Aglowfundur í kvöld

Í kvöld miðvikudaginn 6. september Kl. 19.30 verður Aglowfundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Þetta er fyrsti fundur vetrarins og eftir veðursælt sumar fannst okkur tilvalið að fjalla um 23. Davíðssálm sem margar okkar þekkja vel og við syngjum oft saman. En höfum við hugleitt um hvað innihald sálmsins er? 23 Davíðssálmur. Drottinn er minn hirðir, mig […]

Æfir breikdans á Vigtartorgi (myndband)

Vegfarendur um Vigtartorg seinnipartinn í gær ráku upp stór augu þar sem ungur maður æfði breikdans. Þar var á ferðinni Moritz Schmid sem er búsettur í Vestmannaeyjum um þessar mundir til þess að vinna á Slippnum. Hann sagði í samtali við blaðamann Eyjafrétta að hann hafi æft breikdans í rúm fjögur ár og Vigtartorgið væri […]

Eyjakonur styrktu stöðu sína í fallbaráttunni

Eyjakonur voru í öðru sæti af fjórum í neðri hluta úrslita Bestu deildarinnar fyrir leikinn gegn Selfossi á Hásteinsvelli í gær sem þær unnu 2:1. Það var Olga Sevcova sem skoraði bæði mörkin og styrkti stöðu ÍBV verulega í baráttunni um sæti í Bestu deild að ári. ÍBV endaði í áttunda sæti deildarinnar með 18 […]

Nýtt kvótaár fer vel af stað

Ísfisktogarinn Bergur VE landaði fullfermi í Neskaupstað sl. sunnudag. Aflinn var þorskur og ýsa. Heimasíða Síldarvinnslunnar ræddi við Ragnar Waage Pálmason skipstjóra og spurði fyrst hvar hefði verið veitt. „Við vorum á Glettinganesflakinu og þar var ágætis kropp. Fiskurinn sem þarna fékkst var líka mjög góður. Í túrnum gerði suðaustanbrælu og þá dró svolítið úr […]

Stelpunum spáð þriðja sæti og strákunum því fjórða

Árleg spá forráðamanna liðanna í Olís deildunum var kynnt í  hádeginu á Grand hóteli á kynningarfundi Íslandsmótsins í handknattleik. Deildar- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar, ÍBV, er spáð þriðja sæti í kvenna flokki. Íslandsmeisturum ÍBV er spáð fjórða sæti. FH-ingar verða yfirburðalið í Olísdeild karla á komandi keppnistímabil og Íslandsmeistara Vals bera höfuð og herðar yfir […]

Helgafellsbraut tímabundið lokuð við Eldheima

Stefnt er að því að tengja fráveitu frá Suðurgerði inn á fráveitulögn sem er undir Helgafellsbraut. HS-veitur koma til með að þvera Helgafellsbraut til að koma með innvið inn í Suðurgerði. Áætlað er að fara í þetta miðvikudaginn 6. september og getur tekið 2-3 daga. Framkvæmdarsvæðið er rauðmerkt og appelsínugulur skilgreinir lokun. (meira…)

Sterkt atskákmót í tilefni 50 ára goslokaafmælis

9. september nk. kl. 12.00 -18.00 verður haldið 50 ára gosloka skákmót í opna rýminu í Þekkingarsetri Vm. að Ægisgötu 2. Taflfélag Vestmannaeyja stendur fyrir mótinu,  en Vestmannaeyjabær er helsti stuðningsaðili  þess  ásamt nokkrum fyrirtækjum. TV hefur áður staðið fyrir sterkum  minningar atskákmótum á sama stað, Beddamótinu 11. maí 2019 og Pallamótinu 5. júní 2021. […]

Matey á Gott

Adam Quershi verður gestakokkur á Gott dagana 21-23. september þegar sjávarréttahátíðin Matey fer fram. Adam kemur frá Michelin stjörnustaðnum Kol í London sem er í 23. sæti yfir bestu veitingarstaði heims. Hann varð hluti af opnunarteymi Kol eftir að hafa starfað í Bandaríkjunum, París, Tókýó, Melbourne, Lima og Karabíahafinu. Í matargerð er hann með mexíkóskar […]

Sigursteinn nýr útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum

Sigursteinn Bjarni Leifsson tekur við af Þórdísi Úlfarsdóttur sem útbússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Sigursteinn Bjarni Leifsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Íslandsbanka í Vestmannaeyjum. Hann tekur við starfinu af Þórdísi Úlfarsdóttur, sem gegnt hefur starfinu sl. níu ár, en hefur starfað í bankakerfinu í rúm 40 ár. Hún lætur af störfum núna um mánaðamótin. Sigursteinn hefur […]

Siglir til Landeyjahafnar á ný

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag samkvæmt ááætlun, að því er fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Ekki hefur verið kleift að sigla í höfnina síðustu daga sökum veðurs og hárrar öldu. Brottför frá Vestmannaeyjum er kl. 17:00, 19:30 og 22:00. Brottför frá Landeyjahöfn er kl. 18:15, 20:45 og 23:15. Ef gera þarf breytingu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.