Mikil stemmning á Eyjakvöldi í Salnum

Blítt og létt hélt Eyjakvöld í Salnum í Kópavogi að kvöldi 4. nóvember í samstarfi við ÁtVR (Átthagafélag Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu). Gestir tóku vel undir og sungu með, oftast hástöfum. Á milli laga voru fluttar kynningar og skemmtisögur eins og vaninn er á Eyjakvöldum. Kvöldið tókst mjög vel og allir viðstaddir skemmtu sér konunglega. Á […]

Pakkajól í Eyjum

Foreldramorgnar Landakirkju standa fyrir söfnun fyrir jólin í samvinnu við Bókasafn Vestmannaeyja. “Nú er tíminn til að versla aukagjöf undir tréð svo að öll börn geti átt gleðileg jól. Athugið að merkja gjöfina með aldri barns og kyn/kynhlutlaust. Athugið að setja heilan varning í gjafirnar. Við hvetjum sérstaklega fyrirtæki í Eyjum til að taka þátt,” […]

Niðurstöður úthlutunarnefndar um rekstrarstuðning til einkarekinna fjölmiðla 2023

Úthlutunarnefnd um úthlutun rekstrarstuðnings til einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum í ár. Niðurstöður úthlutunarnefndar hafa verið birtar á vef Fjölmiðlanefndar. Úthlutunarnefnd skipa Anna Mjöll Karlsdóttir lögfræðingur (formaður), samkvæmt tilnefningu Hæstaréttar Íslands, Anna Birgitta Geirfinnsdóttir löggiltur endurskoðandi, samkvæmt tilnefningu Ríkisendurskoðunar og Jón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við Háskóla Íslands, samkvæmt tilnefningu samstarfsnefndar háskólastigsins. Fjölmiðlanefnd sá um umsýslu umsókna […]

Guðný skrifar undir tveggja ára samning

Knattspyrnudeild ÍBV greinir frá því með mikilli ánægju að Guðný Geirsdóttir hefur skrifað undir tvegjga ára samning við félagið. Hún kemur til með að vera lykilleikmaður í liðinu næstu árin en hún var valin besti leikmaður liðsins árið 2023 á lokahófi félagsins í kvöld. Guðný sem er 25 ára markvörður hefur vakið verðskuldaða athygli í […]

Hemmi áfram með ÍBV

Á lokahófi knattspyrnu ÍBV í gærkvöldi var staðfest að Hermann Hreiðarsson verður áfram við stýrið hjá meistaraflokki karla næsta tímabil. Bæði karla- og kvennalið ÍBV féllu úr efstu deild en það var engan bilbug að heyra á þeim sem tóku til máls á hófinu. Hvatt var til samstöðu og horft verði með björtum augum fram […]

Skilaboð HSÍ til ÍBV – Étið það sem úti frýs

Ykkur var nær að fara í Evrópukeppni, eru skilaboð HSÍ til ÍBV. Neitar sambandið að hliðra til leikjum liðsins í Olísdeild kvenna vegna þátttöku Eyjakvenna í Evrópukeppninni. Að óbreyttu mun ÍBV leika fjóra leiki á átta dögum auk þess að fljúga til Madeira þar sem þær spila í Evrópukeppninni. Tveir leggir hvora leið. Samkvæmt heimildum […]

Safnahelgi – Dagskrá sunnudagur

12:00 Einarsstofa: Saga og súpa. Guðrún Erlingsdóttir fær til sín valda gesti í tilefni 50 ára frá Goslokum, Marinó Sigursteinsson og Hallgrímur Tryggvason, auk hjónanna Sólveigar Adolfsdóttur og Þórs Vilhjálmssonar. Þá les Guðrún einnig upp úr gosminningum Sigríðar Högnadóttur. Stuðlar og Kitty Kovács flytja tónlist.      Aðrir viðburðir og opnunartímar:  Hvíta húsið við Strandveg: […]

Skora á HSÍ að hafa velferð og heilsu leikmanna í öndvegi

Handknattleiksdeild ÍBV skorar á Handknattleikssambandi Íslands þar sem gerðar er athugasemdir við leikjaálag meistaraflokks kvenna. Liðið á fjóra leiki á átta dögum og þar af tvo Evrópuleiki með tilheyrandi ferðalögum. Tilkynninguna frá ÍBV má lesa í heild sinni hér að neðan. ÍBV Íþróttafélag -handknattleiksdeild hefur sýnt þann metnað að taka þátt í Evrópukeppni þegar að […]

Góður sigur á Norðankonum

Eyjakonur eru aftur á sigurbraut eftir dapurt gengi í síðustu leikjum. Sigruðu KA/Þór 25:16 á heimavelli í dag. Sunna Jónsdóttir fór fyrir sínum konum og skoraði  átta mörk. Marta stóð fyrir sínu í markinu og varði 14 skot, þar af tvö vítaskot. Hrafnhildur Hanna og Birna Berg eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla en þrátt […]

Framleiða hágæða salt í Vestmannaeyjum

Saltey er nýtt fyrirtæki hér í Vestmannaeyjum sem hóf nýverið sölu á handgerðu hágæða flögusalti. Saltey er lítið fjölskyldufyrirtæki sem Elín Laufey Leifsdóttir og Jóhannes Óskar Grettisson eiga ásamt börnum sínum, Gretti, Leif og Guðrúnu Ósk og tengdadóttur sinni, Gígju Óskarsdóttur. Blaðamaður Eyjafrétta settist niður með bræðrunum en allt þetta hófst fyrir tveimur árum.  ,,Ég sat […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.