Grænar Eyjar, orkuöryggi og jarðgöng

Starfshópur sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skipaði til að koma með tillögur um aðgerðir sem heyra undir ráðuneytið og eflt geta samfélagið í Vestmannaeyjum skilaði af sér á mánudaginn 9. október. Fékk Guðlaugur Þór skýrsluna í hendur  við athöfn í Eldheimum. Tillögurnar snúa m.a. að bættu orkuöryggi hvað varðar dreifi- og flutningskerfi […]

Andlát: Kristófer Þór Guðlaugsson

Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTÓFER ÞÓR GUÐLAUGSSON vélstjóri Lést 11. nóvember á dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Útför hans fer fram í Landakirkju í Vestmannaeyjum þriðjudaginn 21. nóvember klukkan 13. Blóm afþökkuð. Þórunn Þorbjörnsdóttir Anna Kristín Kristófersdóttir – Viktor Þór Reynisson Guðlaugur Kr. Kristófersson Lilja Rós Kristófersdóttir – Miquel Thompson Hafþór […]

Merkileg sýning um einstakan mann

Hún er áhugaverð sýningin sem opnuð var í Einarsstofu á Safnahelgi og stendur enn.  Sýningin er í tilefni af aldarminningu Gísla J. Ástþórssonar á Sóla, Eyjamanns og blaðamanns sem ruddi braut og skapara Siggu Viggu svo eitthvað sé nefnt. Stefán Pálsson, sagnfræðingur fjallaði um listamanninn af mikilli snilld. Ástþór Gíslason, sonur Gísla og Sunna Ástþórsdóttir […]

“Eitt flottasta herrakvöld sem haldið hefur verið”

Herrakvöld ÍBV handbolta fer fram föstudaginn 17. nóvember. Veislustjóri kvöldsins er enginn annar en Logi Bergmann. Borðhald hefst klukkan 20:00 og eru fastir liðir á dagskrá eins og Happdrætti, Pílukeppnin og pöbbkviss. Miðaverð er 7.000 kr. En miðasala fer fram hjá Viktori Rakara og hjorvar@ibv.is. “Ekki láta ykkur vanta á herrakvöld ÍBV. Um er að […]

Ný eyja reis úr hafi fyrir 60 árum

Guðni Einarsson – Surtseyjareldar hófust öllum að óvörum fyrir 60 árum. Skipverjar á Ísleifi II VE 63 urðu fyrstir varir við eldgosið. Þeir voru einskipa á línuveiðum á þessum slóðum snemma að morgni 14. nóvember 1963. Guðmar Tómasson skipstjóri og Árni Guðmundsson vélstjóri fóru upp á dekk um sjöleytið og fundu þá einkennilega lykt sem […]

KPMG áfram með endurskoðun fyrir Vestmannaeyjabæ

Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir verðtilboði í endurskoðun og uppgjör bæjarins til þriggja ára, þ.e. 2023-2025. Samkvæmt innkaupareglum Vestmannaeyjabæjar ber að auglýsa eftir verðtilboðum í þjónustuna þegar áætlaður kostnaður er á bilinu frá 1 milljón til 15 milljóna króna. Auglýst var eftir tilboðum frá þeim aðilum sem eru með starfsstöðvar í Vestmannaeyjum en það eru Deloitte […]

Hátíðarhöldum í Eldheimum vegna 60 ára afmælis Surtseyjar aflýst

Í ljósi þeirrar alvarlega stöðu sem komin er upp þá þykir okkur ekki við hæfi að fagna þessum tímamótum að sinni. Við viljum engu að síður hvetja fólk til að koma í Eldheima næstu daga og skoða ljósmyndasýningu með nýjum og einstökum myndum Golla ljósmyndara, sem hann tók í Surtsey sl. sumar. Umhverfisstofnun, Vestmannaeyjabær/Eldheimar. (meira…)

Halldór kveður eftir rúmlega þriggja áratuga starf

Halldór Hallgrímsson kveður nú í nóvember Landakirkju og Kirkjugarð Vestmannaeyja eftir 33 ára starf þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu Landakirkju. Halldór tók við stöðu kirkjugarðsvarðar og staðarhaldara Landakirkju árið 1990 og hefur unnið mikið og gott starf síðan. Bæði Landakirkja og kirkjugarðurinn hafa gengið í gegnum töluverðar breytingar á þeim tíma en […]

Elliðaey í köku

Kínverska sendiráðið á Íslandi birti nýlega á facebook síðu sinni myndir af nokkrum kökum. Það sem vakti athygli blaðamanns Eyjafrétta var sú staðreynd að kökurnar skreyttar til að líta út eins og Elliðaey. Hjá sendiráðinu fengust þær skýringar að hér væri á ferðinni mjög vinsæl uppskrift í Kína eða svokölluð “Chiffon rjómaterta með Oreo fyllingu” […]

Bæjarráð lýsir vonbrigðum með dýpkun Landeyjahafnar

Bæjarráð fór yfir stöðuna varðandi dýpkun og stöðu á Landeyjahöfn á fundi sínum í vikunni sem leið. Bæjarráð lýsir í niðurstöðu sinni um málið vonbrigðum með að dýpkun Landeyjahafnar sé enn og aftur ekki sinnt eins og sífellt er lofað. Sú staða sem upp kom í lok október, og varir enn, sýnir enn og aftur […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.