Útboð vegna dýpkunar í Landeyjahöfn í undirbúningi

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var farið yfir stöðu samgöngumála, þar á meðal framtíðaráform um dýpkun í Landeyjahöfn. Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, og Kjartan Elíasson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, kynntu stöðuna í höfninni og næstu skref í verkefninu. Fram kom að samningur við Björgun rennur út í maí 2026 og að stefnt sé að […]
Fasteignafélag fékk ekki bætur vegna meintra galla á húsi í Eyjum

Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað Landsbankann hf. af kröfu Fundar fasteignafélags ehf., sem krafðist rúmlega 7,2 milljóna króna í bætur vegna meintra galla á fasteign við Hásteinsveg 6 í Vestmannaeyjum. Fundur fasteignafélag, sem sérhæfir sig í kaupum og rekstri fasteigna, keypti húsið af bankanum í júní 2021. Fljótlega eftir afhendingu taldi félagið sig hafa orðið vart […]
Andlitsblindur

Það er vinalegt í Vestmannaeyjabæ. Haustið er komið og rútínan komin í fullan gang. Kótilettukvöldið í Höllinni, Lundaballið og Þorlákshöfn. Allt eins og það á að vera. Ég hef nú þegar náð að lifa af fjóra vetra í Eyjum og get með sanni sagt að það er ekkert leiðinlegt við veturinn í Vestmannaeyjum. Samfélagið hreinlega […]
Vara við áhrifum fjárlagafrumvarps á heimili og velferðarkerfi

Alþýðusamband Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins og þau birtast í fjárlagafrumvarpi komandi árs. Þetta kemur fram í ítarlegri umsögn ASÍ um frumvarpið, þar sem sambandið lýsir áhyggjum af áhrifum aðgerðanna á heimili landsins og velferðarkerfið í heild. Niðurskurður bitnar á veikustu hópunum Í umsögninni er vakin athygli á svonefndum „hagræðingaraðgerðum“ […]
Hrekkjavakan nálgast

Hrekkjavakan nálgast óðum og margir farnir að huga að skreytingum og búningum. Hrekkjavakan verður haldin að þessu sinni þann 31. október á milli kl. 18-20. Þá munu krakkar ganga á milli húsa og safna nammi. Sérstakur Facebook-hópur hefur verið stofnaður þar sem hægt er að finna allar helstu upplýsingar um hrekkjavökuna, deila hugmyndum, spyrja spurninga […]
Nær öll heimili í Vestmannaeyjum komin með ljósleiðara

Míla gekk nýverið frá kaupum á fjarskiptainnviðum Eyglóar í Vestmannaeyjum. Kaupin fela í sér sameiningu ljósleiðarakerfa Mílu og Eyglóar á svæðinu. Uppsetning heimila nú innifalin „Auk þess að þjóna öllum fjarskiptafyrirtækjum til jafns bjóðum við upp á innifalda uppsetningu við tengingu, svo nær öll heimili ættu nú að geta haft greiðan aðgang að hröðum, öruggum […]
Innilauginni lokað vegna viðhalds

Vegna endunýjunar á hreinsikerfi sundlaugarinnar verður innilaugin lokuð frá og með 20. október. Á meðan á lokuninni stendur verður einnig farið í viðgerðir á yfirfallsrennum og kanti sundlaugarinnar. Þetta segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu bæjaryfirvalda. Þar segir jafnframt að reiknað sé með að framkvæmdir taki um sex vikur og er stefnt að […]
Gamla kertavélin gefst upp – hæfingin fær meira rými

Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð fyrir fólk með fötlun og öryrkja, hefur hætt framleiðslu á ákveðnum tegundum kerta. Stóra kertaframleiðsluvélin, sem lengi hefur verið í notkun, hefur verið tekin úr rekstri. Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar, staðfestir þetta í samtali við Eyjafréttir. Hann segir að kertaframleiðslan hafi reynst stofnuninni dýr í rekstri og illa […]
Guðrún Hafsteinsdóttir fundar í Eyjum

Starfið byrjar svo sannarlega á kraftmiklum súpufundi hjá Sjálfstæðisfólki í Eyjum þetta haustið. Guðrún Hafsteinsstóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins kemur til okkar og rabbar við okkur um starfið innan flokksins og verkefni komandi þings, sem svo sannarlega verður mikilvægt, nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Þá má gera ráð fyrir líflegum umræður um mörg mikilvæg mál sem brenna á […]
Nýr samstarfssamningur ÍBV og Vestmannaeyjabæjar

Á dögunum var undirritaður nýr samstarfssamningur milli ÍBV íþróttafélags og Vestmannaeyjabæjar. Hörður Orri Grettisson, formaður ÍBV íþróttafélags, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, skrifuðu undir samninginn, að því er segir í frétt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að samningurinn marki áframhaldandi stuðning bæjarins við íþróttastarfsemi ÍBV og undirstrikar mikilvægi þess að viðhalda öflugu og blómlegu […]