Herjólfur III siglir til Landeyjahafnar

Farþegar athugið – Vegna siglinga 1-2. desember – Búið er að mæla dýpi í Landeyjahöfn og ljóst er að sigla þarf eftir sjávarföllum en Álsnes heldur áfram dýpkun næstu daga og útlið fyrir siglingar til Landeyjahafnar skv. sjávarföllum er gott. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi þar sem segir að Herjólfur III siglir til […]

Þjóðhátíð Vestmannaeyja fékk viðurkenningu

Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í dag 1. desember, en með deginum sameinast aðildarfélög íslensks tónlistarfólks ásamt landsmönnum öllum við að efla veg íslenskrar tónlistar. Þjóðhátíð Vestmannaeyja fékk í dag viðurkenningu að því tilefni fyrir að halda úti metnaðarfullri dagskrá árlega og stofna til nýsköpunar í íslenskri tónlist í formi þjóðhátíðarlags hvers árs. Það […]

Kanna áætlunarflug fram í febrúar

Umræða um samgöngumál var meðal efnis á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að Innviðaráðuneytið hefur unnið að því síðustu daga að finna lausn á þeim vanda sem bilun í Herjólfi hefur á samgöngur til og frá Vestmannaeyjum. Hluti af þeirri lausn er að koma á flugi frá 30. nóvember-6. desember. Ráðuneytið hefur falið Vegagerðinni […]

Hátt í þriðjungs aukning á veiðigjaldi

Alls greiddu sjávarútvegsfyrirtæki um 920 milljónir króna í veiðigjald í október samkvæmt tölum sem Fiskistofa birti í vikunni. Fjárhæð veiðigjaldsins er þar með komin í rétt rúma 8,8 milljarða króna á fyrstu 10 mánuðum ársins, en í þeirri fjárhæð er búið að draga frá þann afslátt sem veittur er af veiðigjaldinu. Um er að ræða hátt […]

Nægt vatnsrennsli til Vestmannaeyja

Að gefnu tilefni er rétt að árétta að þótt hættuástandi Almannavarna hafi verið lýst yfir í bæjarfélaginu vegna skemmda á vatnslögn þá er öllum íbúum og fyrirtækjum tryggt nóg vatn sem stendur. Almannavarnayfirvöld hafa sömuleiðis ítrekað í fjölmiðlum að ekkert neyðarástand væri í Vestmannaeyjum vegna þessa og unnið væri að því að koma í veg […]

Laxey, kafli 2. Hrognin mæta

  Þann 20. febrúar 2023 hófst uppbyggingin í Viðlagafjöru. Það má í raun segja að sá dagur sé táknrænn fyrir uppbyggingarstarf fyrirtækisins. Í þessari viku má svo segja að fyrirtækið hafi byrjað að skrifa  2. kafla.  Hrognin mæta á eyjuna og formleg eldisstarfsemi fer í gang. En hvernig virkar svo laxeldi á landi? Hér er […]

Mikill hugur í Hallarfólki – Flottasta jólahlaðborðið

„Lundaballið var glæsilegt hjá Elliðaeyingum og svo héldu bæði Vinnslustöðin og Ísfélagið sínar árshátíðir hjá okkur. Ekki má gleyma afmæli Geisla sem var mjög gaman að hýsa. Við eigum allt okkar undir því að húsið sé notað og reynum að þjónusta alla með besta móti. Þá hafa aðrir viðburðir, sem eru þó nokkrir, gengið afar […]

Líknarkaffið verður í dag frá kl.14:30 – 17:00

Kvenfélagið Líkn verður með kaffi í Líknarsalnum í dag frá klukkan 14:30 til 17:30 fyrir einstaklinga og fjölskyldur. Góðar viðtöku voru á bakkelsi sem búið var að forselja til fyrirtækja. Basarinn verður einnig til staðar, sem og á netinu. Hægt er að heyra í þeim ef spurningar vakna. Endilega kíkið við og styðjið við gott […]

Allra hagur að versla í heimabyggð

DCIM100MEDIAYUN00052.jpg

Í Félagi kaupsýslumanna Vestmannaeyjum sitja sex konur í stjórn. Flestar þeirra koma að verslun en aðrar eru með annars konar fyrirtæki eða hafa verið í rekstri. „Við hittumst nokkrum sinnum ári og skipuleggjum fundi og förum yfir hvað er framundan, eins og stórar helgar, auka opnanir og annað sem við kemur að félaginu, segir Sigrún […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.