Grannaslagur á Selfossi í kvöld
27. mars, 2024

Heil umferð fer fram í Olís deild karla í kvöld. Á Selfossi verður sannkallaður Suðurlandsslagur, þar sem heimamenn taka á móti ÍBV.

Eyjamenn eru í fjórða sæti deildarinnar, en liðið sigraði FH sem er á toppi deildarinnar í síðustu umferð. Selfyssingar hafa átt erfitt uppdráttar í vetur og er liðið á botninum með aðeins 8 stig úr 19 leikjum. Leikurinn hefst kl. 19.30 á Selfossi.

Mynd Sigfús Gunnar. Úr leik ÍBV og Aftureldingar í febrúar.

ÍBV hafði betur gegn toppliði FH í síðasta leik og mætir nún botnliði Selfoss.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst