Gjöf til allra kvenna afhent HSU í Eyjum

Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands komu til Vestmannaeyja í dag og afhentu Heilsugæslu Suðurlands í Eyjum Milou-heilsuverndarhugbúnað, sem er hluti af landsverkefninu „Gjöf til allra kvenna“. Með í för voru fulltrúar kvenfélagsins Líkn, sem hefur lengi verið öflugur bakhjarl heilbrigðismála í Eyjum. Milou-hugbúnaðurinn er afrakstur umfangsmikillar söfnunar sem efnt var til í tilefni af 90 ára afmæli […]

Síðasti dagur til að sækja um lóðir við Miðgerði og Helgafellsbraut

Á miðnætti rennur út umsóknarfrestur fyrir lóðir sem Vestmannaeyjabær hefur auglýst við Miðgerði 1–11 og Helgafellsbraut 22–26. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, parhús og raðhús, og hvetur bærinn áhugasama til að skila inn umsóknum fyrir miðnætti í kvöld. Vestmannaeyjabær býður upp á tvær lóðir fyrir parhús og sex lóðir fyrir einbýlishús við Miðgerði. […]

Vel mætt í fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum

Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Heilsugæslan bjóða í dag, fimmtudaginn 13. nóvember, upp á fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum milli klukkan 13:00 og 15:00. Allir sem vilja eru velkomnir og engin skráning er nauðsynleg. Markmiðið með viðburðinum er að hvetja fólk til að fylgjast reglulega með heilsu sinni og auka vitund um mikilvægi þess að halda blóðsykri í […]

Framkvæmdir í Íþróttamiðstöðinni á góðri leið

ithrotta-6.jpg

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að framkvæmdum við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs fór yfir stöðu framkvæmda á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í síðustu viku. Þar kom fram að jarðvinna við viðbyggingu er nær lokið og unnið er að útboðsgögnum sem verða tilbúin á næstunni. Endurbætur á afgreiðslu og kaffistofu eru í […]

Bjóða upp á blóðsykurmælingar

Lionsklúbbur Vestmannaeyja og Heilsugæslan bjóða upp á fríar blóðsykurmælingar í Apótekaranum fimmtudaginn 13. nóvember milli klukkan 13:00 og 15:00. Markmiðið með viðburðinum er að hvetja fólk til að fylgjast með heilsu sinni og auka vitund um mikilvægi þess að hafa blóðsykur í jafnvægi. Lionsklúbburinn er ein stærsta alþjóðlega þjónustuhreyfing heims, stofnuð í Bandaríkjunum árið 1917. […]

Hvaðan kom fjallið í Goðahrauninu?

Eyjafréttir/Eyjar.net: Ómar Garðarsson

Á fyrrum þvottaplani við Goðahraun í Vestmannaeyjum, í miðri íbúðabyggð hefur risið þetta mikla fjall á stuttum tíma. Sennilega blanda af vikri, sandi og jafnvel mold. Er fjallið þakið bálkum úr síldar- eða loðnunót. Spurningin er, hver gaf leyfi fyrir því að hrúga, sennilega þúsundum rúmmetra af efni á þetta fyrrum þvottaplan? Af því er að […]

Ítreka kröfu um aukið fjármagn til hafna

Framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyjabæjar tekur heilshugar undir áskoranir Samtaka sveitarfélaga á Suðurlandi (SASS) og Hafnasambands Íslands um aukið fjármagn til hafnaruppbyggingar og kallar eftir því að ríkið tryggi Vestmannaeyjahöfn nauðsynlegt fjármagn til að mæta framtíðaráskorunum. Þetta kom fram á fundi ráðsins þar sem hafnarstjóri fór yfir samþykkt frá ársþingi SASS, sem haldið var á Kirkjubæjarklaustri […]

Tunglið, tunglið taktu mig

Tungl Opf 20251108 210955

Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja. svona hefst texti lagsinsTunglið, tunglið taktu mig eftir Theodoru Thoroddsen. Hann á ágætlega við þessar flottu myndir sem Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta tók seint í gærkvöldi af tunglinu að lýsa upp dimman himininn. Á Stjörnufræðivefnum segir […]

Árshátíð Ísfélagsins – myndasyrpa

Árshátíð Ísfélagsins fór fram í Höllinni í gær og tókst einstaklega vel til. Veisustjórar kvöldsins voru þær Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, stjórnendur hlaðvarpsins Komið gott. Boðið var upp á veitingar frá Einsa Kalda og að borðhaldi loknu spiluðu Dr. Eydís og Erna Hrönn og héldu stemningunni gangandi fram á nótt. Ísfélagið bauð bæjarbúum á […]

Jákvæð áætlun þrátt fyrir 120 milljóna framkvæmd

Herj Innsigling Horgeyrargard Tms Cr

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjahafnar fyrir árið 2026 var tekin til umfjöllunar á fundi framkvæmda- og hafnarráðs og samþykkt til áframhaldandi vinnslu í bæjarstjórn. Samkvæmt áætluninni eru rekstrartekjur hafnarinnar áætlaðar 693 milljónir króna á næsta ári. Rekstrarniðurstaða eftir fjármagnsliði er hins vegar afar naum og gert ráð fyrir aðeins 43 þúsund króna afgangi. Ástæðuna má rekja til stórra […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.