Yfir mörgu að gleðjast og til margs að hlakka

VideoCapture 20250101 004541

Þegar litið er tilbaka yfir árið sem nú er að kveðja blasir við að flest gengur okkur í haginn hér í Vestmannaeyjum. Mikil uppbygging á vegum fólks og fyrirtækja, atvinnustigið hátt, tekjur einstaklinga þær hæstu á landinu, staða og afkoma sveitarfélagsins afar góð á alla mælikvarða, íbúum að fjölga – erum 4,702 þegar þetta er […]

Upphitun undir gervigrasið á Hásteinsvelli – fjárfesting í framtíð barna og samfélags

Framundan eru stórar framkvæmdir sem munu hafa mikil áhrif á íþróttastarf og samfélagið í Vestmannaeyjum. Lagning gervigrass á Hásteinsvöll er löngu tímabær og mikilvæg, en hún má ekki vera hálfkláruð. Að sleppa því að leggja hitalagnir undir völlinn núna væri skammsýn ákvörðun sem gæti haft í för með sér aukinn kostnað og minni nýtingu í […]

Slippurinn tekur sitt síðasta tímabil

Eftir 13 ár er nú komið að tímamótum. Veitingastaðurinn Slippurinn í Vestmannaeyjum mun ljúka sínu síðasta tímabili næsta sumar. Síðustu ár hefur Slippurinn verið leiðandi á sviði íslenskrar matargerðar með áherslu á náttúru, árstíðabundna matargerð og sjálfbærni. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Þegar við stofnuðum Slippurinn árið 2012 höfðum við ekki hugmynd um hversu mikil […]

Hitamál

Gras Hasteinsvollur 20241210 152457

Hinn ágæti formaður ÍBV Íþróttafélags, Hörður Orri Grettisson, vandar um við okkur í bæjarstjórn Vestmannaeyja vegna ákvörðunar um að leggja ekki hitalagnir undir væntanlegt gervigras á Hásteinsvelli. Það er bæði sjálfsagt og eðlilegt – en okkur þykir verra þegar formaðurinn gefur í skyn að við höfum tekið þessa ákvörðun út í loftið og án þess […]

Stefnir í metfjölda milljónamæringa í desember

lotto-2.jpg

Karlmaður á besta aldri var einn með allar tölur réttar í Lottó um síðustu helgi. Hann keypti miðann í Happahúsinu í Kringlunni samkvæmt vana sem tryggði honum rétt tæpar 10 skattfrjálsar milljónir. Vinningshafinn var auðvitað himinlifandi en þó hógværðin ein þegar hann gaf sig fram á skrifstofu Íslenskrar getspár í dag og sagðist mögulega endurnýja […]

Fleiri leikir á Hásteinsvelli – færri ferðalög

Hasteinsv TMS 20220917 160704

Fleiri íþróttakrakkar – minna brottfall Íþróttir barna og ungmenna hafa líklega aldrei verið jafn mikilvæg, ekki bara sem hreyfing og forvörn, heldur líka til að efla félags þroska. Það hefur margoft sýnt sig að með bættu aðgengi að íþróttinni þá fjölgar þátttakendum, það er því ánægjulegt að síðustu tvær bæjarstjórnir hafa verið samþykk því að […]

Laxey, kafli 3: Landeldi hafið

Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein sem bar heitið Laxey, kafli 2: Hrognin koma. Það var sérstakur tími í sögu fyrirtækisins. Þá var hafin mikil og hröð uppbygging, hrognin táknuðu að ekki aðeins væri verið að reisa mannvirki, heldur hafði lífmassi komist í seiðastöðina og framleiðsla var hafin.  Nú eru aftur komin tímamót hjá […]

Hin ljúfsáru jól

Svolítið sérstök jólin hjá okkur í ár, en þann 17. desember sl. var bróðir eiginkonunnar, Ólafur Guðmundur Unnar Tórshamar, borinn til grafar, en konan mín var einmitt í heimsókn hjá honum á sínum tíma þegar við kynntumst, en Óli bjó þá á Heiðarveginum og vann í Vinnslustöðinni fyrir 35 árum síðan, en hann hafði átt […]

Hitalagnir undir Hásteinsvöll – Gerum betur!

Það er mat ÍBV og allra fagaðila að nauðsynlegt sé að koma hitalögnum undir Hásteinsvöll um leið og lagt verður á hann gervigras, sem síðar verða nýttar í upphitun vallarins. Framkvæmdin er þannig að hitalagnir verða ekki settar undir völlinn eftir á. Upphitun er lykilatriði til að hámarka nýtingu vallarins yfir vetrarmánuðina og til lágmarka […]

Jólapistill forstjóra HSU

Árið 2024 hefur verið viðburðarríkt fyrir Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) og við höfum staðið frammi fyrir nýjum áskorunum sem og tækifærum sem hafa veitt okkur færi á að efla og bæta þjónustuna okkar. Í þessari yfirferð langar mig að deila með ykkur nokkrum af þeim helstu þáttum sem hafa staðið upp úr á árinu sem er […]