.a. til þess að minnka álag á þjóðvegi landsins og draga úr umhverfisáhrifum. Starfshópnum er ætlað að skila aðgerðaáætlun fyrir 1. desember 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu […]
Verðbólgan hjaðnar

Vísitala neysluverðs mælist 0,15% lægri nú í ágúst en mánuðinn á undan. Vöruflokkurinn Ferðir og flutningar hefur mest áhrif til lækkunar (-0,39%). Innan þess flokks munar mest um Flutningar í lofti (-0,36%) en þar á eftir kemur Bensín og olíur (-0,03%). Í tilkynningu frá Verðlagseftirliti ASÍ segir að eftirlitið hafi í nýlegum úttektum bent á aukið svigrúm til frekari lækkana í […]