Gíslína Dögg opnar sýningu á Menningarnótt

Gíslína Dögg Bjarkadóttir opnar sýningu á Menningarnótt og ber hún heitið, Hugur minn dvelur hjá þér – Heimaey 1973″. „Verkin á sýningunni tengjast eldgosinu á Heimaey og þeim áhrifum sem gosið hafði á samfélagið, umhverfið og náttúruna. Hér er um að ræða grafíkverk og innsetningar í bland við ýmiskonar aðferðir og náttúrustemmingar sem ég hef […]
ÁtVR – Söngur og gleði í þjóðhátíðartjaldinu

,,Það verður Þjóðhátíðarstemming á Menningarnótt í Ráðhúsinu í Reykjavík á laugardaginn. Þá ætla félagsmenn ÁtVR , Átthagafélags Vestmannaeyinga á Reykjavíkursvæðinu að bresta í söng í þjóðhátíðartjaldinu sem Vestmannaeyjabær setur upp í ráðhúsinu,, segir Guðrún Erlingsdóttir, formaður ÁtVR. Hún segir ÁtVR vera í hlutverki gestgjafa í tjaldinu og það sé góð stemming fyrir deginum. ,,Við munum […]
Þjóðhátíðarstemmning í Ráðhúsinu

Vestmannaeyjabær verður heiðursgestur Menningarnætur í Reykjavík í tilefni af 50 ára goslokaafmælis og langvarandi vinatengslum bæjarfélaganna. Að sögn Eyjamannsins Þorsteins Gunnarsson borgarritara er þetta í annað sinn í sögu Menningarnætur í Reykjavík sem Eyjamönnum hlotnast þessi heiður en það gerðist síðast 2004. Hefð er fyrir því að vera með heiðursgesti á Menningarnótt, í fyrra var […]
Sísí Lára klárar tímabilið með ÍBV

ÍBV hefur á síðustu vikum borist liðsstyrkur fyrir lokakaflann í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en liðið stendur í ströngu þar, segir í frétt á heimasíðu ÍBV. Leiknar verða 18 umferðir áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri helming, í þeim efri eru leiknar fimm umferðir en þrjár í neðri. ÍBV er […]
Bandarískur miðjumaður til liðs við stelpurnar

Hin bandaríska Telusila Vunipola hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV. Hún er miðjumaður og spilaði í háskólaboltanum fyrir Syracuse háskóla þaðan sem hún útskrifaðist í fyrra. Þessu er fyrst greint frá á mbl.is. Telusila fékk leikheimild í gær og spilaði sinn fyrsta leik í Bestu deild kvenna í gærkvöldi í heimaleik á móti liði Keflavíkur. […]
Uppgræðslan gerði Heimaey byggilega

Gríðarlegt vikurfok í kjölfar eldgossins 1973 olli tjóni á húsum, bílum og gróðri á Heimaey. Ástandið var svo slæmt sums staðar að fólk íhugaði að flytja burt. Ýmislegt var reynt til að hefta fokið en árangurinn lét á sér standa. Haustið 1975 sendi Gísli J. Óskarsson kennari Viðlagasjóði tillögur að uppgræðslu vikursvæðanna. Þær voru samþykktar, […]
Hnepptu þriðja sætið á kraftminnsta bílnum í keppninni

Eyjahjónin Guðni Grímsson og Kristín Hartmannsdóttir kepptu um helgina á CanAm Iceland Hill Rally sem er þriggja daga þolaksturskeppni um hálendið þar sem keyrðir eru samtals rúmlega 400 kílómetrar. Keppnin var krefjandi og dagskráin stíf. Dagarnir byrjuðu snemma og voru langir en þau gerðu sér lítið fyrir og enduðu í 3. sæti í sínum flokki […]
Þrjú dýrmæt stig hjá Eyjakonum

Eyjakonur höfðu betur í mikilvægum leik gegn Keflavík í Bestu deildinni á Hásteinsvelli í kvöld, 1:0. Sannkallaður fallslagur þar sem Keflavíkurkonur eru eftir leikinn í næstneðsta sæti deildarinnar með 14 stig en ÍBV í þriðja neðsta sæti með 17 stig. Neðst er Selfoss með 11 stig. Mark ÍBV skoraði Þóra Björg Stefánsdóttir á 62. Mínútu […]
Umgengni á tjaldsvæði – Aðstæður og umfang komu á óvart

„Við vorum með sama viðbúnað fyrir þjóðhátíðina í ár og á síðasta ári. Bjuggum að því að meðal starfsmanna var fólk sem var með okkur í fyrra,“ sagði Sreten Ævar rekstrarstjóri Landamerkis sem hefur umsjón með tjaldsvæðinu við Þórsheimilið sem er þjónustuhús fyrir tjaldsvæðið. Tilefnið er óánægja gesta með umgengni á tjaldsvæði og óþrifnað í […]
Fyrstu kerin að verða klár

Fyrstu kerin í seiðastöð félagsins Icelandic Land Farmed Salmon, eða ILFS, eru við það að verða klár. Þessu er greint frá í færslu á Facebook síðu félagsins. Framkvæmdir eru bæði á botni Friðarhafnar þar sem seiðastöðin mun rísa og austur á eyju í Viðlagafjöru. Þegar seiði í seiðastöðinni eru orðin að 100 grömmum verða þau […]