Göngum í skólann af stað á miðvikudaginn

Fjörutíu skólar eru skráðir í átakið Göngum í skólann og er Grunnskóli Vestmannaeyja á meðal þeirra eins og síðustu ár. Átakið verður sett hátíðlega miðvikudaginn 6. september í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ en þetta er í sautjánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi. Átakið á rætur að rekja til Bretlands og hefur verið í gangi […]

Sunnudagaskólinn settur næstu helgi

Siðasta helgistund sumarsins er nú liðin en nk. sunnudag 10. september hefst vetrarstarf kirkjunnar formlega með sunnudagaskóla klukkan 11:00 og messu klukkan 13:00. Í tilkynningu frá Landakirkju segir að fermingarbörn vetrarins eru boðuð ásamt foreldrum sínum til messunnar. Að lokinni messu munu prestar og æskulýðsfulltrúi kirkjunnar eiga stuttan fund með fermingarbörnum og foreldrum þeirra þar […]

Dregið saman safn nýrra og eldri verka um Eldfell

Vestmannaeyjabær býður til opnunar á Til fundar við Eldfell í Safnahúsi Vestmanneyja, laugardaginn 9. september kl. 16. Sýningin er ávöxtur af samtali tveggja listamanna, sýningastjóra og mannfræðings um sameiginlegan áhuga þeirra á Eldfelli, sem leiddi af sér samstarfsverkefni í tilefni 50 ára afmælis eldfjallsins. Á sinni stuttu ævi hefur Eldfell og sagan um gosið veitt […]

337 pysjur nú skráðar

Nú hafa 337 pysjur verið skráðar í pysjueftirlitið, þar af hafa 165 verið vigtaðar. Meðalþyngd pysjanna er 251 grömm en það er í léttari kantinum. Pysjueftirlitið birti dreifinguna eftir dögum en Rodrigo Martínez hjá Náttúrustofu Suðurlands tók saman.   (meira…)

Kúluhúsið hýsir nú sögufrægan bar

Lifnað hefur yfir Kúluhúsinu að Vesturvegi 18 sem hefur fengið nýjan tilgang og hýsir nú fornfrægan bar úr Súlnasal á Hótel Sögu. Sigrún Axelsdóttir og Sigurður Viggó Grétarsson voru ekki lengi að stökkva á barinn og festa kaup á honum. Þau opnuðu Street Food Súlnasalur í Kúluhúsinu fimmtudaginn fyrir Þjóðhátíð.   Nú er hægt að fylgjast […]

Vestmannaeyjahlaup við krefjandi aðstæður (myndir)

Vestmannaeyjahlaupið fór fram í þrettánda sinn í gær við krefjandi aðstæður. Hlaupið hefur fraið fram árlega frá 2011, “þrátt fyrir böl og alheimsstríð COVID og misjafnt veður” eins og fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum. Því miður var ekki siglt frá Landeyjahöfn og komust því ekki keppendur frá fasta landinu. “Við í undirbúningsnefnd ákváðum í […]

Ófært til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar í dag þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna veðurs og ölduhæðar, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45. Þeir farþegar sem áttu bókað á öðrum tímasetningum eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Herjólfs til þess að […]

Ófært til lands og bætir í veðrið

Herjólfur..jpg

Ákveðið hefur verið að fella niður siglingar seinnipartinn í dag vegna ölduhæðar, einnig á að bæta í veður þegar líða tekur á kvöldið. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega og áhafnar í huga, að því er fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað varðar siglingar á morgun, sunnudag, verður gefin út […]

Nær þrefaldað styrki til almennra tannréttinga

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar nær þrefaldað styrki til almennra tannréttinga, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Hækkunin tekur gildi í dag. Styrkir til tannréttinga eru tvískiptir. Styrkur til meðferðar í bæði efri og neðri góm hækkar úr 150.000 kr. í […]

Gísli Helga, Eyjapistlarnir og Eyjalögin í Salnum

Eyjapistlar voru á dagskrá RÚV frá febrúar 1973 til marsloka árið eftir. Af 260 þáttum sem samtals voru um 90 klst. hafa um 80 þættir varðveist. Í bland við þekkt Eyjalög verða á þessum tónleikum flutt brot úr nokkrum þessara útvarpsþátta. Á sínum tíma var tilgangur þáttastjórnendanna Arnþórs og Gísla Helgasona að vera upplýsingaveita fyrir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.